Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2022 17:05 Sergeio Surovikin og Vladimír Pútin árið 2017. EPA/ALEXEI DRUZHININ Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Í kjölfar undanhaldsins frá Kherson sagði Varnarmálaráðuneyti Rússlands að um þrjátíu þúsund hermenn hefðu verið fluttir af vesturbakkanum. Þar á meðal eiga að hafa verið bestu og reyndustu hersveitir Rússa, sem höfðu verið fluttar til héraðsins í sumar. Reuters segir að hluti af þessum þrjátíu þúsund hermönnum hafi verið fluttir til austurhluta Úkraínu þar sem harðir bardagar eru sagðir geysa víða. Fregnir hafa þó ekki borist af því að Rússum hafi tekist að sækja fram gegn Úkraínumönnum í austri, svo máli skiptir. Lítið er vitað um raunverulegt ástand þessara hersveita en þær munu hafa verið á víglínum í Kherson án hvíldar í marga mánuði. Rússar hafa lagt mikið púður í að ná Donbas svæðinu svokallaða í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa þó lítið sem ekkert sótt fram um mánaðaskeið. Úkraínumenn segja að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fjölgað mjög í austurhluta landsins. Minnst fjögur hundruð árásir hefðu verið gerðar á svæðinu í gær og hart væri barist. Sjá einnig: Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vilja árangur Fréttaveitan segir að heima fyrir sé þrýst á Surovikin og sá þrýstingur snúi bæði að því að rússneski herinn eigi að ná árangri í austurhluta Úkraínu og að halda áfram eldflaugaárásum á innviði Úkraínu og jafnvel auka umfang þeirra árása. Þessi þrýstingur er sagður koma frá ráðamönnum í Moskvu, fjölmiðlafólki og rússneskum herbloggurum, sem eru margir tiltölulega vinsælir. Þegar Surovikin var settur yfir innrásina alla þann 8. október var það fyrsta sinn sem slíkt var gert. Innrásin hafði ekki haft einn yfirmann þar til þá en kenningar voru uppi um að Vladimír Pútín, forseti, hefði ekki viljað gefa neinum herforingja svo mikil völd. Reuters hefur eftir sérfræðingum að Surovikin hafi haft áhrif á rússneska herinn og að agi virðist hafa aukist meðal rússneskra hermanna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46 Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46 Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34 Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Uppgjöf varð að blóðbaði Ráðamenn í Rússlandi hafa á undanförnum dögum sakað úkraínska hermenn um stríðsglæp í austurhluta Úkraínu þar sem minnst ellefu rússneskir hermenn voru skotnir til bana. Hermennirnir voru umkringdir og að gefast upp þegar þeir voru skotnir af stuttu færi, eftir að einn þeirra skaut á Úkraínsku hermennina. 21. nóvember 2022 13:46
Benda hvor á annan eftir sprengingar við kjarnorkuverið Rússar og Úkraínumenn benda hvorir á aðra eftir að sprengingar urðu við kjarnorkuverið Zaporizhzhia í Úkraínu og svæði í kringum það í dag og í gær. Úkraínumenn segja Rússa hafa ætlað sér að koma í veg fyrir raforkuframleiðslu. Rússar segja að kjarnorkuverið hafi orðið fyrir árásum af völdum úkraínska hersins. 20. nóvember 2022 14:46
Selenskí segir tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns Volodómír Selenskí Úkraínuforseti segir að linnulausar árásir Rússa á innviði landsins hafi gert það að verkum að nú séu tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns. 18. nóvember 2022 07:34
Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. 17. nóvember 2022 09:43