Fullt tilefni til fyrirspurnar um vanvirðandi framkomu ráðherra Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2022 12:05 Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar. Vísir/Vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar segir fullt tilefni á bak við fyrirspurn sína til forsætisráðherra um vanvirðandi framkomu ráðherra ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segist ekki hafa fengið formlega kvörtun en þó eiga ýmis óformleg samtöl um samskipti innan ráðuneytanna. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“ Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, beindi fyrirspurn til forsætisráðaherra þar sem spurt er hvort hún hafi verið upplýst formlega eða óformlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu, líkt og einelti, áreitni eða annars konar ofbeldi. „Það er tilefni á bak við þessa fyrirspurn sem ég ætla ekki að greina frá að svo stöddu. Ég beindi henni til forsætisráðherra sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Okkur er smá vandi á höndum með þetta af því það er búið að stokka upp ráðuneytin,“ segir Helga Vala. Spurð nánar um tilefnið vísar Helga Vala í vinasambönd. „Starfsfólk ráðuneytanna eins og aðrir eiga í trúnaðarsamböndum við fólk utan ráðuneyta. Bæði vini og kollega og þess vegna barst þetta mér til eyrna.“ Í svari Katrínar Jakobsdóttur segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um slíka háttsemi, sem hún staðfesti að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Kæmu slík tilvik upp séu skýrir verkferlar fyrir hendi. „Það sem ég hins vegar segi líka í svarinu, af því að mér finnst mjög mikilvægt að allar upplýsingar liggi fyrir, er að forsætisráðherra á auðvitað alls konar samtöl við fólk sem vinnur í stjórnarráðinu um samskipti þess starfsfólk við annað starfsfólk. En ekkert af þeim samtölum hefur leitt til þess að óskað hafi verið atbeina mín í þeim málum.“ Hega Vala segist nú ætla að leggja fram fyrirspurn til hvers og eins ráðherra. Hún telur mikilvægt að fá svör og segir fólk eiga rétt á að vita hvernig ráðherrar komi fram við starfsfólk. „Við þurfum að veita starfsfólki stjórnarráðsins vernd og það þarf að vera skýrt að vanvirðandi hegðun er ekki í boði þar. Þó að þú sért æðsti embættismaður þjóðarinnar verður þú að gæta ákveðinna mannasiða.“
Alþingi Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira