Sautján ára nýliði fer með Þjóðverjum á HM og Götze snýr aftur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2022 11:33 Youssoufa Moukoko verður átján ára þremur dögum áður en Þýskaland leikur sinn fyrsta leik á HM í Katar. getty/Boris Streubel Youssoufa Moukoko, sautján ára framherji Borussia Dortmund, í HM-hópi Þýskalands þrátt fyrir að hafa aldrei spilað landsleik. Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember. Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Hansi Flick tilkynnti í dag þýska hópinn sem fer til Katar. Mesta athygli vekur að Moukoko er í honum. Þessi bráðefnilegi leikmaður hefur skorað sex deildarmörk fyrir Dortmund í vetur. Moukoko hefur ekki enn spilað A-landsleik en skorað sex mörk í fimm leikjum fyrir U-21 árs landslið Þýskalands. Hann er fæddur í Kamerún en valdi að spila fyrir Þýskaland. Aðeins þrír úr heimsmeistaraliðinu 2014 eru í þýska hópnum að þessu sinni: fyrirliðinn Manuel Neuer, Thomas Müller og svo Mario Götze, maðurinn sem skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu 2014. Götze, sem er þrítugur, hefur ekki spilað landsleik síðan 2017. Hann gekk í raðir Frankfurt fyrir tímabilið og hefur spilað 21 leik með liðinu í öllum keppnum í vetur. Mario Götze is heading to the World Cup He hasn t played for Germany since 2017. pic.twitter.com/H7xhuJPlSe— B/R Football (@brfootball) November 10, 2022 Marco Reus missir hins vegar af enn einu stórmótinu vegna meiðsla. Hann var til að mynda fjarri góðu gamni þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar fyrir átta árum. Auk Moukokos er einn annar nýliði í þýska HM-hópnum. Það er Niclas Füllkrug, 29 ára framherji Werder Bremen. Hann hefur skorað tíu mörk í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Here it is - our 26-man squad for the 2022 @FIFAWorldCup in Qatar pic.twitter.com/U3KGoU5lnz— Germany (@DFB_Team_EN) November 10, 2022 Þýskaland er í E-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Spáni, Japan og Kosta Ríku. Fyrsti leikur Þjóðverja er gegn Japönum 23. nóvember.
Þýski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira