Kötturinn Diego þarf að dvelja nokkra daga á spítala eftir umferðarslys Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2022 20:16 Kötturinn sem þjóðin elskar, Diego, varð fyrir bíl í gærmorgun og er nokkuð slasaður. Hulda Sigrún Einn frægasti köttur landsins, sem er fastagestur í Skeifunni og státar af þúsundum aðdáenda á Facebook, stórslasaðist í umferðarslysi í Skeifunni í gær. Vinir hans úr verslunum Skeifunnar biðja fyrir góðum bata og hundruð þúsunda hafa safnast í sjóð til að hjálpa eigendum hans við dýralæknakostnað. Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra. Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Það er óhætt að segja að kötturinn Diego sé sá frægasti og jafnvel ástsælasti á landinu. Hann fór að vekja athygli á hverfissíðum á Facebook fyrir nokkrum árum fyrir að vera ólarlaus á vappi sínu um Skeifuna og höfðu margir áhyggjur af því að þarna væri týndur köttur á ferli. Svo er ekki, Diego á fjölskyldu í 108 Reykjavík. Aðdáendahópur Diegos hefur stækkað ört og eru nú tæplega tíu þúsund eru í Facebook-aðdáendahópnum Spottaði Diego. Diego hefur vanið komu sína í Skeifuna undanfarin ár og meðal annars heimsótt Hagkaup og A4. Nú hefur hins vegar orðið hlé þar á. Diego lenti í umferðaróhappi í gær. Og kveðjur frá aðdáendum hafa hrannast inn. Eigandi Diegós segir í samtali við fréttastofu að hann sé illa haldinn. Með rifna vöðva, slitin liðbönd, ljót sár á fæti og hann hafi dottið úr lið. Diegó undirgekkst aðgerð í gær sem gekk vel en þarf að dvelja nokkra daga á dýraspítala og gangast undir aðra aðgerð. Dýralæknakostnaður hefur því hrannast upp en vinir Diegós hafa ekki látið sitt hjá liggja og stofnað styrktarreikning. A4 og Dominos, verslanirnar tvær sem Diego heimsækir hvað mest hafa lagt hundrað þúsund krónur hvor til lækniskostnaðarins. Þegar þetta er skrifað hafa safnast um fjögur hundruð þúsund krónur fyrir Diego. Hefur fólk verið að spyrja útí Diego í dag? „Já, fólk hefur erið að koma og spyrja um hann. Hvort við höfum einhverjar fleiri fréttir að færa og það hafa mjög margir komið og spurt um hann,“ segir Kristín Rut Sigurbjörnsdóttir, vaktstjóri í A4 í Skeifunni. Samfélagið í Skeifunni muni sakna Diego næstu daga. „Hann er stór hluti af þessu lífi í Skeifunni og bara mjög sorglegt ða vita af því að við munum ekki hitta hann á næstu dögum. Hann er mjög duglegur að koma að heimsækja okkur og vera hérna hjá okkur. Við bara biðjum fallega til hans og vonum að allt gangi sem best.“ Að neðan má sjá umfjöllun um Diego þegar fréttastofa leit til hans í A4 í fyrra.
Dýr Reykjavík Kettir Gæludýr Samgönguslys Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira