Móttaka flóttamanna á Austurlandi gengur einstaklega vel Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. nóvember 2022 14:03 Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings, sem er mjög ánægð með hvernig til hefur tekist með móttöku flóttamanna á Austurlandi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttamönnum frá Úkraínu, sem búa nú á Eiðum býðst nú allskonar atvinna á Austurlandi. Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vonar að fólkið verði ekki lengi á Eiðum, heldur komi inn í samfélagið, sem fyrst, hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð. Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í dag eru um 30 flóttamenn búsettir á Eiðum. Móttaka fólksins hefur tekist einstaklega vel og mikil ánægja hjá fólkinu sjálfu með allan aðbúnað á staðnum. Jónína Brynjólfsdóttir, segir næga atvinnu fyrir flóttafólkið að hafa á Austurlandi. „Ég veit ekki betur en að fyrirtæki hér á svæðinu séu búin að vera að taka flóttamennina okkar í viðtöl hist og her því mér skilst að þeim standi margvísleg atvinna í boði því hér er gríðarlegur skortur á vinnuafli. Þannig að ég held að flestir atvinnurekendur hafi tekið þeim fagnandi og hér standi til boða atvinna og mögulegt húsnæði þannig að það eru vonir okkar að þau staldri ekki lengi við á Eiðum heldur komi sem fyrst inn í samfélögin okkur hvort sem það er í Múlaþingi eða Fjarðabyggð,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, forseti sveitarstjórnar Múlaþings. Jónína segir að sveitarstjórnarfólk sé mjög stolt af móttöku flóttamannanna á Eiðum. „Við erum bara vongóð um það að þau komist hér inn í samfélagið. Auðvitað eru áskoranir, sem fylgja þessu. Það er mikilvægt að við höldum vel utan um þá sem koma og að við tökum ekki að okkur allt of marga, sem sum sveitarfélög hafa verið að lenda í. Við viljum að þau aðlagist samfélaginu, það er verkefni, það er ekki nóg að þau fái atvinnu, það þarf að fylgja þeim eftir víðs vegar. Það þarf að koma þeim á tungumálanámskeið og annað og það er bara verkefni, sem við stöndum frammi fyrir núna og erum að vinna í.“ Og þið eruð tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum eða? „Já, já, við treystum okkur til að taka á móti fleirum en við setjum þann fyrirvara á að við viljum gera það vel og þá þýðir það að við tökum ekki allt of marga og ekki allt of geyst.“ Flóttamennirnir eru smátt og smátt að aðlaga sig að samfélaginu á Austurlandi, til dæmis í Múlaþingi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Flóttafólk á Íslandi Múlaþing Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira