Málstaður sem skilar ekki auknu fylgi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 10. desember 2022 10:30 Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Samfylkingin Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Fylgi Samfylkingarinnar hefur tvöfaldast frá þingkosningunum sem fram fóru fyrir rúmu ári síðan samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana í kjölfar þess að nýr formaður, Kristrún Frostadóttir, tók við flokknum. Fylgið hefur þannig farið úr tæpum 10% í kosningunum í um 20%. Kannanir benda til þess að þar vegi þungt ákvörðun formannsins um það að setja stefnu flokksins um inngöngu í Evrópusambandið á ís. Vaxandi andstaða við inngöngu í Evrópusambandið hefur þannig mælst í skoðanakönnunum á meðal þeirra sem segjast styðja Samfylkinguna á sama tíma og fylgi flokksins hefur aukizt. Með öðrum orðum telur ljóslega stór hópur kjósenda, sem andvígur er því að Ísland gangi í sambandið, að hann geti nú stutt Samfylkinguna í trausti þess að flokkurinn muni þrátt fyrir óbreytta stefnu ekki beita sér fyrir inngöngu í það. Hafa ekki minnzt á Evrópusambandið Fylgi Viðreisnar, hins stjórnmálaflokksins á Alþingi sem hlynntur er inngöngu í Evrópusambandið, er á sama tíma á hliðstæðum nótum nú og í þingkosningunum og hefur þannig lítið breytzt á undanförnum mánuðum þrátt fyrir aukna áherzlu flokksins á málið í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu í lok febrúar. Miðað við síðustu könnun Gallups er fylgi flokksins raunar talsvert minna nú en það var í kosningunum. Með öðrum orðum liggur beinast við að draga þá ályktun að áherzla á inngöngu Íslands í Evrópusambandið sé ekki ávísun á fylgisaukningu. Þvert á móti. Forystumenn Viðreisnar virðast hafa áttað sig á þessu og hafa þannig að undanförnu sent frá sér greinar um mál, sem þeir hafa áður ekki fjallað um án þess að tengja þau með beinum hætti við inngöngu í Evrópusambandið, án þess að minnast einu orði á sambandið. Viðreisn í eðli sínu eins máls flokkur Mikilvægt er að hafa í huga að grundvallarmunur er á Samfylkingunni og Viðreisn í þessu sambandi. Viðreisn var þannig beinlínis stofnuð í kringum það stefnumál að ganga í Evrópusambandið. Öll önnur stefnumál flokksins taka í raun mið af því. Þá annað hvort sem liður í undirbúningi fyrir inngöngu í sambandið eða að þau standi ekki í vegi þess að af henni geti orðið. Viðreisn er þannig í eðli sínu eins máls flokkur. Hins vegar var Samfylkingin aldrei stofnuð í kringum inngöngu í Evrópusambandið. Málið var þvert á móti lagt til hliðar þegar flokkurinn var stofnaður fyrir bráðum aldarfjórðungi síðan. Innganga í sambandið varð ekki að stefnu hans fyrr en nokkrum árum síðar. Flokkarnir hafa báðir reynt að leggja áherzlu á önnur mál að undanförnu en trúverðugleiki Samfylkingarinnar er fyrir vikið langtum meiri en Viðreisnar. Stefna Samfylkingarinnar er óbreytt Hitt er svo annað mál að full ástæða er til þess að setja eðlilegan fyrirvara við breytta áherzlu Samfylkingarinnar enda er stefna flokksins eftir sem áður innganga í Evrópusambandið. Miðað við stefnuræðu Kristrúnar í haust er markmiðið, með því að leggja ekki áherzlu á málið, fyrst og fremst það að auka fylgi Samfylkingarinnar og nýta fylgisaukninguna meðal annars í þágu inngöngu í sambandið „þegar tækifærið gefst.“ Fyrir vikið er alls óvíst hvort breytt áherzla Samfylkingarinnar dugi þegar upp verður staðið til þess að sannfæra vinstrisinnaða kjósendur, sem andvígir eru inngöngu í Evrópusambandið, um það að óhætt sé að kjósa flokkinn og að atkvæði þeirra verði ekki notuð til þess að taka skref í átt að inngöngu í sambandið. Á meðan stefna Samfylkingarinnar er óbreytt er að öllum líkindum ekki hægt að stóla á það. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun