Gráttu eins og karlmaður Stefanía Arnardóttir skrifar 5. desember 2022 14:01 Í harðneskjulegri veröld bælast tilfinningar og í þessum bældu tilfinningum fær tilfinningaleysið að blómstra. Líf mannsins einkennist þá af þroskaleysi, minnimáttarkennd og þeirri innbyggðu reiði sem hóf mótun sína á barnæsku árunum. Inn í stærsta töffaranum sérðu mesta tómleikann. En þar dvelur drengur sem þráir það heitast að upplifa sig samþykktan. Óskar hann heilshugar eftir virðingu og að eiga sér sess í þessum heimi. Hann leitar að ást með því að baða sig í ástleysi. Hann leitar að stöðutákni með því að upphefja græðgi. Og í eigin óróleika leitar hann að vinskap með því að fylgja hjörðinni. Inn í þessu öllu tapar hann sjálfi sínu, tilgangi og þrótti. Jason Wilson er forstöðumaður samtakanna „Cave of Adullam Transformational Academy” og hefur hann starfað sem þjálfari í bardagaíþróttum. Hann er höfundur bókarinnar „Cry Like a Man: Fighting for Freedom from Emotional Incarceration" sem er umræðuefni þessarar greinar. Hann segir frá eigin fávisku sem ungur bældur maður, mistökum sínum og þroskaferlinu sem leiddi til þess að hann opinberaði sig sem tilfinningaveru. Jason ólst upp í Detroit, Bandaríkjunum, og lifði millistéttar lífi. En þrátt fyrir það upplifði hann óstöðugleika í sambandi sínu við foreldra sína, Ettu Marie og Ólíver. Þegar Etta giftist Ólíver átti hún tvo drengi úr fyrra hjónabandi, en fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana og sonum þeirra alvarlegu heimilisofbeldi. Þegar Jason var fimm ára skildu þau Etta og Ólíver, og hafði framhjáhald húsbóndans að öllum líkindum eitthvað með hjúskaparslitin að gera. Í barnslegum skilningi Jasonar, hafði þessi skilnaður áhrif á sjálfsmynd hans. „Ég fór úr því að vera dáður yfir í að vera byrði á herðum föður míns" minntist hann. Einu sinni fóru þeir feðgarnir út að borða og pantaði Jason uppáhalds máltíðina sína, steiktar rækjur: „Ég borðaði hvern einasta bita og sleikti puttana." Seinna fréttir Jason að pabbi hans hafi skammast sín harðlega fyrir hegðun sonar síns á veitingastaðnum. Þegar kom að því að bera einhvern til saka kenndi Ólíver Ettu um þessa slæmu borðsiði stráksins. „Hann bara gat aldrei leitt neitt hjá sér. Það sem ég hélt að hefði verið ánægjulegur kvöldverður með pabba mínum reyndist vera enn einn hluturinn sem ég gerði vitlaust." Alltaf var hann byrði sem gat ekki lifað eftir væntingum föðurins. „Þetta var eitt af fjölmörgum dæmum þar sem hann ekki bara særði mig, heldur gróf þetta hol inn í hjarta mitt." Það sem Jason þráði umfram allt var að vera elskaður af föður sínum og heyra manninn segja það. „Fullorðnir menn ætlast til þess af drengjum að haga sér eins og karlmenn, en fæstir þessara karlmanna eru tilbúnir til að kenna þeim hvernig þeir eiga að fara að því að verða að slíkum mönnum! Með öðrum orðum þá vilja allir sjá Neo úr Matrix en fáir þora að vera Morpheus." Án leiðsagnar eiga drengir erfitt með að ná áttum í gegnum kynþroskaskeiðið. Jason, stútfullur af greddu, stal nektartímaritum sem táningur. Var sjálfsfróun eina leiðin til að eiga samskipti við stelpur án þess að særast. „Þannig fékk ég að stýra þessum óstjórnlegum hvötum sjálfur." En málið flæktist heldur þegar frændi hans var í eitt skiptið að skutla honum heim, eftir að hafa verið að eyða tíma með vinum og vinkonum, þá 14 ára gamall. Frændi hans spyr: „Fékkstu á broddinn?" Vandræðalega viðurkenndi Jason að svo hefði ekki verið. Yfirheyrslunar héldu áfram yfir því hvort hann hefði nú ekki alveg örugglega kysst skvísu og slett úr klaufunum. Í þessum samræðum viðurkenndi Jason fyrir frænda sínum að hann væri hreinn sveinn en reyndist þessi heiðarleiki vera mistök. Þegar heim var komið kallaði frændi hans yfir alla fjölskylduna: „Hey allir, vissuðið að Jason hefur aldrei stundað kynlíf?" Hláturinn bergmálaði yfir allt. Það hlógu allir, einnig móðir hans. Skömmin var yfirþyrmandi. „Að viðurkenna löngun sína eftir skírlífi hafði aldrei verið mætt með öðru en óbærilegri stríðni og látlausu gríni frá félögunum. Að vera hreinn sveinn var til skammar. Þrýstingurinn sem fannst frá hópnum var þannig að það yrði aldrei allt í fína fyrr en ég fengi mér að ríða." Jason rifjaði upp fyrstu kynlífsreynsluna sína. „Áður en ég vissi af var ég búinn að missa sveindóminn með einhverri sem ég hafði engan áhuga á. Að stunda kynlíf var merkingarlausara en ég hafði áttað mig á. Athöfnin varði í nokkrar mínútur á meðan hún fullnægði sjálfri sér og svo… ekkert. Bara ömurleg líðan og vonbrigði. Þegar þetta var yfirstaðið mættu félagarnir mér með glott á vör og mér var hampað. Ég vildi ekki fá viðurkenningu fyrir einhverju sem mér fannst ég tilneyddur til að gera. Ég hafði þarna fórnað eigin siðgæðisvitund til að ganga í augu á hóp stráka sem höfðu sjálfir verið beittir þrýstingi til að gera það sama." Stelpan sem Jason svaf hjá var almennileg en hann vorkenndi henni því þarna hafði hún staðið í þeirri trú að hann yrði ástfanginn af henni ef hún svæfi hjá honum. Þess í stað sá hann hana aldrei framar. Þessi lífsreynsla hafði veigamikil áhrif á viðhorf Jasonar til sjálfs síns og þarna brotnuðu niður varnaveggir sem hann hafði áður reitt sig á. Nú hafði múrinn endanlega molnað og eftir stóð hann með engar siðgæðiskröfur til sjálfs síns. „Með kynlífi ættu að fylgja varúðarorð. Fyrsta kynlífsreynslan þín - hvort sem hún er með samþykki, sé jákvæð og ástrík, eða sé nauðug, yfirborðskennd og vanhugsuð - þá kynnir hún þig fyrir því besta eða versta í þér." Jason fékk vinnu sem plötusnúður og þegar hann stálpaðist tengdist hann gengjum, beitti ofbeldi og hlutgerði konur. Hann kvaddi þá forna tíð þegar hópþrýstingur og viðurkenning frá jafnöldrum skipti hann einhverju máli og umbreyttist hann í aftengdan og áhugalausan ungan mann. Viljastyrkurinn sogaðist hægt og rólega úr honum. Forgangslistinn samanstóð af tónlist, félögunum og gellum, í þessari röð. Hann fann sig verða harðari, miskunnarlausari og sjálfhverfari - alveg eins og pabbi sinn. „Ungur maður hættir að setja sig í hættu um leið og hann áttar sig á tilgangi sínum." Það kom síðan að því í lífi Jasonar að hann kynntist konu, konu sem hann var hrifinn af, elskaði og dáði. Nicole hét hún og hún var prestsdóttir. Þegar þeim fæddist dóttir lagði hann nýja merkingu í orðið fórnfýsi. Þessar breytingar á aðstæðum kölluðu eftir breytingum í líferni, starfi og anda. Síðar fór Jason einnig að endurskoða samband sitt við guð. Þrátt fyrir einhverja sambandserfiðleika ákvað parið að gifta sig þegar dóttir þeirra var þriggja ára. Jason hætti að drekka og blóta. Hann negldi sitt gamla sjálf við kross sem dýpkaði samtal hans við guð. Þegar kom að athöfninni sjálfri mætti óvæntur gestur inn í kirkjuna. Það var pabbi Jasonar. Veiklulegur til fara, gekk Ólíver hægt inn í kirkjuna. Ólíver var með Parkinsons og orkaði hann varla að ganga upp að fremsta bekk. Fram að þessu augnabliki hafði Ólíver eytt allri ævinni sinni í að flýja son sinn en kaldhæðni örlaganna var sú að Ólíver var nú of veikburða til að leggjast á flótta. „Í öll þau skipti sem hann gerði lítið úr mér og hunsaði mig, sagði ljóta hluti við mig og sýndi stöðugt áhugaleysi. Ástin sem aldrei varð neitt úr vegna skammsýni og sjálfhverfu. En þarna var hann mættur til að reyna að bæta upp fyrir týndan tíma. Síðasti sénsinn til að græða 25 ár af sársauka." Ólíver þurfti að leggjast inn á hjúkrunarheimili og eyddi Jason meiri tíma með föður sínum en nokkru sinni fyrr. Sjúkdómurinn hafði hernumið líkama Ólívers sem var nú óhæfur til vinnu og í engri aðstöðu til að reyna við konur. Ólíver var þakinn eftirsjá. „Pabbi, er eitthvað sem ég get gert fyrir þig, eitthvað sem ég gæti lofað þér?" spurði Jason einn daginn. Pabbi hans svaraði: „Ég vil að þú predikir og vil ég heyra þín skilaboð." Jason ætlaði ekki að trúa eigin eyrum. „Þetta var pabbi minn, maðurinn sem hafði beitt mig andlegu ofbeldi, skaddaði mig tilfinningalega, yfirgaf mig og skildi mig eftir til að sjá um mig sjálfur." Það kom síðar í ljós að Ólíver hafi verið sonur prests sem hélt framhjá og reiddist Ólíver hræsni kirkjunnar. Vegna þessa ætlaði hann aldrei að ansa orði guðs. Raunveruleikinn varð lyginni líkust. „Pabbi fór að monta sig við hjúkkurnar, sagði son sinn vera að predika. Hreint út sagt ótrúlegt!" Hlutirnir urðu enn skrítnari þegar Ólíver bað Jason eitt skiptið um að biðja með sér áður en hann færi. Þeir héldust í hendur á meðan Ólíver fór með bæn en þegar Jason ætlaði að sleppa takinu hélt Ólíver áfram föstu taki. „Nú er komið að þér" sagði Ólíver. „Þannig ég fór með bæn. Og þegar henni lauk horfði ég á hann - beint á hann - og sagði það sem þurfti að segja." „Pabbi, takk fyrir að hafa verið mér dásamlegur faðir.“ Jason kyssti Ólíver á ennið og þegar Jason ætlaði að fara sá hann tárin falla niður kinnar föður síns. Þannig sonurinn settist aftur niður og þerraði tárin. „Meyrleikinn var mér óvænt gjöf. Honum fannst hann mögulega ekki verðskulda þessi orð, og vissulega gæti það verið satt, en það skipti mig engu máli. Ég áttaði mig á því að hann þurfti á viðurkenningunni að halda. Hver maður, einn og einasti, þarf á viðurkenningu að halda" Í einlægni horfði Ólíver á Jason. Þessi svipur var syninum framandi. „Sonur minn, ég elska þig.“ Jason lagði höfuð sitt á bringu Ólívers og þeir grétu saman. „Þeir særðu særa aðra, og halda áfram að særa aðra. „Grét" ég eins og karlmaður með því að sækja mér aðstoð til að stöðva særindin sem ég olli fjölskyldu minni og sjálfum mér." - Jason Wilson Viðtal við Jason Wilson í tengslum við nýjustu bókina sína „Battle Cry" má sjá hér á þessum hlekk. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson skrifar Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson skrifar Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Treystum Pírötum til góðra verka Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir skrifar Skoðun Raunveruleg vísindi, skynsemi og rökhugsun Magnús Gehringer skrifar Sjá meira
Í harðneskjulegri veröld bælast tilfinningar og í þessum bældu tilfinningum fær tilfinningaleysið að blómstra. Líf mannsins einkennist þá af þroskaleysi, minnimáttarkennd og þeirri innbyggðu reiði sem hóf mótun sína á barnæsku árunum. Inn í stærsta töffaranum sérðu mesta tómleikann. En þar dvelur drengur sem þráir það heitast að upplifa sig samþykktan. Óskar hann heilshugar eftir virðingu og að eiga sér sess í þessum heimi. Hann leitar að ást með því að baða sig í ástleysi. Hann leitar að stöðutákni með því að upphefja græðgi. Og í eigin óróleika leitar hann að vinskap með því að fylgja hjörðinni. Inn í þessu öllu tapar hann sjálfi sínu, tilgangi og þrótti. Jason Wilson er forstöðumaður samtakanna „Cave of Adullam Transformational Academy” og hefur hann starfað sem þjálfari í bardagaíþróttum. Hann er höfundur bókarinnar „Cry Like a Man: Fighting for Freedom from Emotional Incarceration" sem er umræðuefni þessarar greinar. Hann segir frá eigin fávisku sem ungur bældur maður, mistökum sínum og þroskaferlinu sem leiddi til þess að hann opinberaði sig sem tilfinningaveru. Jason ólst upp í Detroit, Bandaríkjunum, og lifði millistéttar lífi. En þrátt fyrir það upplifði hann óstöðugleika í sambandi sínu við foreldra sína, Ettu Marie og Ólíver. Þegar Etta giftist Ólíver átti hún tvo drengi úr fyrra hjónabandi, en fyrrverandi eiginmaður hennar beitti hana og sonum þeirra alvarlegu heimilisofbeldi. Þegar Jason var fimm ára skildu þau Etta og Ólíver, og hafði framhjáhald húsbóndans að öllum líkindum eitthvað með hjúskaparslitin að gera. Í barnslegum skilningi Jasonar, hafði þessi skilnaður áhrif á sjálfsmynd hans. „Ég fór úr því að vera dáður yfir í að vera byrði á herðum föður míns" minntist hann. Einu sinni fóru þeir feðgarnir út að borða og pantaði Jason uppáhalds máltíðina sína, steiktar rækjur: „Ég borðaði hvern einasta bita og sleikti puttana." Seinna fréttir Jason að pabbi hans hafi skammast sín harðlega fyrir hegðun sonar síns á veitingastaðnum. Þegar kom að því að bera einhvern til saka kenndi Ólíver Ettu um þessa slæmu borðsiði stráksins. „Hann bara gat aldrei leitt neitt hjá sér. Það sem ég hélt að hefði verið ánægjulegur kvöldverður með pabba mínum reyndist vera enn einn hluturinn sem ég gerði vitlaust." Alltaf var hann byrði sem gat ekki lifað eftir væntingum föðurins. „Þetta var eitt af fjölmörgum dæmum þar sem hann ekki bara særði mig, heldur gróf þetta hol inn í hjarta mitt." Það sem Jason þráði umfram allt var að vera elskaður af föður sínum og heyra manninn segja það. „Fullorðnir menn ætlast til þess af drengjum að haga sér eins og karlmenn, en fæstir þessara karlmanna eru tilbúnir til að kenna þeim hvernig þeir eiga að fara að því að verða að slíkum mönnum! Með öðrum orðum þá vilja allir sjá Neo úr Matrix en fáir þora að vera Morpheus." Án leiðsagnar eiga drengir erfitt með að ná áttum í gegnum kynþroskaskeiðið. Jason, stútfullur af greddu, stal nektartímaritum sem táningur. Var sjálfsfróun eina leiðin til að eiga samskipti við stelpur án þess að særast. „Þannig fékk ég að stýra þessum óstjórnlegum hvötum sjálfur." En málið flæktist heldur þegar frændi hans var í eitt skiptið að skutla honum heim, eftir að hafa verið að eyða tíma með vinum og vinkonum, þá 14 ára gamall. Frændi hans spyr: „Fékkstu á broddinn?" Vandræðalega viðurkenndi Jason að svo hefði ekki verið. Yfirheyrslunar héldu áfram yfir því hvort hann hefði nú ekki alveg örugglega kysst skvísu og slett úr klaufunum. Í þessum samræðum viðurkenndi Jason fyrir frænda sínum að hann væri hreinn sveinn en reyndist þessi heiðarleiki vera mistök. Þegar heim var komið kallaði frændi hans yfir alla fjölskylduna: „Hey allir, vissuðið að Jason hefur aldrei stundað kynlíf?" Hláturinn bergmálaði yfir allt. Það hlógu allir, einnig móðir hans. Skömmin var yfirþyrmandi. „Að viðurkenna löngun sína eftir skírlífi hafði aldrei verið mætt með öðru en óbærilegri stríðni og látlausu gríni frá félögunum. Að vera hreinn sveinn var til skammar. Þrýstingurinn sem fannst frá hópnum var þannig að það yrði aldrei allt í fína fyrr en ég fengi mér að ríða." Jason rifjaði upp fyrstu kynlífsreynsluna sína. „Áður en ég vissi af var ég búinn að missa sveindóminn með einhverri sem ég hafði engan áhuga á. Að stunda kynlíf var merkingarlausara en ég hafði áttað mig á. Athöfnin varði í nokkrar mínútur á meðan hún fullnægði sjálfri sér og svo… ekkert. Bara ömurleg líðan og vonbrigði. Þegar þetta var yfirstaðið mættu félagarnir mér með glott á vör og mér var hampað. Ég vildi ekki fá viðurkenningu fyrir einhverju sem mér fannst ég tilneyddur til að gera. Ég hafði þarna fórnað eigin siðgæðisvitund til að ganga í augu á hóp stráka sem höfðu sjálfir verið beittir þrýstingi til að gera það sama." Stelpan sem Jason svaf hjá var almennileg en hann vorkenndi henni því þarna hafði hún staðið í þeirri trú að hann yrði ástfanginn af henni ef hún svæfi hjá honum. Þess í stað sá hann hana aldrei framar. Þessi lífsreynsla hafði veigamikil áhrif á viðhorf Jasonar til sjálfs síns og þarna brotnuðu niður varnaveggir sem hann hafði áður reitt sig á. Nú hafði múrinn endanlega molnað og eftir stóð hann með engar siðgæðiskröfur til sjálfs síns. „Með kynlífi ættu að fylgja varúðarorð. Fyrsta kynlífsreynslan þín - hvort sem hún er með samþykki, sé jákvæð og ástrík, eða sé nauðug, yfirborðskennd og vanhugsuð - þá kynnir hún þig fyrir því besta eða versta í þér." Jason fékk vinnu sem plötusnúður og þegar hann stálpaðist tengdist hann gengjum, beitti ofbeldi og hlutgerði konur. Hann kvaddi þá forna tíð þegar hópþrýstingur og viðurkenning frá jafnöldrum skipti hann einhverju máli og umbreyttist hann í aftengdan og áhugalausan ungan mann. Viljastyrkurinn sogaðist hægt og rólega úr honum. Forgangslistinn samanstóð af tónlist, félögunum og gellum, í þessari röð. Hann fann sig verða harðari, miskunnarlausari og sjálfhverfari - alveg eins og pabbi sinn. „Ungur maður hættir að setja sig í hættu um leið og hann áttar sig á tilgangi sínum." Það kom síðan að því í lífi Jasonar að hann kynntist konu, konu sem hann var hrifinn af, elskaði og dáði. Nicole hét hún og hún var prestsdóttir. Þegar þeim fæddist dóttir lagði hann nýja merkingu í orðið fórnfýsi. Þessar breytingar á aðstæðum kölluðu eftir breytingum í líferni, starfi og anda. Síðar fór Jason einnig að endurskoða samband sitt við guð. Þrátt fyrir einhverja sambandserfiðleika ákvað parið að gifta sig þegar dóttir þeirra var þriggja ára. Jason hætti að drekka og blóta. Hann negldi sitt gamla sjálf við kross sem dýpkaði samtal hans við guð. Þegar kom að athöfninni sjálfri mætti óvæntur gestur inn í kirkjuna. Það var pabbi Jasonar. Veiklulegur til fara, gekk Ólíver hægt inn í kirkjuna. Ólíver var með Parkinsons og orkaði hann varla að ganga upp að fremsta bekk. Fram að þessu augnabliki hafði Ólíver eytt allri ævinni sinni í að flýja son sinn en kaldhæðni örlaganna var sú að Ólíver var nú of veikburða til að leggjast á flótta. „Í öll þau skipti sem hann gerði lítið úr mér og hunsaði mig, sagði ljóta hluti við mig og sýndi stöðugt áhugaleysi. Ástin sem aldrei varð neitt úr vegna skammsýni og sjálfhverfu. En þarna var hann mættur til að reyna að bæta upp fyrir týndan tíma. Síðasti sénsinn til að græða 25 ár af sársauka." Ólíver þurfti að leggjast inn á hjúkrunarheimili og eyddi Jason meiri tíma með föður sínum en nokkru sinni fyrr. Sjúkdómurinn hafði hernumið líkama Ólívers sem var nú óhæfur til vinnu og í engri aðstöðu til að reyna við konur. Ólíver var þakinn eftirsjá. „Pabbi, er eitthvað sem ég get gert fyrir þig, eitthvað sem ég gæti lofað þér?" spurði Jason einn daginn. Pabbi hans svaraði: „Ég vil að þú predikir og vil ég heyra þín skilaboð." Jason ætlaði ekki að trúa eigin eyrum. „Þetta var pabbi minn, maðurinn sem hafði beitt mig andlegu ofbeldi, skaddaði mig tilfinningalega, yfirgaf mig og skildi mig eftir til að sjá um mig sjálfur." Það kom síðar í ljós að Ólíver hafi verið sonur prests sem hélt framhjá og reiddist Ólíver hræsni kirkjunnar. Vegna þessa ætlaði hann aldrei að ansa orði guðs. Raunveruleikinn varð lyginni líkust. „Pabbi fór að monta sig við hjúkkurnar, sagði son sinn vera að predika. Hreint út sagt ótrúlegt!" Hlutirnir urðu enn skrítnari þegar Ólíver bað Jason eitt skiptið um að biðja með sér áður en hann færi. Þeir héldust í hendur á meðan Ólíver fór með bæn en þegar Jason ætlaði að sleppa takinu hélt Ólíver áfram föstu taki. „Nú er komið að þér" sagði Ólíver. „Þannig ég fór með bæn. Og þegar henni lauk horfði ég á hann - beint á hann - og sagði það sem þurfti að segja." „Pabbi, takk fyrir að hafa verið mér dásamlegur faðir.“ Jason kyssti Ólíver á ennið og þegar Jason ætlaði að fara sá hann tárin falla niður kinnar föður síns. Þannig sonurinn settist aftur niður og þerraði tárin. „Meyrleikinn var mér óvænt gjöf. Honum fannst hann mögulega ekki verðskulda þessi orð, og vissulega gæti það verið satt, en það skipti mig engu máli. Ég áttaði mig á því að hann þurfti á viðurkenningunni að halda. Hver maður, einn og einasti, þarf á viðurkenningu að halda" Í einlægni horfði Ólíver á Jason. Þessi svipur var syninum framandi. „Sonur minn, ég elska þig.“ Jason lagði höfuð sitt á bringu Ólívers og þeir grétu saman. „Þeir særðu særa aðra, og halda áfram að særa aðra. „Grét" ég eins og karlmaður með því að sækja mér aðstoð til að stöðva særindin sem ég olli fjölskyldu minni og sjálfum mér." - Jason Wilson Viðtal við Jason Wilson í tengslum við nýjustu bókina sína „Battle Cry" má sjá hér á þessum hlekk. Höfundur er með BA-gráðu í sálfræði.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal skrifar
Skoðun Lóðaskortur eykur vanda heimilanna – byggjum meira, hraðar og hagkvæmar Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Húsnæðiskreppan krefst lausna ekki umræðu Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun