Lárus: Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 1. desember 2022 21:36 Lárus og Þórsliðið mátti þola skell gegn Njarðvík á heimavelli í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór frá Þorlákshöfn fékk þungan skell á heimavelli í kvöld í Subway-deild karla, en Njarðvíkingar settu 119 stig á þá í kvöld, niðurstaðan 31 stigs tap. Lárus Jónsson þjálfari Þórs sagði að slakur varnarleikur í upphafi leiks og andleysi hans manna þegar á móti blés hafi fellt þá rækilega beint á andlitið í kvöld. „Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
„Mér fannst við byrja rosalega veikt varnarlega, þannig að við komum Njarðvík alltof mikið á bragðið fannst mér og þeir orðnir sjóðandi heitir. En við náðum náttúrulega að minnka þetta niður í 5 stig og þetta var alveg orðinn leikur en við vorum ótrúlega fljótir að hengja haus þegar við fengum körfur í andlitið á okkur.“ „Þeir skora hérna 119 stig, það er klárlega varnarleikurinn sem fellir okkur. Mér fannst við vera alltof seinir að klukka þá og menn voru að missa menn framhjá sér. Njarðvíkingum var farið að líða ofboðslega vel og gátu sent þessa auka sendingu og fengið galopin skot, voru náttúrulega að hitta. Í fjórða leikhluta var þetta orðið eins og skotæfing hjá Njarðvík.“ Varnarlega voru Þórsarar vissulega slakir í kvöld, en sóknarlega var heldur ekki mikið að frétta, ef frá er talinn Vincent Shahid sem skoraði 30 stig. Aðrir leikmenn virtust hreinlega ekki vera með í leiknum á köflum. „Margir sem voru ekki að hitta neitt rosalega vel í kvöld, og við vorum kannski ekki að deila boltanum alveg nógu mikið. Mér fannst menn voru svolítið hálfopnir, þeir voru aldrei galopnir þegar þeir voru að taka skotin.“ Staðan í deildinni er ekki gæfuleg fyrir Þórsara nú þegar skammt lifir af árinu. Lárus var þó ekki á því að það væri dökkt yfir Þorslákshöfn, og vonaði að þessi leikur gæfi mönnum einhverskonar viðspyrnu frá botninum. „Við erum búnir að vera inn í öllum leikjunum hingað til og góð barátta í liðinu. Núna fannst mér þetta var fyrsti leikurinn sem ég sá þar sem menn sýna ákveðið andleysi, sem er kannski eðlilegt ef þú ert alltaf að fá þrist í andlitið. En kannski er þetta bara spark sem við þurftum í rassgatið að tapa loksins stórt.“ Það er vonandi Þórsara vegna að þetta sé rétt greining hjá Lárusi og hans menn girði sig í brók eftir þetta stóra tap. Það er í það minnsta brött brekka framundan hjá Þorlákshafnarbúum, sem sitja áfram á botni deildarinnar með einn sigur og 6 töp.
Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn UMF Njarðvík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira