„Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. Katar og Ekvador spila upphafsleik mótsins á sunnudagskvöldið og svo verða þrír til fjórir leikir á dag það sem eftir lifir næstu viku. England mætir til leiks á mánudaginn en samkvæmt fregnum í breskum fjölmiðlum mun Harry Kane, fyrirliði Englands, þar bera regnbogaarmband til stuðnings réttindum hinsegin fólks. Vinsamlegast, einbeitum okkur að fótboltanum! - Úr bréfi Gianni Infantino til þátttökuþjóða á HM Líkt og í grannlöndum Katar við Persaflóa er samkynhneigð ólögleg í ríkinu. Á dögunum stigu fram fórnarlömb pyntinga og ómannúðlegrar meðferðar katarskra yfirvalda, en það þurftu þau að þola einfaldlega vegna þess að þau eru hinsegin. Í september höfðu átta þjóðir sammælst um það að bera regnbogaarmbönd í Katar til stuðnings réttindum hinsegin fólks en bréfið sem Infantino sendi gaf til kynna að FIFA tæki ekki vel í slíkar stuðningsyfirlýsingar. Flest landanna hafa hætt við að bera böndin en enska knattspyrnusambandið er sagt ætla að standa á sínu, láta Kane bera bandið og taka á sig kostnaðinn af sektum FIFA vegna þeirrar óhlýðni. Forðast eigi að draga fótboltann inn í hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólítísku deilu sem fyrirfinnst. - Úr bréfi Gianni Infantino til þátttökuþjóða á HM Í bréfinu sem Infantino sendi á þjóðirnar segir enn fremur að HM sé ekki vettvangurinn til að taka pólitíska slagi. Ekki sé hægt að leysa öll heimsins vandamál á fótboltamóti sem þessu. En hvað ætli vaki fyrir Infantino með þessum bréfaskrifum? Mót spillingar Spilling í Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, var tekin vel fyrir í nýlega útgefinni heimildaþáttaseríu á Netflix sem ber heitið FIFA: Uncovered. Þar er spillingin rakin aftur til forsetatíðar Brasilíumannsins João Havelange sem var forseti sambandsins frá 1974 til 1998 og greint frá því hvernig græðgi og ótrúleg eiginhagsmunasemi æðstu stjórnenda sambandsins náði hámarki í forsetatíð arftaka hans Sepp Blatter á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Þá sérstaklega í kringum kjör á gestgjöfum HM 2018 og 2022. Rússland og Katar voru valin til að halda mótin af framkvæmdastjórn FIFA í desember 2010. 22 meðlimir framkvæmdastjórnarinnar kusu um gestgjafaréttinn og hafa þeir flestir ýmist verið sakaðir eða dæmdir fyrir spillingu. Mútugreiðslur, gasleiðslusamningar frá Katar til bæði Rússlands og Taílands, sjónvarpssamningar við katarska fjölmiðlaveldið beIN Sports og sala Frakklands á þotum til Katar er á meðal þess sem á að hafa haft áhrif á hvernig atkvæði féllu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tók til sinna ráða og handtók þónokkra meðlimi framkvæmdastjórnarinnar árið 2015 og þá neyddist Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA til að stíga til hliðar. Sömu sögu er að segja af forseta Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og handvöldum eftirmanni Blatters í embættið hjá FIFA, fyrrum fótboltastjörnunni Michel Platini. Óhætt er að segja að enginn hafi grætt meira á hneykslinu heldur en Svisslendingurinn Gianni Infantino, þáverandi aðalritari UEFA, sem tók stórt stökk upp á við og var kjörinn forseti FIFA í febrúar 2016. Neitar tengslum við Panama-skjölin Infantino hafði aðeins verið í starfi í rúma fjóra mánuði þegar hann var sakaður um að hafa brotið siðareglur FIFA. Skjal sem var lekið sýndi fram á ólögmæta eyðslu hans af fé sambandsins í föt, hótelgistingu og fleira til, en hann neitaði sök og málið var ekki rannsakað frekar af siðanefnd sambandsins. Hann var þá tengdur við óeðlilega samninga UEFA sem upplýst var um í Panama-skjölunum árið 2016. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009 við félagið Cross Trading sem borgaði 11 þúsund dollara fyrir réttinn og seldi hann svo strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Infantino neitaði sök og málið var ekki rannsakað frekar. Það mál var endurvakið í fjölmiðlum í vikunni en þýski miðillinn Süddeutsche Zeitung segir ný skjöl sýna fram á að Infantino, þá aðalritari UEFA, hafi flogið til New York á fund vegna þeirra samninga, en á þeim tíma hafi hann afvegaleitt UEFA um raunverulegan tilgang fundarins. Fundurinn sem hann sagðist hafa farið á í New York hafi raunverulega farið fram í gegnum fjarskiptaforrit áður en hann hélt vestur um haf. Þar hafi hann síðan fundað vegna samninganna við Cross Trading en sagt UEFA annað. Infantino hefur ekki viljað tjá sig við Süddeutsche síðustu daga, hvorki um samninginn né þær ástæður sem hann gaf UEFA fyrir fundinum. Breytingar í orði en ekki á borði Infantino var ætlað að hreinsa til hjá FIFA eftir skandalinn sem skók sambandið og tilkynnti um heljarinnar endurbætur á innviðum þess, með það fyrir augum að uppræta spillingu. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að auglýsa breytingar sem hafi ekki raunverulega tekið gildi. Karl-Heinz Rumminegge, þáverandi stjórnarformaður Bayern München, sagði Infantino til að mynda ekki uppfylla loforð sín um gagnsæi, lýðræði og betri stjórnarhætti. Tveir meðlimir stjórnarnefndar FIFA (e. FIFA Governance Committee) sem stofnuð var sem hluti þeirra endurbóta upp úr 2016, til þess að hafa eftirlit með stjórnarmönnum hjá sambandinu, birtu fyrr á þessu ári grein þar sem þeir segja fátt hafa breyst. Það er þrátt fyrir úttekt stjórnsýslusérfræðingsins Arnout Geeraert á alþjóðlegum íþróttasamböndum árið 2018 sem sýndi FIFA í töluvert betra ljósi en önnur stór alþjóðleg íþróttasambönd. Meðlimirnir tveir, þeir Miguel Maduro og Joseph Weiler, sögðu í greininni að ef stjórnarskrá Sóvetríkjanna fyrir fall Berlínarmúrsins yrði skoðuð af einhverjum sem þekkti ekki til myndi viðkomandi eflaust halda að um væri að ræða fyrirmyndarríki þar sem mannréttindi væru virt og stjórnarhættir góðir. En pappírinn endurspegli ekki alltaf raunveruleikann. Sömu sögu megi segja af FIFA eftir endurbæturnar sem farið var í árið 2016, allt líti vel út á pappír en að endurbótaaðgerðirnar hafi í raun skilað litlum breytingum og hafi einfaldlega brugðist. Reynsla þeirra af störfum hjá sambandinu, störf sem entust ekki lengi, hafi kennt þeim að FIFA geti ekki tekið sig sjálft í gegn, að valddreifing sé lítil, alltof mikið vald hvíli á toppi sambandsins og að sjálfstæðar eftirlitsnefndir, líkt og ofangreind stjórnarnefnd, fái í raun ekki sjálfstæði til að sinna sínum störfum, og kúltúrinn hafi haldist sá sami. Fær hæli í Katar Þá hefur Infantino verið sakaður um hagsmunaárekstur þar sem hann hafi, frá því að hann tók við, leyft bæði rússneskum og katörskum stjórnvöldum að greiða undir sig einkaflugvélar, tekið við alls kyns dekri og gjöfum frá ríkjunum í kringum heimsmeistaramótið 2018 og þess sem hefst nú á sunnudag. Rannsóknarnefnd FIFA fann ekkert að framkomu forsetans, sem væri aðeins að sinna sínum eðlilegu störfum í kringum mótin. Infantino hefur nýtt gestrisni Katara til hins ítrasta frá því á síðasta ári og flutti fjölskyldu sína búferlum til Persaflóaríkisins. Tvær dætur hans eru í katörskum skólum og þar býr hann nú með konu sinni og börnum. Forsaga þess er sú að Infantino og FIFA sættu rannsókn svissneskra yfirvalda vegna spillingar. Infantino átti sumarið 2020 leynilega fundi með ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, á hverjum sú rannsókn var til umræðu. Upp komst um fundina og Lauber bauðst til að segja upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði leynt ítrekuðum fundunum með Infantino fyrir samstarfsfólki og logið að yfirmönnum um rannsókn embættisins á FIFA. Fundurinn með ríkissaksóknara Sviss var fullkomnlega eðlilegur og löglegur. Hann brýtur ekki í bága við neitt. - Infantino árið 2020 um einn funda sinna með Lauber Svissneski miðillinn Blick upplýsti um flutninga Infantino til Katar í janúar á þessu ári en FIFA hafði þá neitað öllum slíkum sögusögnum um hríð. Miðillinn hefur eftir samstarfsfólki hans hjá sambandinu að hann sjáist sjaldan í Zürich, sem valdi mörgum í höfuðstöðvum FIFA hugarangri. Talsmenn FIFA segja eðlilegt að Infantino eyði svo miklum tíma í Katar, bæði til að sinna fjölskyldu sinni og aðstoða Katara í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram undan er. Það er þó einsdæmi að forseti FIFA flytji alfarið til gestgjafalands til þess eins að aðstoða við undirbúning móts. Sagan endurtekur sig Infantino sætir sakamálarannsókn svissneskra yfirvalda vegna fundanna með Lauber sem vekur enn frekari spurningar um samband hans við katörsk yfirvöld og ástæðurnar fyrir búferlaflutningum. Fundirnir með Lauber fóru allir fram á Hotel Schweizerhof í Bern, en hótelið er í eigu opinbers fjárfestingasjóðs Katar. Þá flaug hann á einn fundanna í einkaþotu vinar síns, Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírsins af Katar. Hagsmunir Infantino eru því orðnir samofnir þeim hjá katarska ríkinu. Hann vill ekki styggja þá sem hafa komið fram við hann líkt og konungborinn og björguðu honum úr bobbanum heima fyrir. Réttsýnt fólk hrökklast úr starfi hjá FIFA sem einkennist enn af sama eitraða kúltúrnum og allar þær breytingar sem náðst hafa í gegn hafa verið gerðar fyrir ásýndina eina saman. Rétt eins og forveri hans Blatter, neitar hann öllum ásökunum og afleiðingarnar eru engar. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi FIFA Fréttaskýringar Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti
Katar og Ekvador spila upphafsleik mótsins á sunnudagskvöldið og svo verða þrír til fjórir leikir á dag það sem eftir lifir næstu viku. England mætir til leiks á mánudaginn en samkvæmt fregnum í breskum fjölmiðlum mun Harry Kane, fyrirliði Englands, þar bera regnbogaarmband til stuðnings réttindum hinsegin fólks. Vinsamlegast, einbeitum okkur að fótboltanum! - Úr bréfi Gianni Infantino til þátttökuþjóða á HM Líkt og í grannlöndum Katar við Persaflóa er samkynhneigð ólögleg í ríkinu. Á dögunum stigu fram fórnarlömb pyntinga og ómannúðlegrar meðferðar katarskra yfirvalda, en það þurftu þau að þola einfaldlega vegna þess að þau eru hinsegin. Í september höfðu átta þjóðir sammælst um það að bera regnbogaarmbönd í Katar til stuðnings réttindum hinsegin fólks en bréfið sem Infantino sendi gaf til kynna að FIFA tæki ekki vel í slíkar stuðningsyfirlýsingar. Flest landanna hafa hætt við að bera böndin en enska knattspyrnusambandið er sagt ætla að standa á sínu, láta Kane bera bandið og taka á sig kostnaðinn af sektum FIFA vegna þeirrar óhlýðni. Forðast eigi að draga fótboltann inn í hverja einustu hugmyndafræðilegu eða pólítísku deilu sem fyrirfinnst. - Úr bréfi Gianni Infantino til þátttökuþjóða á HM Í bréfinu sem Infantino sendi á þjóðirnar segir enn fremur að HM sé ekki vettvangurinn til að taka pólitíska slagi. Ekki sé hægt að leysa öll heimsins vandamál á fótboltamóti sem þessu. En hvað ætli vaki fyrir Infantino með þessum bréfaskrifum? Mót spillingar Spilling í Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, var tekin vel fyrir í nýlega útgefinni heimildaþáttaseríu á Netflix sem ber heitið FIFA: Uncovered. Þar er spillingin rakin aftur til forsetatíðar Brasilíumannsins João Havelange sem var forseti sambandsins frá 1974 til 1998 og greint frá því hvernig græðgi og ótrúleg eiginhagsmunasemi æðstu stjórnenda sambandsins náði hámarki í forsetatíð arftaka hans Sepp Blatter á fyrsta áratug 21. aldarinnar. Þá sérstaklega í kringum kjör á gestgjöfum HM 2018 og 2022. Rússland og Katar voru valin til að halda mótin af framkvæmdastjórn FIFA í desember 2010. 22 meðlimir framkvæmdastjórnarinnar kusu um gestgjafaréttinn og hafa þeir flestir ýmist verið sakaðir eða dæmdir fyrir spillingu. Mútugreiðslur, gasleiðslusamningar frá Katar til bæði Rússlands og Taílands, sjónvarpssamningar við katarska fjölmiðlaveldið beIN Sports og sala Frakklands á þotum til Katar er á meðal þess sem á að hafa haft áhrif á hvernig atkvæði féllu. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, tók til sinna ráða og handtók þónokkra meðlimi framkvæmdastjórnarinnar árið 2015 og þá neyddist Sepp Blatter, þáverandi forseti FIFA til að stíga til hliðar. Sömu sögu er að segja af forseta Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og handvöldum eftirmanni Blatters í embættið hjá FIFA, fyrrum fótboltastjörnunni Michel Platini. Óhætt er að segja að enginn hafi grætt meira á hneykslinu heldur en Svisslendingurinn Gianni Infantino, þáverandi aðalritari UEFA, sem tók stórt stökk upp á við og var kjörinn forseti FIFA í febrúar 2016. Neitar tengslum við Panama-skjölin Infantino hafði aðeins verið í starfi í rúma fjóra mánuði þegar hann var sakaður um að hafa brotið siðareglur FIFA. Skjal sem var lekið sýndi fram á ólögmæta eyðslu hans af fé sambandsins í föt, hótelgistingu og fleira til, en hann neitaði sök og málið var ekki rannsakað frekar af siðanefnd sambandsins. Hann var þá tengdur við óeðlilega samninga UEFA sem upplýst var um í Panama-skjölunum árið 2016. Infantino skrifaði undir samning um sölu á sýningarrétti á Meistaradeild Evrópu í Ekvador frá 2006 til 2009 við félagið Cross Trading sem borgaði 11 þúsund dollara fyrir réttinn og seldi hann svo strax áfram fyrir 311 þúsund dollara. Infantino neitaði sök og málið var ekki rannsakað frekar. Það mál var endurvakið í fjölmiðlum í vikunni en þýski miðillinn Süddeutsche Zeitung segir ný skjöl sýna fram á að Infantino, þá aðalritari UEFA, hafi flogið til New York á fund vegna þeirra samninga, en á þeim tíma hafi hann afvegaleitt UEFA um raunverulegan tilgang fundarins. Fundurinn sem hann sagðist hafa farið á í New York hafi raunverulega farið fram í gegnum fjarskiptaforrit áður en hann hélt vestur um haf. Þar hafi hann síðan fundað vegna samninganna við Cross Trading en sagt UEFA annað. Infantino hefur ekki viljað tjá sig við Süddeutsche síðustu daga, hvorki um samninginn né þær ástæður sem hann gaf UEFA fyrir fundinum. Breytingar í orði en ekki á borði Infantino var ætlað að hreinsa til hjá FIFA eftir skandalinn sem skók sambandið og tilkynnti um heljarinnar endurbætur á innviðum þess, með það fyrir augum að uppræta spillingu. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir að auglýsa breytingar sem hafi ekki raunverulega tekið gildi. Karl-Heinz Rumminegge, þáverandi stjórnarformaður Bayern München, sagði Infantino til að mynda ekki uppfylla loforð sín um gagnsæi, lýðræði og betri stjórnarhætti. Tveir meðlimir stjórnarnefndar FIFA (e. FIFA Governance Committee) sem stofnuð var sem hluti þeirra endurbóta upp úr 2016, til þess að hafa eftirlit með stjórnarmönnum hjá sambandinu, birtu fyrr á þessu ári grein þar sem þeir segja fátt hafa breyst. Það er þrátt fyrir úttekt stjórnsýslusérfræðingsins Arnout Geeraert á alþjóðlegum íþróttasamböndum árið 2018 sem sýndi FIFA í töluvert betra ljósi en önnur stór alþjóðleg íþróttasambönd. Meðlimirnir tveir, þeir Miguel Maduro og Joseph Weiler, sögðu í greininni að ef stjórnarskrá Sóvetríkjanna fyrir fall Berlínarmúrsins yrði skoðuð af einhverjum sem þekkti ekki til myndi viðkomandi eflaust halda að um væri að ræða fyrirmyndarríki þar sem mannréttindi væru virt og stjórnarhættir góðir. En pappírinn endurspegli ekki alltaf raunveruleikann. Sömu sögu megi segja af FIFA eftir endurbæturnar sem farið var í árið 2016, allt líti vel út á pappír en að endurbótaaðgerðirnar hafi í raun skilað litlum breytingum og hafi einfaldlega brugðist. Reynsla þeirra af störfum hjá sambandinu, störf sem entust ekki lengi, hafi kennt þeim að FIFA geti ekki tekið sig sjálft í gegn, að valddreifing sé lítil, alltof mikið vald hvíli á toppi sambandsins og að sjálfstæðar eftirlitsnefndir, líkt og ofangreind stjórnarnefnd, fái í raun ekki sjálfstæði til að sinna sínum störfum, og kúltúrinn hafi haldist sá sami. Fær hæli í Katar Þá hefur Infantino verið sakaður um hagsmunaárekstur þar sem hann hafi, frá því að hann tók við, leyft bæði rússneskum og katörskum stjórnvöldum að greiða undir sig einkaflugvélar, tekið við alls kyns dekri og gjöfum frá ríkjunum í kringum heimsmeistaramótið 2018 og þess sem hefst nú á sunnudag. Rannsóknarnefnd FIFA fann ekkert að framkomu forsetans, sem væri aðeins að sinna sínum eðlilegu störfum í kringum mótin. Infantino hefur nýtt gestrisni Katara til hins ítrasta frá því á síðasta ári og flutti fjölskyldu sína búferlum til Persaflóaríkisins. Tvær dætur hans eru í katörskum skólum og þar býr hann nú með konu sinni og börnum. Forsaga þess er sú að Infantino og FIFA sættu rannsókn svissneskra yfirvalda vegna spillingar. Infantino átti sumarið 2020 leynilega fundi með ríkissaksóknara Sviss, Michael Lauber, á hverjum sú rannsókn var til umræðu. Upp komst um fundina og Lauber bauðst til að segja upp störfum eftir að í ljós kom að hann hafði leynt ítrekuðum fundunum með Infantino fyrir samstarfsfólki og logið að yfirmönnum um rannsókn embættisins á FIFA. Fundurinn með ríkissaksóknara Sviss var fullkomnlega eðlilegur og löglegur. Hann brýtur ekki í bága við neitt. - Infantino árið 2020 um einn funda sinna með Lauber Svissneski miðillinn Blick upplýsti um flutninga Infantino til Katar í janúar á þessu ári en FIFA hafði þá neitað öllum slíkum sögusögnum um hríð. Miðillinn hefur eftir samstarfsfólki hans hjá sambandinu að hann sjáist sjaldan í Zürich, sem valdi mörgum í höfuðstöðvum FIFA hugarangri. Talsmenn FIFA segja eðlilegt að Infantino eyði svo miklum tíma í Katar, bæði til að sinna fjölskyldu sinni og aðstoða Katara í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem fram undan er. Það er þó einsdæmi að forseti FIFA flytji alfarið til gestgjafalands til þess eins að aðstoða við undirbúning móts. Sagan endurtekur sig Infantino sætir sakamálarannsókn svissneskra yfirvalda vegna fundanna með Lauber sem vekur enn frekari spurningar um samband hans við katörsk yfirvöld og ástæðurnar fyrir búferlaflutningum. Fundirnir með Lauber fóru allir fram á Hotel Schweizerhof í Bern, en hótelið er í eigu opinbers fjárfestingasjóðs Katar. Þá flaug hann á einn fundanna í einkaþotu vinar síns, Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírsins af Katar. Hagsmunir Infantino eru því orðnir samofnir þeim hjá katarska ríkinu. Hann vill ekki styggja þá sem hafa komið fram við hann líkt og konungborinn og björguðu honum úr bobbanum heima fyrir. Réttsýnt fólk hrökklast úr starfi hjá FIFA sem einkennist enn af sama eitraða kúltúrnum og allar þær breytingar sem náðst hafa í gegn hafa verið gerðar fyrir ásýndina eina saman. Rétt eins og forveri hans Blatter, neitar hann öllum ásökunum og afleiðingarnar eru engar.