9. umferð CS:GO: Hart barist á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. nóvember 2022 14:15 NÚ, Þór og Dusty eru jöfn að stigum á toppi Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO þegar tímabilið er hálfnað. Leikir vikunnar Fylkir 2 – 16 Breiðablik Umferðin hófst í Vertigo þar sem Fylkir tók á móti Breiðabliki. Liðin skiptu með sér fyrstu fjórum lotunum en að þeim loknum sá Fylkir ekki til sólar. WNKR leiddi Breiðablik framan af en um miðbik leiksins skaut Viruz sig í gang á vappanum. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í þessum mjög svo einhliða leik. Viðstöðu 8 – 16 LAVA Liðin mættust í Inferno kortinu þar sem LAVA hafði leikinn algjörlega í höndum sér í fyrri hálfleik. Leikmenn Viðstöðu voru lengi í gang og mikið vantaði upp á bæði samskipti og fjárhag liðsins. Stalz, TripleG og Goa7er voru hins vegar eldheitir og var staða í hálfleik því 12–3 fyrir LAVA. Örlítið lifnaði yfir Viðstöðu í síðari hálfleiknum þar sem Blazter mætti af loks af krafti í leikinn og Viðstöðu tókst að aftengja sprengjur LAVA. Þolinmæði og gott samspil LAVA borgaði sig þó og stóð liðið uppi sem sigurvegari að lokum. SAGA 16 – 14 Ármann SAGA og Ármann tókust á í Overpass og komst Ármann yfir snemma í leiknum. Þegar bæði lið voru fullvopnuð kom þó munurinn á þeim í ljós þar sem SAGA tókst ítrekað að aftengja sprengjur Ármanns og sjá við þeim í vörninni. DOM og ADHD léku einstaklega vel og hafði SAGA 5 lotu forskot þegar síðari hálfleikur hófst. Allt útlit var fyrir að sá yrði stuttr þar sem SAGA komst í stöðuna 13–6 en með mikilli seiglu minnkaði Ármann muninn að lokum niður í aðeins eitt sitg. Úrslitin réðust því ekki fyrr en í síðustu lotu venjulegs leiktíma þegar DOM felldi Ofvirkan og tryggði SAGA stigin tvö. TEN5ION 10 – 16 NÚ Leikurinn fór fram í Ancient kortinu og komst TEN5ION varla að í upphafi fyrri hálfleiks þrátt fyrir ágætis tilraunir. Alltaf tókst NÚ að loka vörninni þar sem RavlE og Bjarni voru virkilega beittir og vann NÚ þannig fyrstu 8 lotur leiksins. TEN5ION fann þó taktinn undir lokin og tókst að minnka muninn í 10–5 með Moshii í fararbroddi. TEN5ION stillti svo upp góðri vörn í síðari hálfleik þar sem hvorki gekk né rak hjá NÚ á tímabili en þegar á reyndi tókst NÚ að halda aftur af endurtökutilraunum TEN5ION og klára leikinn í síðustu þremur lotunum. Dusty 16 – 10 Þór Það var spenna í loftinu þegar Dusty og Þór, sem hafa háð harða baráttu á tímabilinu, mættust loksins í síðasta leik fyrri umferðar tímabilsins. Leikurinn fór fram í Dust 2 og hóf Þór leikinn í vörn. Dusty vann fyrstu 3 loturnar en vörn Þórs var öflug þar sem Minidegreez hélt miðjunni vel með vappanum og komst liðið yfir í 6–3. Þá skipuðust veður í lofti þar sem Dusty náði að hafa betur í upphafseinvígunum og skapa sér góð tækifæri. Staðan var því eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Dusty, þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks kom í ljós að Dusty komu mun agaðari, skipulagðari og betur undirbúnir í leikinn og innsiglaði Detinate sigur liðsins í 26. lotu með skammbyssuna eina að vopni. Staðan Úrslit þessarar umferðar gera það að verkum að NÚ, Þór og Dusty skipa sér í efstu þrjú sætin, en þetta er liðin sem hafa gert sig hvað líklegust til að vinna deildina hingað til. Innbyrðis viðureignir liðanna ráða því hvernig þau raðast á töflunni en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun þróast á síðari helmingi tímabilsins. Ármann, LAVA og Breiðablik sitja svo í 4.-6. sæti með 10 stig hvert og geta öll gert atlögu að toppsætunum ef úrslit annarra leikja eru þeim hagstæð. SAGA og Viðstöðu fylgja þeim eftir en á botninum sitja Fylkir og TEN5ION. TEN5ION hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu og það er ljóst að einhverjar breytingar verða að eiga sér stað ætli liðið að halda sér í deildinni á næsta tímabili. Fylkir er ekki langt á eftir Viðstöðu og SAGA og haldi liðið rétt á rifflunum er aldrei að vita nema þeim takist að smeygja sér upp úr umspilssætinu þegar upp er staðið. Næstu leikir Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram næstu vikur en þegar deildin snýr aftur er dagskrá 10. umferðar eftirfarandi: TEN5ION–SAGA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 19:30 Þór–LAVA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 20:30 Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Ármann–Viðstöðu, fimmtudaginn 1. des., kl: 20:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46 Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Fylkir 2 – 16 Breiðablik Umferðin hófst í Vertigo þar sem Fylkir tók á móti Breiðabliki. Liðin skiptu með sér fyrstu fjórum lotunum en að þeim loknum sá Fylkir ekki til sólar. WNKR leiddi Breiðablik framan af en um miðbik leiksins skaut Viruz sig í gang á vappanum. Leikur Fylkis var einsleitur svo Breiðablik þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að skella í lás í vörninni og hreinlega bursta Fylki í þessum mjög svo einhliða leik. Viðstöðu 8 – 16 LAVA Liðin mættust í Inferno kortinu þar sem LAVA hafði leikinn algjörlega í höndum sér í fyrri hálfleik. Leikmenn Viðstöðu voru lengi í gang og mikið vantaði upp á bæði samskipti og fjárhag liðsins. Stalz, TripleG og Goa7er voru hins vegar eldheitir og var staða í hálfleik því 12–3 fyrir LAVA. Örlítið lifnaði yfir Viðstöðu í síðari hálfleiknum þar sem Blazter mætti af loks af krafti í leikinn og Viðstöðu tókst að aftengja sprengjur LAVA. Þolinmæði og gott samspil LAVA borgaði sig þó og stóð liðið uppi sem sigurvegari að lokum. SAGA 16 – 14 Ármann SAGA og Ármann tókust á í Overpass og komst Ármann yfir snemma í leiknum. Þegar bæði lið voru fullvopnuð kom þó munurinn á þeim í ljós þar sem SAGA tókst ítrekað að aftengja sprengjur Ármanns og sjá við þeim í vörninni. DOM og ADHD léku einstaklega vel og hafði SAGA 5 lotu forskot þegar síðari hálfleikur hófst. Allt útlit var fyrir að sá yrði stuttr þar sem SAGA komst í stöðuna 13–6 en með mikilli seiglu minnkaði Ármann muninn að lokum niður í aðeins eitt sitg. Úrslitin réðust því ekki fyrr en í síðustu lotu venjulegs leiktíma þegar DOM felldi Ofvirkan og tryggði SAGA stigin tvö. TEN5ION 10 – 16 NÚ Leikurinn fór fram í Ancient kortinu og komst TEN5ION varla að í upphafi fyrri hálfleiks þrátt fyrir ágætis tilraunir. Alltaf tókst NÚ að loka vörninni þar sem RavlE og Bjarni voru virkilega beittir og vann NÚ þannig fyrstu 8 lotur leiksins. TEN5ION fann þó taktinn undir lokin og tókst að minnka muninn í 10–5 með Moshii í fararbroddi. TEN5ION stillti svo upp góðri vörn í síðari hálfleik þar sem hvorki gekk né rak hjá NÚ á tímabili en þegar á reyndi tókst NÚ að halda aftur af endurtökutilraunum TEN5ION og klára leikinn í síðustu þremur lotunum. Dusty 16 – 10 Þór Það var spenna í loftinu þegar Dusty og Þór, sem hafa háð harða baráttu á tímabilinu, mættust loksins í síðasta leik fyrri umferðar tímabilsins. Leikurinn fór fram í Dust 2 og hóf Þór leikinn í vörn. Dusty vann fyrstu 3 loturnar en vörn Þórs var öflug þar sem Minidegreez hélt miðjunni vel með vappanum og komst liðið yfir í 6–3. Þá skipuðust veður í lofti þar sem Dusty náði að hafa betur í upphafseinvígunum og skapa sér góð tækifæri. Staðan var því eins jöfn og hugsast getur, 8–7 fyrir Dusty, þegar síðari hálfleikur hófst. Um miðbik síðari hálfleiks kom í ljós að Dusty komu mun agaðari, skipulagðari og betur undirbúnir í leikinn og innsiglaði Detinate sigur liðsins í 26. lotu með skammbyssuna eina að vopni. Staðan Úrslit þessarar umferðar gera það að verkum að NÚ, Þór og Dusty skipa sér í efstu þrjú sætin, en þetta er liðin sem hafa gert sig hvað líklegust til að vinna deildina hingað til. Innbyrðis viðureignir liðanna ráða því hvernig þau raðast á töflunni en spennandi verður að sjá hvernig þetta mun þróast á síðari helmingi tímabilsins. Ármann, LAVA og Breiðablik sitja svo í 4.-6. sæti með 10 stig hvert og geta öll gert atlögu að toppsætunum ef úrslit annarra leikja eru þeim hagstæð. SAGA og Viðstöðu fylgja þeim eftir en á botninum sitja Fylkir og TEN5ION. TEN5ION hefur ekki enn unnið leik á tímabilinu og það er ljóst að einhverjar breytingar verða að eiga sér stað ætli liðið að halda sér í deildinni á næsta tímabili. Fylkir er ekki langt á eftir Viðstöðu og SAGA og haldi liðið rétt á rifflunum er aldrei að vita nema þeim takist að smeygja sér upp úr umspilssætinu þegar upp er staðið. Næstu leikir Hlé verður gert á Ljósleiðaradeildinni á meðan umspil fyrir Blast mótið fer fram næstu vikur en þegar deildin snýr aftur er dagskrá 10. umferðar eftirfarandi: TEN5ION–SAGA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 19:30 Þór–LAVA, þriðjudaginn 29. nóv., kl: 20:30 Fylkir–NÚ, fimmtudaginn 1. des., kl: 19:30 Ármann–Viðstöðu, fimmtudaginn 1. des., kl: 20:30 Dusty–Breiðablik, fimmtudaginn 1. des., kl: 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Dusty Þór Akureyri Ármann Breiðablik Fylkir Tengdar fréttir Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46 Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: Bl1ick nær ás og NÚ skellti sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það bl1ick í liði NÚ sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 11. nóvember 2022 10:46
Tilþrifin: Xeny vinnur lotuna einn á móti fjórum Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það xeny í liði Viðstöðu sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 9. nóvember 2022 10:44