Athugasemdir Bankasýslunnar „allrar athygli verðar“ og varpi mögulega ljósi á að vinna Ríkisendurskoðunar þarfnist skoðunar Snorri Másson skrifar 17. nóvember 2022 12:02 Hildur Sverrisdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að athugasemdir Bankasýslunnar við vinnubrögð Ríkisendurskoðunar geti bent til þess að hún þarfnist skoðunar, en þó sé ekki nauðsynlegt að efna til frekari rannsóknar eða úttektar á bankasölunni á þessu stigi. Margrét Seema Takyar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ef athugasemdir Bankasýslu ríkisins við skýrslu Ríkisendurskoðunar reynist réttar hafi ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur ekki ástæðu til að efast um fagleg vinnubrögð ríkisendurskoðunar. Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Bankasýsla ríkisins hefur gert margvíslegar og alvarlegar athugasemdir í fimmtíu síðna skjali við umfjöllun Ríkisendurskoðunar um störf Bankasýslunnar við söluna á Íslandsbanka. Á meðal þess sem Bankasýslan gagnrýnir eru til dæmis ummæli ríkisendurskoðanda fyrir útgáfu skýrslunnar um að hún muni vekja athygli. Bankasýslan segir að ef Ríkisendurskoðandi hefði tekið meira mið af athugasemdum Bankasýslunnar við skýrsluna hefði skýrslan vakið litla sem enga athygli - og þar með ekki staðið undir væntingunum sem ríkisendurskoðandi hafði skapað. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir að athugasemdir Bankasýslunnar séu allrar athygli verðar og að ef þær reynist réttar hafi Ríkisendurskoðandi ekki staðið nógu faglega að skýrslugerð sinni. Telurðu þá að úttekt ríkisendurskoðunar kunni þá að reynast ófullnægjandi? „Það mun bara koma í ljós. En stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd mun á næstu vikum rýna þessa skýrslu, við munum fá fjölda umsagna, meðal annars þessar athugasemdir Bankasýslunnar sem eru umfangsmiklar og varpa mögulega ljósi á að það séu þættir í vinnu Ríkisendurskoðunar sem þarfnist skoðunar,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Eins og málið blasir við núna, telurðu að það muni þurfa frekari rannsóknir eða frekari úttektir á þessu? „Ekki eins og staðan er núna, nei.“ Velji orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi á þingfundi í morgun að Hildur velji með þessu, eins og hann orðar það, orð Bankasýslunnar fram yfir orð Ríkisendurskoðunar. Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar, formaður nefndarinnar, segir best að segja sem minnst á þessu stigi. Fram undan sé meiri vinna í nefndinni við að athuga málið, en að eðlilegt sé þó að Bankasýslan geri athugasemdir við skýrsluna. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingar, er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir/Vilhelm „Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málinu og að sjálfsögðu er það þannig í þessu frekar umdeilda máli að það hlýtur að vera þannig að framkvæmdaraðilinn sem starfaði í skjóli og samkvæmt umboði ráðherrans hafi eitthvað að segja um skýrsluna,“ segir Þórunn í samtali við fréttastofu. Þú telur ekki að ástæða sé til þess núna að efast um fagleg vinnubrögð hjá Ríkisendurskoðun? „Að sjálfsögðu ekki,“ segir Þórunn.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Íslenskir bankar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira