Volvo EX90 kynntur til sögunnar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. nóvember 2022 11:10 Volvo EX90. Volvo EX90 er sjö manna rafmagnsútgáfa að XC90 sem hefur verið afar vinsæll bíll í vöruframboði Volvo. Það eru því stórir skór sem þarf að fylla. Bíllinn var frumsýndur í gær. Volvo var einn fyrsti bílaframleiðandinn sem tilkynnti um áætlanir sínar til að skipta alveg yfir í rafbíla. Markmiðið sem Volvo setti sér var að selja einungis rafknúna bíla eftir árið 2030. Volvo selur núna tvo rafbíla, C40 og XC40, EX90 er þriðji bíllinn í vöruframboðinu. EX90 er fyrsti Volvo-inn sem er byggður og hannaður frá grunni sem rafbíll. Grunnurinn er sennilega sá sami og verður notaður í Polestar 3. Afturljósin á Volvo EX90. EX90 á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni og hann er 496 hestöfl. Rafhlaðan er 111kWh og tekur um 70% hleðslu, frá 10% til 80% á um 30 mínútum í hraðhleðslu. Volvo hefur staðsett EX90 sem staðgengil XC90 sem eru stór orð. Honum er ætlað að uppfylla sömu þarfir viðskiptavina, auk þess að ganga fyrir rafmagni. Framendinn á Volvo EX90. Útlit Framendinn skartar engu „gervi-grilli“ sem er algengt þegar brunahreyfilsbílar eru rafvæddir. Í staðinn er Volvo merki í miðjunni á frekar minimalískum grunni. Afturendinn er afar Volvo-legur. Ljósin eru klárlega úr Volvo fjölskyldunni. Innra rými í Volvo EX90. Innréttingin Augun leita fyrst að 14,5 tommu skjánum í miðri innréttingunni. Skjárinn er notaður fyrir afþreyingarkerfið. Að öðru leyti er innra rýmið í EX90 afar einfalt, stílhreint og alls ekki ólíkt því sem finna má í Polestar 2, tilviljun? Sennilega ekki, þar sem Polestar er meðal annars í eigu Volvo. Ekki verður hægt að fá bílinn með leðursætum, innréttingin er úr umhverfisvænum efnum og að einhverju leyti úr endurunnu plastflöskum. Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent
Volvo var einn fyrsti bílaframleiðandinn sem tilkynnti um áætlanir sínar til að skipta alveg yfir í rafbíla. Markmiðið sem Volvo setti sér var að selja einungis rafknúna bíla eftir árið 2030. Volvo selur núna tvo rafbíla, C40 og XC40, EX90 er þriðji bíllinn í vöruframboðinu. EX90 er fyrsti Volvo-inn sem er byggður og hannaður frá grunni sem rafbíll. Grunnurinn er sennilega sá sami og verður notaður í Polestar 3. Afturljósin á Volvo EX90. EX90 á að komast um 480 kílómetra á hleðslunni og hann er 496 hestöfl. Rafhlaðan er 111kWh og tekur um 70% hleðslu, frá 10% til 80% á um 30 mínútum í hraðhleðslu. Volvo hefur staðsett EX90 sem staðgengil XC90 sem eru stór orð. Honum er ætlað að uppfylla sömu þarfir viðskiptavina, auk þess að ganga fyrir rafmagni. Framendinn á Volvo EX90. Útlit Framendinn skartar engu „gervi-grilli“ sem er algengt þegar brunahreyfilsbílar eru rafvæddir. Í staðinn er Volvo merki í miðjunni á frekar minimalískum grunni. Afturendinn er afar Volvo-legur. Ljósin eru klárlega úr Volvo fjölskyldunni. Innra rými í Volvo EX90. Innréttingin Augun leita fyrst að 14,5 tommu skjánum í miðri innréttingunni. Skjárinn er notaður fyrir afþreyingarkerfið. Að öðru leyti er innra rýmið í EX90 afar einfalt, stílhreint og alls ekki ólíkt því sem finna má í Polestar 2, tilviljun? Sennilega ekki, þar sem Polestar er meðal annars í eigu Volvo. Ekki verður hægt að fá bílinn með leðursætum, innréttingin er úr umhverfisvænum efnum og að einhverju leyti úr endurunnu plastflöskum.
Bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent