Hefði íslenskan lifað af á kálfskinni? Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson skrifar 16. nóvember 2022 16:00 Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með dag íslenskrar tungu, kæru lesendur. Við hjá Blindrafélagi Íslands viljum nota daginn til að koma á framfæri óskum okkar um að íslensk stjórnvöld að tryggi að blindu og sjónskertu fólki verði gert kleift að nota íslensku í daglegum störfum sínum. Einhver gæti nú haldið að þetta væri fremur sjálfsögð krafa og tækniframfarir undanfarinna hefðu bætt aðgengi blindra og sjónskertra. Málið er þó flóknara en svo. Útilokum ekki blint og sjónskert fólk frá íslensku Fyrir blint og sjónskert fólk, sem reiðir sig mjög á talgervlaraddir og skjálesara í öllu sínu lífi og núorðið einnig raddstýringu, skiptir það öllu máli að tæki skilji íslenskt tungumál. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar til góðs fyrir blinda og sjónskerta. En í þessari tækni felast þó einnig miklar ógnanir ef stjórnvöld sjá ekki til þess að tækin skilji tungumál samfélagsins sem það býr í. Fólk getur almennt ekki verið á vinnumarkaði án þess að geta sótt sér rafrænar upplýsingar, tekið þátt í stafrænum samskiptum og stundað bankaviðskipti í gegnum netið svo dæmi séu nefnd. Stjórnvöld verða að gæta að því að þær tækniframfarir sem felast í raddstýringum og vélröddum, og helst er horft til við þróun tækja í dag, verði til þess að greiða aðgang fólks að upplýsingum og þátttöku í samfélaginu en útiloki það ekki frá þeim. Það eru sjálfsögð mannréttindi að geta tekið þátt í stafrænu samfélagi, án þess að þurfa að afsala sér sínu eigin tungumáli í þeirri þátttöku. Íslenska er langt á eftir öðrum tungumálum þegar kemur að tæknilausnum, og ef hægt verður á þróun og viðhaldi lausna er hætta á að nauðsynleg tæknin verði mörgum ónothæf í framtíðinni. Það er áhyggjuefni þegar samkvæmt stefnumörkun ríkisstjórnarinnar er verið að færa meira af allri almennri þjónustu við almenning í stafrænar lausnir. Þetta getur dregið úr sjálfstæði og virkni einstaklinga sem þurfa að geta nýtt sér tækni til að geta sinnt sínum daglegu þörfum sjálfir og lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Bylting prentlistarinnar og bylting raddstýringarinnar Ég er sannfærður um að framtíð íslenskunnar er björt svo lengi sem við gætum þess að hún fylgi okkur inn í nýja tíma og tækni. Við getum ímyndað okkur hver framtíð tungumálsins okkar hefði verið ef ekki hefði verið hægt að nýta það á prenti. Okkar fagra tunga hefði átt að lifa af á kálfskinni en ekki fylgt okkur áfram eftir uppfinningu Gutenbergs prentlistarinnar, slíkar nýjungar væru bara fyrir stærri tungumál. Nú stendur yfir önnur bylting á miðlun tungumálsins. Með sjálfvirknivæðingu, þróun gervigreindar og frekari nýtingu á raddstýringu tækja hafa orðið byltingarkenndar breytingar í samfélagi okkar og tungumálið okkar þarf að fylgja þessum tækniframförum. Þær bíða ekki eftir næstu fjárlögum eða áhuga stjórnmálamanna, þær eru í gangi núna. Fjármunum kastað á glæ Til þess að svo megi verða er lykilatriði að staðið verði við fjármögnun aðgerðaáætlunar stjórnvalda um máltækni sem samið hefur verið um við framkvæmdaraðila. Enn vantar íslensku í mikið af stoðbúnaði og lausnum fyrir fatlað fólk, og því er afar mikilvægt að halda áfram á þeirri góðu vegferð sem máltækniverkefnið hefur verið á og byggja enn fremur undir áframhaldandi árangur þess. Mikilli orku og fjármunum hefur verið varið í máltækni undanfarin ár sem hafa byggt upp öflugan grunn og þekkingu meðal starfsfólks sem svo hafa skapað mikilvæg tækifæri frumkvöðla. Verði skorið jafn mikið niður í þróun máltækni á Íslandi og til stefnir í núverandi fjárlagafrumvarpi verður miklum verðmætum kastað á glæ og starfsfólk sem hefur sérhæft sig í þróun þess mun að stórum hluta hverfa til annarra verkefna með tilheyrandi spekileka. Tækniframfarir sem eru okkur nauðsynlegar er nýtast öllum hinum líka Blindrafélagið hefur miklar áhyggjur af stöðu íslenskra talgervilsradda í dag og í komandi framtíð. Verði fjárlagafrumvarpið sem nú liggur fyrir samþykkt óbreytt mun það verða til þess að ekki er hægt að vinna að nauðsynlegum máltæknilausnum sem gera blindu og sjónskertu fólki mögulegt að stunda vinnu og nálgast sjálfsagðar upplýsingar án aðstoðar. Þessar lausnir eru algjörlega nauðsynlegar þeim hópi sem mun vaxa mjög á næstu árum samhliða öldrun þjóðarinnar en gagnast auk þess öllum öðrum sem nýta þessi tæki. Höfundur er formaður Blindrafélags Íslands.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun