Mikilvægt að ná samningum sem fyrst Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 21:00 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra vonast til að samningar náist fljótlega á milli Sjúkratrygginga Íslands og sérgreinalækna. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir mikilvægt að ná samningum við sérgreinalækna sem fyrst en sumir þeirra hafa hækkað verðskrár sínar vegna skorts á samningum við Sjúkratryggingar Íslands. Það sé vont að vita til þess að það eigi að rukka allt að tvö hundruð þúsund krónur fyrir aðgerðir sem áður kostuðu mun minna. Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“ Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Læknastöðin í Orkuhúsinu hefur boðað töluverðar verðhækkanir frá og með morgundeginum. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár og engar gjaldskrárhækkanir orðið í þrjú ár. Misjafnt er hversu mikið þjónustan hækkar nú en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða hundrað sjötíu og fimm þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. „Þetta er auðvitað mjög bagalegt fyrir sjúklinga það er algjörlega ljóst. Ég þekki ekki á hverju þessir aðilar byggja sína útreikninga á aukagjöldunum. Þetta er ekki mjög gegnsætt. Þetta eru einhliða hækkanir. Okkur finnst þetta svona, að því marki sem við getum skoðað þetta. Þá finnst okkur þetta nú talsvert umfram verðlagshækkanir.“ Það sem meðal annars hafi komið í veg fyrir samninga sé krafan um að sett sé þak á allan kostnað í öllum samningum. María segir mikilvægt að deilan fari að leysast. „Það eru ekkert allir sem hafa efni á því að borga þessi háu aukagjöld og þess vegna finnst okkur svo mikil ábyrgð á bæði okkur og ekki síður okkar viðsemjendur að ganga rösklega til samninga og þess vegna höfum við sent þeim ákveðið upplegg og vonumst til að fá jákvæð viðbrögð við því. Heilbrigðisráðherra segir erfitt að vita til þess fólk sé nú rukkað um allt að nærri tvö hundruð þúsund fyrir aðgerðir. „Það er bara mjög vont að vita til þess og það er auðvitað þessi stefna okkar stjórnvalda og ríkisstjórnar um að jafna aðgengi að þjónustu sem að kannski knýr á um það núna meira en áður að við náum samningum.“ Hann segir mikilvægt að ná samningum sem fyrst. „Þess vegna legg ég mikla áherslu á og hef gert frá því ég kom í sæti heilbrigðisráðherra að við náum samningum. Þetta er nú kannski birtingarmyndin núna við þessar efnahagskringumstæður sem við erum að búa við meðal annars en ég er bjartsýnn og Sjúkratryggingar fyrir okkar hönd og læknar þeir hafa setið við samningaborðið og eru að reyna að ná saman um þessa mikilvægu þjónustu þannig að það komist á samningur.“
Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjúkratryggingar Tengdar fréttir „Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31 Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. 30. nóvember 2022 12:31
Aðgerðin fimm sinnum dýrari eftir mánaðamótin Átján ára stúlka, sem á þarf að fara í aðgerð á krossbandi í desember, þarf að greiða ríflega hundrað og þrjátíu þúsund krónum meira fyrir aðgerðina en ef hún hefði farið í hana núna í nóvember. Samningsleysi á milli sérgreinalækna og Sjúkratrygginga Íslands er sagt skýra þessa hækkun. 29. nóvember 2022 19:02