„Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. desember 2022 07:00 Sérfræðingar Lögmál leiksins hafa enga trú á að Denver Nuggets geri atlögu að meistaratitlinum þó liðið sé með Jókerinn sjálfan innan sinna raða. AAron Ontiveroz/Getty Images Körfuboltaspekúlantinn Tómas Steindórsson hefur enga trú á að Denver Nuggets geti gert atlögu að meistaratitli NBA deildarinnar í körfubolta. Hann segir að liðið sé einfaldlega Nikola Jokić „og ekki neitt.“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var á sínum stað í nýjasta þættinum af Lögmál leiksins. Þar var að venju farið yfir allt það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni á liðinni viku. Þar á meðal var þeirri fullyrðingu kastað fram að Denver gætu barist um titilinn. „Nei eða Já“ virkar þannig, fyrir þau sem ekki vita, að Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – les upp fullyrðingu og sérfræðingar þáttarins eiga einfaldlega að taka afstöðu og segja Nei eða Já. Þeir þurfa svo að rökstyðja svör sín. Fyrsta fullyrðing kvöldsins: New Orleans Pelicans nær í heimavallarrétt. Sigurður Orri Kristjánsson svaraði þeirri fullyrðingu og var svar einkar stutt. „Ég var að horfa á þá í nótt og þeir eru afskaplega góðir. Þeir voru ekki með Brandon Ingram í nótt og þeir gera svo skemmtilega hluti,“ sagði Sigurður Orri um drengina í Pelicans. „Þetta er eins og að fylgjast með syni sínum og Siggi að lýsa. Það sem maður var stoltur af stráknum,“ skaut Tómas Steindórsson inn í eftir að Sigurður Orri dásamaði Jose Alvarado. Önnur fullyrðing: Boston Celtics klárar tímabilið með bestu sókn sögunnar. „Er það ekki þannig núna að það er alltaf verið að bæta þetta met? Þetta er orðið svo rosalega skilvirkt, sóknir í NBA. Ég er ekki frá því að þeir geti bætt þetta,“ sagði Tómas og Sigurður Orri tók undir þá skoðun. „Jayson Tatum, stórstjarna. Klárt,“ bætti Sigurður Orri við um besta mann Boston-liðsins. Þriðja fullyrðing: Chicago Bulls er félag sem þarf að gera breytingar. „Já þeir þurfa að gera það, veit bara ekki hvernig þeir ætla að gera það en það þarf að gera eitthvað. Það eru alveg leikmenn þarna sem góð lið myndu vilja en ég held að Bulls vilji vera gott lið,“ sagði Sigurður Orri um stöðu mála hjá Nautunum í Chicago. Síðasta fullyrðingin: Denver Nuggets eru meistarakandídatar. „Nei og nokkuð fjarri því. Þetta er bara Jokić og ekki neitt fyrir mér. Jokić og rusl eða svona þannig,“ sagði Tómas einfaldlega um þá fullyrðingu. Klippa: Lögmál leiksins: Þetta er bara Joki og ekki neitt fyrir mér
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira