Sóun er dottin úr tísku! Hugrún Geirsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar