Dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn þremur unglingsstúlkum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 8. desember 2022 16:00 Dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness í lok nóvember. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt átján ára mann í fangelsi fyrir ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn þremur barnungum stúlkum. Var hann dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn vegna mikilla tafa á meðferð og ungs aldurs. Hann játaði brot sín skýlaust í dómssal. Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur. Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Dómurinn, sem fréttastofa hefur undir höndum, féll þann 29. nóvember en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Maðurinn var sakfelldur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn börnum fyrir að hafa haustið 2019 og vorið 2020, þegar hann var fimmtán ára, brotið gegn þremur stúlkum, sem voru þá þrettán til fimmtán ára gamlar. Yngsta stúlkan þrettán ára Brotin eru í þremur liðum. Í fyrsta lagi var hann dæmdur fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni árið 2019. Hafði hann að minnsta kosti þrisvar haft, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, samræði við stúlku sem var þá þrettán ára gömul. Þá var hann dæmdur fyrir nauðgun með því að hafa í september 2019, með ólögmætri nauðung og án samþykkis, haft önnnur kynferðismök en samræði við stúlku sem var þá fimmtán ára. Hafði hann girt niður um stúlkuna, sett fingur inn í leggöng hennar og tekið hönd hennar, sett á kynfæri sín og látið hana fróa honum. Að lokum var hann dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í maí 2020 haft samræði við stúlku sem var þá fjórtán ára gömul en hann sextán ára. Játaði strax en málið tafðist í rúm tvö ár Við ákvörðun dómsins var litið til þess að maðurinn hafi játað brotin skýlaust fyrir dómi. Á sama tíma hafi þó verið um að ræða ítrekuð og alvarleg kynferðisbrot gegn barnungum stúlkum og þótti sýnt að brotin hafi haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og muni marka líf þeirra til frambúðar. Var því ákveðið að hæfileg refsing yrði tveggja og hálfs árs fangelsi. Á móti kom að málið hefði dregist full lengi en rannsókn hófst vorið 2020 og var málið ekki sent til héraðssaksóknara fyrr en í ágúst 2022, rúmum tveimur árum síðar. Í því ljósi, auk ungs aldurs ákærða, var ákveðið að refsingin yrði skilorðsbundin til fjögurra ára. Sex milljónir í miskabætur Maðurinn féllst á bótaskyldu í málinu en farið var fram á þrjár milljónir króna fyrir hönd hvers brotaþola. Fallist var á kröfu fyrstu stúlkunnar en af vottorði sálfræðings mátti ráða að hún væri með mörg einkenni áfallastreituröskunar, alvarleg depurðareinkenni, streitueinkenni og mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Þá hafi brotin hafi verið til þess fallin að valda henni alvarlegum miska. Að mati dómsins lágu ekki fyrir fullnægjandi gögn um afleiðingar brotanna á hinar tvær stúlkurnar. Brot hins ákærða hafi þó verið í eðli sínu alvarleg og til þess fallin að valda brotaþolum verulegum miska. Voru bætur ákveðnar tvær milljónir króna fyrir aðra og ein milljón króna fyrir hina. Þá var manninum gert að greiða þóknun skipaðs verjanda síns, 1.283.400 krónur, þóknun skipaðra réttargæslumanna stúlknanna, alls 1.255.500 krónur, og annan sakarkostnað, 510 þúsund krónur.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira