Andri Adolphsson í Stjörnuna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 18:30 Andri mun leika í bláu næsta sumar. Stjarnan Andri Adolphsson hefur samið við Stjörnuna og mun því leika með liðinu í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Ekki kemur fram hvað samningurinn er langur og þá er Andri enn skráður í lið Vals á vef Knattspyrnusambands Íslands. Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Andri, sem hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin misseri, gekk í raðir Vals árið 2015 og hefur leikið þar allar götur síðan ef frá er talinn hluti árs 2018 þegar hann fór aftur á láni upp á Akranes. Andri er fjölhæfur vængmaður og það vill svo skemmtilega til að hann býr í Garðabænum. „Þannig við hvetjum ykkur öll til þess að gefa honum háa fimmu ef þið rekist á hann,“ segir í yfirlýsingu Stjörnunnar. Bjóðum Andra Adolphsson velkominn í Stjörnuna https://t.co/NH4p8DDSeU— Silfurskeiðin (@Silfurskeidin) November 11, 2022 Þar segir Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari liðsins einnig: „Við erum gríðarlega spenntir að fá Andra inn í okkar hóp. Andri er rólegur og yfirvegaður, býr yfir reynslu og mun smellpassa í liðið. Það eru allir meðvitaðir um hæfileikana og erum við mjög spenntir að vinna með honum og hjálpa honum að sýna sitt allra besta.“ „Ég er hrikalega ánægður með að vera kominn í Stjörnuna. Þetta er rosalega skemmtilegur og spennandi hópur og ég get ekki beðið eftir að kynnast strákunum og fólkinu í klúbbnum og koma mér af stað í þessari flottu vegferð sem liðið er á,“ sagði Andri sjálfur. Ljóst er að töluverðar breytingar verða á leikmannahóp Stjörnunnar milli ára en Óskar Örn Hauksson, Ólafur Karl Finsen og Einar Karl Ingvarsson hafa allir yfirgefið liðið á meðan Guðmundur Kristjánsson hefur þegar samið við Stjörnuna. Hvort fleiri leikmenn semji á við félagið á næstu vikum mun koma í ljós en það verður að teljast líklegt ætli Stjarnan sér að gera betur en síðasta sumar þegar liðið endaði í 5. sæti Bestu deildar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira