„Ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 09:31 Kristján Örn Kristjánsson verður að líkindum ekki með í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Kristján Örn Kristjánsson, skytta í liði PAUC frá Frakklandi sem tekur á móti Val í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld, segir að hans menn búist fastlega við sigri. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira
Kristján segir það hafa komið sér á óvart hversu vel Valsmenn hafi staðið í þýska liðinu Flensburg í síðustu viku en þar vann Flensburg 37-32 sigur eftir að munurinn hafði lengst af verið minni. PAUC tapaði með sama mun, 30-25, fyrir Flensburg fyrr í riðlakeppninni. PAUC er því í sömu stöðu og Valur, með fjögur stig úr þremur leikjum, en þó eiga þeir frönsku að vinna leikinn samkvæmt Kristjáni Erni, eða Donna, eins og hann er gjarnan kallaður. „Þetta er bara skyldusigur hjá okkur. Við, eða ég, er búinn að vera að hugsa um þennan leik í töluvert langan tíma og ég segi að við eigum að vinna leikinn. Mér fannst Valur koma á óvart á móti Flensburg og stóðu sig vel en svo kláruðu Flensburg þetta í seinni hálfleik,“ segir Donni. „Ég held að við getum gert það líka, en ég held þetta verði mjög spennandi - í fyrri hálfleik,“. Þurfa að draga úr hraðanum Hraðar aðgerðir og hátt tempo í leik Valsmanna hefur vakið athygli í keppninni og reynst þeim mikilvægt vopn. Donni segir Frakkana meðvitaða um það og að lið PAUC muni þurfa að hægja á leiknum, fremur en að mæta hraða Vals í sömu mynt. „Ég held að við munum reyna að hægja aðeins á leiknum. Við erum ekki með eins lið og Valsarar upp á hraðann að gera og að fara upp í sókn. Við þurfum alltaf að skipta á mönnum í sókn og vörn,“ segir Donni. Fjölmargir núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn eru á mála hjá PAUC og segir Donni liðið hafa gæðin til að vinna leik kvöldsins. „Þannig að við erum ekki með hraðann eins og Valsarar eru með en við erum svo sannarlega með sóknarleikinn til að vinna leikinn. Það er styrkleikinn sem við þurfum að nýta okkur. Svo til að verjast Völsurum er bara að vera fljótir til baka og ná að stilla upp í vörn. Þá ætti þetta að vera ekkert mál,“ „Þeir eru mjög sterkir í hraðaupphlaupunum sínum og seinni bylgjunni og það er svona aðalatriðið til þess að stoppa þá, að hugsa um það,“ segir Donni. Líkt og greint var frá á Vísi í gær er ólíklegt að Donni taki þátt í leiknum vegna ökklameiðsla sem hafa hrjáð hann að undanförnu. Portúgalski landsliðsmaðurinn Diogo Silva mun því þurfa að axla aukna ábyrgð í hægri skyttu stöðunni. Hitað verður upp fyrir leik kvöldsins frá klukkan 19:30 en hann hefst klukkan 19:45 á Stöð 2 Sport. Fyrr í kvöld, klukkan 17:45, er á dagskrá leikur Ystad og Flensburgar í riðlinum og verður sýndur á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Franski handboltinn Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Ipswich - Man. Utd. | Fyrsti leikurinn hjá Amorim Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni Sjá meira