Real Madrid að krækja í næstu vonarstjörnu Brasilíu eftir tvö ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 07:00 Hinn 16 ára gamli Endrick hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim. Ricardo Moreira/Getty Images Spænska stórveldið Real Madrid er við það að tryggja sér þjónustu 16 ára gamla undrabarnsins Endrick frá Palmeiras í Brasilíu. Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur. Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Það eru hinir ýmsu miðlar sem greina frá þessu, en þar á meðal er félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano. Romano segir að Madrídingar greiði 60 milljónir evra fyrir framherjann, auk 12 milljóna í skatta. Félagið mun því greiða samtals 72 milljónir evra, eða tæplega 11 milljarða íslenskra króna. Endrick to Real Madrid, here we go! Full verbal agreement in place as reported 2 days ago, it’s now closed 🚨⚪️🇧🇷 #RealMadridReal Madrid will pay €60m to Palmeiras plus €12m taxes.Brazilian gem [2006] will join in July 2024.Real plan to sign all documents within December. pic.twitter.com/8QYv9r3LvP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Endrick er þó ekki á leið til Real Madrid í félagsskiptaglugganum sem opnar nú í janúar í Evrópu. Þá er hann heldur ekki á leið til félagsins í félagsskiptaglugganum næsta sumar, heldur mun leikmaðurinn ganga til liðs við Madrídinga í júlí 2024 þegar hann verður orðinn 18 ára gamall. Þá tekur Romano einnig fram að enn sé ekki búið að skrifa undir neinn samning, en að Endrick og Real Madrid hafi komist að munnlegu samkomulagi. Ef marka má orð Romano mun Endrick skrifa undir sex ára samning sem mun gilda til ársins 2030. Important to add: nothing signed yet for Endrick deal and it should take some days, but there’s full verbal agreement between all parties, clubs and player. It’s done — will be sealed soon. 🇧🇷🤝🏻 #RealMadrid❗️ No way to see Endrick available for Real Madrid before July 1, 2024. pic.twitter.com/f8sablC0ct— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 8, 2022 Ekki þarf að skrifa neina langloku um knattspyrnuferil Endricks, enda er leikmaðurinn aðeins 16 ára gamall og ferillinn því ekki langur. Hann er alinn upp hjá Palmeiras í Brasilíu þar sem hann lék sinn fyrsta keppnisleik í meistaraflokki í október fyrr á þessu ári. Síðan þá hefur hann leikið alls sjö leiki fyrir liðið og skorað í þeim þrjú mörk. Þá hefur hann einnig leikið fjóra leiki fyrir U17 ára landslið Brasilíu og skorað í þeim fimm mörk, ásamt því að hafa verið kallaður inn í U20 ára landsliðið þrátt fyrir ungan aldur.
Spænski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira