Ekki vænlegt að segja konum að „slaka bara á“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2022 13:54 Hulda Tölgyes sálfræðingur og Þorsteinn Einarsson eiginmaður hennar vilja vekja fólk til meðvitundar um byrðar þriðju vaktarinnar nú í aðdraganda jóla. Hulda Tölgyes, sálfræðingur segir að hin svonefnda þriðja vakt sé streituvaldandi og að of mikil streita til lengri tíma sé afar skaðleg heilsunni. Þyngstu byrðar þriðju vaktarinnar séu vanalega í aðdraganda jóla. Pistill sem Hulda og Þorsteinn V. Einarsson, eiginmaður hennar, skrifuðu hefur vakið gífurlega athygli og er mest lesinn á Vísi þriðja daginn í röð. En hverjar eru vaktirnar þrjár? Fyrsta vaktin er hið launaða starf utan heimilisins og en í annarri vaktinni felast heimilisstörfin sem framkvæmd eru eins og að ryksuga, skúra, innkaupin og að skutla börnunum á æfingar og svo framvegis. Hulda segir að byrðar sem tengjast þriðju vaktinni falli helst á konur en hvað felst í þriðju vaktinni? „Það er þetta ósýnilega og hugræna, að muna eftir að muna. Hvað vantar í búðinni? Hvaða föt barnanna þarf að endurnýja? Hvenær á afi afmæli? Í þriðju vaktinni er ósýnlega utanumhaldið og skipulagið; vinnan sem felst í því að leggja hlutina upp til þess að þeir gangi eftir,“ útskýrir Hulda. Hulda bendir á að þegar konur leiti til maka sinna örþreyttar og í von um að dreifa álaginu séu viðbrögð á borð við „slakaðu á, hvaða stress er þetta eiginlega?“ ekki vænleg til árangurs. „Þetta eru í rauninni viðbrögðin sem eru samt mjög algeng og mjög margar konur þekkja og tengja við. Þetta eru viðbrögð sem gera lítið úr vandanum og konur hafa jafnvel upplifað sig gaslýstar“ Streituvaldandi að muna eftir fimm hundruð hlutum Hulda nefnir sem dæmi konu sem nálgast maka sinn í von um jafnara álag. „Ég er að reyna að segja hérna að ég sé undir allt of miklu álagi. Geturðu tekið ábyrgðina með mér?“ Viðbrögð makans á borð við „Hvað er þetta? Þetta er nú ekkert svona mikið mál. Þetta er bara einhver einn hlutur sem þú ert að kvarta yfir,“ sé ekki gagnleg því þau geri lítið úr vandanum. „Þegar þessir hlutir eru orðnir fimm hundruð þá er þetta orðið svolítið þungt að bera“ Hið hugræna álag sé afar streituvaldandi til lengri tíma. „Við verðum að muna að þetta hefur alvarlegar afleiðingar, streita og kulnun. Konur upplifa oft þunglyndis- og kvíðaeinkenni og upplifa sig einmana og að makinn hlusti ekki á þær og þetta sé ég mjög mikið í vinnunni minni. Viðbrögð kvenna við þessari grein og VR herferðinni um þriðju vaktina leyna sér ekki því þær eru bara „Ó guð, takk fyrir að nefna þetta og takk fyrir að setja þetta í orð“ því það er þvílíkt þakklæti sem við finnum frá konum.“ Það sé alveg sérstaklega í aðdraganda jólahátíðarinnar sem byrðarnar þyngjast á þriðju vaktinni. „Þetta er það sem rannsóknir sýna og hafa sýnt í áratugi, þetta er að valda konum mjög mikilli streitu og of mikil streita í of langan tíma er mjög skaðleg heilsunni okkar.“ Líka uppskorið reiði hjá lesendum vegna pistilsins En það er ekki bara þakklæti sem grein þeirra hjóna hefur vakið. Skrifin hafa nefnilega líka vakið reiði. „Það er rosalega eðlilegt að aðilinn sem ekki tekur jafnmikinn þunga heima „triggerist“ við að lesa svona grein. En það væri svo gott ef fólk gæti reynt að hugsa þetta í samhengi við það sem rannsóknir hafa sýnt síðustu áratugina að byrðin fellur miklu þyngra á konur og það er bara í sögulegu samhengi stutt síðan konur fóru út á vinnumarkaðinn. Þær sáu áður um þessa hluti en þeir fylgdu þeim út á vinnumarkaðinn. Þær bara tóku þetta álag með sér í bakpoka út á fyrstu vaktina [launað starf utan heimilis]. Þetta er ekki persónuleg árás á karla,“ segir Hulda sem bendir á að það sé öllum hollt að lesa greinina og máta sig við hana og spyrja sig hvort það sé eitthvað í henni sem eigi við um parasambandið og hvort hægt sé að lagfæra einhverja hluti. Hulda segist sammála því sjónarmiði að allt þurfi ekki að vera fullkomið og að jólin þurfi ekki að vera „glansandi“ og að hver einasta gjöf þurfi ekki að hitta fullkomlega í mark. Hún segir málið ekki snúast um það. „Oft segir fólk: „hvaða, hvaða það gerist ekki neitt þó það séu ekki aukaföt í leikskólanum, það gerist ekki neitt þó að við gleymum afmælinu hans afa og þó það séu ekki sundföt í skólanum?“ Það gerist ekkert stórkostlegt en við viljum kannski hafa einhvern ákveðinn standard á bara hvernig við lifum, hvernig við hugsum um fjölskylduna okkar, tengslin okkar, börnin okkar, heimilið okkar. Við viljum hafa einhvern standard og ég held að það eigi við um okkur öll.“ Jafnréttismál Jól Tengdar fréttir Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
En hverjar eru vaktirnar þrjár? Fyrsta vaktin er hið launaða starf utan heimilisins og en í annarri vaktinni felast heimilisstörfin sem framkvæmd eru eins og að ryksuga, skúra, innkaupin og að skutla börnunum á æfingar og svo framvegis. Hulda segir að byrðar sem tengjast þriðju vaktinni falli helst á konur en hvað felst í þriðju vaktinni? „Það er þetta ósýnilega og hugræna, að muna eftir að muna. Hvað vantar í búðinni? Hvaða föt barnanna þarf að endurnýja? Hvenær á afi afmæli? Í þriðju vaktinni er ósýnlega utanumhaldið og skipulagið; vinnan sem felst í því að leggja hlutina upp til þess að þeir gangi eftir,“ útskýrir Hulda. Hulda bendir á að þegar konur leiti til maka sinna örþreyttar og í von um að dreifa álaginu séu viðbrögð á borð við „slakaðu á, hvaða stress er þetta eiginlega?“ ekki vænleg til árangurs. „Þetta eru í rauninni viðbrögðin sem eru samt mjög algeng og mjög margar konur þekkja og tengja við. Þetta eru viðbrögð sem gera lítið úr vandanum og konur hafa jafnvel upplifað sig gaslýstar“ Streituvaldandi að muna eftir fimm hundruð hlutum Hulda nefnir sem dæmi konu sem nálgast maka sinn í von um jafnara álag. „Ég er að reyna að segja hérna að ég sé undir allt of miklu álagi. Geturðu tekið ábyrgðina með mér?“ Viðbrögð makans á borð við „Hvað er þetta? Þetta er nú ekkert svona mikið mál. Þetta er bara einhver einn hlutur sem þú ert að kvarta yfir,“ sé ekki gagnleg því þau geri lítið úr vandanum. „Þegar þessir hlutir eru orðnir fimm hundruð þá er þetta orðið svolítið þungt að bera“ Hið hugræna álag sé afar streituvaldandi til lengri tíma. „Við verðum að muna að þetta hefur alvarlegar afleiðingar, streita og kulnun. Konur upplifa oft þunglyndis- og kvíðaeinkenni og upplifa sig einmana og að makinn hlusti ekki á þær og þetta sé ég mjög mikið í vinnunni minni. Viðbrögð kvenna við þessari grein og VR herferðinni um þriðju vaktina leyna sér ekki því þær eru bara „Ó guð, takk fyrir að nefna þetta og takk fyrir að setja þetta í orð“ því það er þvílíkt þakklæti sem við finnum frá konum.“ Það sé alveg sérstaklega í aðdraganda jólahátíðarinnar sem byrðarnar þyngjast á þriðju vaktinni. „Þetta er það sem rannsóknir sýna og hafa sýnt í áratugi, þetta er að valda konum mjög mikilli streitu og of mikil streita í of langan tíma er mjög skaðleg heilsunni okkar.“ Líka uppskorið reiði hjá lesendum vegna pistilsins En það er ekki bara þakklæti sem grein þeirra hjóna hefur vakið. Skrifin hafa nefnilega líka vakið reiði. „Það er rosalega eðlilegt að aðilinn sem ekki tekur jafnmikinn þunga heima „triggerist“ við að lesa svona grein. En það væri svo gott ef fólk gæti reynt að hugsa þetta í samhengi við það sem rannsóknir hafa sýnt síðustu áratugina að byrðin fellur miklu þyngra á konur og það er bara í sögulegu samhengi stutt síðan konur fóru út á vinnumarkaðinn. Þær sáu áður um þessa hluti en þeir fylgdu þeim út á vinnumarkaðinn. Þær bara tóku þetta álag með sér í bakpoka út á fyrstu vaktina [launað starf utan heimilis]. Þetta er ekki persónuleg árás á karla,“ segir Hulda sem bendir á að það sé öllum hollt að lesa greinina og máta sig við hana og spyrja sig hvort það sé eitthvað í henni sem eigi við um parasambandið og hvort hægt sé að lagfæra einhverja hluti. Hulda segist sammála því sjónarmiði að allt þurfi ekki að vera fullkomið og að jólin þurfi ekki að vera „glansandi“ og að hver einasta gjöf þurfi ekki að hitta fullkomlega í mark. Hún segir málið ekki snúast um það. „Oft segir fólk: „hvaða, hvaða það gerist ekki neitt þó það séu ekki aukaföt í leikskólanum, það gerist ekki neitt þó að við gleymum afmælinu hans afa og þó það séu ekki sundföt í skólanum?“ Það gerist ekkert stórkostlegt en við viljum kannski hafa einhvern ákveðinn standard á bara hvernig við lifum, hvernig við hugsum um fjölskylduna okkar, tengslin okkar, börnin okkar, heimilið okkar. Við viljum hafa einhvern standard og ég held að það eigi við um okkur öll.“
Jafnréttismál Jól Tengdar fréttir Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Huggulegt um jólin? Hver stendur þriðju vaktina í aðdraganda jólanna? Á bakvið hverja huggulega jólahátíð er kona* sem hefur séð til þess að öll fái réttu pakkana, krakkarnir séu í betri fötunum, matarborðið sé hátíðlegt, kertin endurnýjuð og að allir litlu hlutirnir séu til staðar sem gera jólin að einhverju öðru en hversdagslegu matarboði, án þess að nokkur hafi endilega haft orð á því. 30. nóvember 2022 12:31