Helvítis jólakokkurinn: Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. desember 2022 16:00 Þættirnir Helvítis jólakokkurinn verða sýndir vikulega á Vísi og Stöð 2+ fram að jólum. Stöð 2 Ívar Örn Hansen, betur þekktur sem Helvítis kokkurinn, er kominn í jólaskap. Hann ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ fram á jólum. Matreiðsluþátturinn Helvítis jólakokkurinn verður sýndur vikulega fram að jólum. Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Fyrsta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni. Klippa: Helvítis jólakokkurinn - Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Djúsi kofareykt hangilæri 1 Kofareykt hangilæri frá Kjarnafæði Vatn Aðferð: Setjið hangilæri í pott , látið fljóta yfir með köldu vatni, setjið pott á eldavél og sjóðið varlega í 45 mín. Takið pott af eldavél og leggið til hliðar með lokið á. Láta standa í potti með loki á í 24 klst , takið úr vökva og skerið í fallegar sneiðar. Pakkið kjöti í smjörpappír og álpappír til að geyma í kæli Sýrðar rauðrófur með anis 1 stór rauðrófa skorinn í teninga 3 dl eplaedik 2 dl vatn 1 dl sykur 1 tsk salt 2-3 Kanilstangir 1 msk Piparkorn Aðferð: Sjóðið saman allt nema rauðrófur í 10 mín á rólegum hita. Skerið rauðrófur í tenginga og sjóðið í 10 mínútur. Slökkvið undir potti og geymið til hliðar. Uppstúfur 1 msk smjör 2 msk hveiti 350 ml mjólk Pipar Salt múskat á hnífsoddi 1 msk sykur ½ dós grænar baunir 900 gr forsoðnar kartöflur vatn Aðferð: Setjið smjörið í pott og bræðið. Hrærið hveiti saman við og myndið smjörbollu. Hellið mjólk rólega útí og hrærið stöðugt. Sjóðið í 2-3 mín og bætið svo sykri og múskati útí. Bragðbætið með salti og pipar. Hitið kartöflur í vatni eða í örbylgjuofni, hellið vökva frá og blandið kartöflum og baunum út í. Hitið aðeins fyrir mat. Bakaður laukur í rauðrófusýru 3 rauðlaukar Sýrusafi af rauðrófum Aðferð: Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Skerið lauk í helming og leggið í fatið, skurðinn niður. Hellið sýrusafanum yfir lauk og bakið á 175°í 30 mín. Alla eldri þætti frá Helvítis kokkinum má finna á Stöð 2 + og hér á Vísi. Jól Matur Helvítis kokkurinn Helvítis jólakokkurinn Hangikjöt Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Matreiðsluþátturinn Helvítis jólakokkurinn verður sýndur vikulega fram að jólum. Líkt og fyrri þættir Ívars eru þeir fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Fyrsta þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan en uppskriftirnar má finna neðar í fréttinni. Klippa: Helvítis jólakokkurinn - Djúsi kofareykt hangilæri með uppstúf, kartöflum og bökuðum lauk Djúsi kofareykt hangilæri 1 Kofareykt hangilæri frá Kjarnafæði Vatn Aðferð: Setjið hangilæri í pott , látið fljóta yfir með köldu vatni, setjið pott á eldavél og sjóðið varlega í 45 mín. Takið pott af eldavél og leggið til hliðar með lokið á. Láta standa í potti með loki á í 24 klst , takið úr vökva og skerið í fallegar sneiðar. Pakkið kjöti í smjörpappír og álpappír til að geyma í kæli Sýrðar rauðrófur með anis 1 stór rauðrófa skorinn í teninga 3 dl eplaedik 2 dl vatn 1 dl sykur 1 tsk salt 2-3 Kanilstangir 1 msk Piparkorn Aðferð: Sjóðið saman allt nema rauðrófur í 10 mín á rólegum hita. Skerið rauðrófur í tenginga og sjóðið í 10 mínútur. Slökkvið undir potti og geymið til hliðar. Uppstúfur 1 msk smjör 2 msk hveiti 350 ml mjólk Pipar Salt múskat á hnífsoddi 1 msk sykur ½ dós grænar baunir 900 gr forsoðnar kartöflur vatn Aðferð: Setjið smjörið í pott og bræðið. Hrærið hveiti saman við og myndið smjörbollu. Hellið mjólk rólega útí og hrærið stöðugt. Sjóðið í 2-3 mín og bætið svo sykri og múskati útí. Bragðbætið með salti og pipar. Hitið kartöflur í vatni eða í örbylgjuofni, hellið vökva frá og blandið kartöflum og baunum út í. Hitið aðeins fyrir mat. Bakaður laukur í rauðrófusýru 3 rauðlaukar Sýrusafi af rauðrófum Aðferð: Setjið bökunarpappír í ofnskúffu. Skerið lauk í helming og leggið í fatið, skurðinn niður. Hellið sýrusafanum yfir lauk og bakið á 175°í 30 mín. Alla eldri þætti frá Helvítis kokkinum má finna á Stöð 2 + og hér á Vísi.
Jól Matur Helvítis kokkurinn Helvítis jólakokkurinn Hangikjöt Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Segir engin jól án sörubaksturs Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira