Grótta nörruð til að leigja ungmennum veislusal Árni Sæberg skrifar 26. nóvember 2022 14:26 Lögreglan stöðvaði bjórkvöld menntaskólanema sem haldið var í veislusal í íþróttamiðstöð Seltjarnarness. Vísir/Arnar Íþróttafélagið Grótta segist leggja sig fram við að leigja veislusal félagsins ekki ungmennum sem ekki hafa náð áfengiskaupaaldri. Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í salnum í gær. Félagið segir 23 ára einstakling hafa leigt salinn og lofað að allir gestir yrðu tvítugir eða eldri. Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum. Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því að mikil ölvun hafi verið á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum sextán til sautján ára hafi verið meðal gesta. Heimildir Vísis herma að menntaskólanemi á höfuðborgarsvæðinu hafi staðið fyrir bjórkvöldinu en þangað hafi fjölmennt menntaskólanemar úr ýmsum skólum á höfuðborgarsvæðinu. Í yfirlýsingu Gróttu á Facebook segir að félagið hafi atvikið til skoðunar. „Í þessu tilviki var um að ræða 23 ára einstakling sem leigði salinn og taldi starfsfólki félagsins trú um að viðkomandi ætlaði að halda samkvæmi fyrir sig og sína vini sem væru öll eldri en 20 ára. Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir félagið. Ekki í fyrsta skipti Í yfirlýsingunni segir að félagið hafi áður lent í því að veiti rangar upplýsingar og að félagið hafi lagt sig fram við að fyrirbyggja atvik sem þetta með því að hækka aldur þeirra sem mega leigja út salinn og reynt að fullvissa sig um að ekki sé verið að fara á svig við reglur félagsins. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað,“ segir félagið. Harma atvikið Þá segir að starfsfólk og sjálfboðaliðar Gróttu harmi atvikið og að hafa brugðist trausti Seltirninga. „Það er það síðasta sem við viljum og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að fyrirbyggja að atvik sem þetta endurtaki sig,“ segir að lokum.
Grótta Seltjarnarnes Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05