Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu Jakob Bjarnar og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 12. desember 2022 11:26 Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari varpar nú öndinni léttar en eftir stranga samningslotu hefur samningsaðilum nú tekist að ná saman. vísir/vilhelm Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu. Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu. Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Ekkert liggur fyrir um hvað felst í samningunum en fjölmiðlum býðst að vera viðstaddir undirritun sem verður klukkan eitt í dag. Bein útsending verður frá undirrituninni í Karphúsinu á Vísi og Stöð 2 Vísi hér að neðan. Maraþonfundi aðila lauk um fimmleytið í nótt. Samningsaðilar höfðu verið boðaðir til fundar á nýjan leik klukkan 13. Því virðist sem tekist hafi samkomulag utan formlegs fundar í Karphúsinu. Umrædd samningalota hefur staðið frá 14. nóvember en undanfarinn sólarhring hafa viðsemjendur verið í fjölmiðlabanni að boði ríkissáttasemjara. Samningar tókust um skammtímasamning Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins fyrir rúmri viku. Nú stefnir í undirritun klukkan 13 hjá VR, LÍV og samfloti iðnaðar- og tæknifólks. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Elísabet S. Ólafsdóttir, aðstoðarsáttasemjari og skrifstofustjóri hjá embætti ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Efling vísaði í síðustu viku kjaradeilu sinni við SA til sáttasemjara. „Við erum eina félagið sem hefur sett fram kröfugerð með tölusettum launakröfum. Við höfum verið opinská og heiðarleg við okkar viðsemjendur. Áhuga- og virðingarleysi Samtaka atvinnulífsins gagnvart félagsfólki Eflingar er hins vegar algjört. Okkur eru ekki veitt svör eða viðbrögð. Það er því rétt og óhjákvæmilegt að vísa deilunni til ríkissáttasemjara eins og heimilað er í lögunum um kjaraviðræður,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Samningafundur hefur ekki verið boðaður í þeirri deilu. Ráðherrar boðar til blaðamannafundar Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa hins vegar boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.
Kjaramál Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022 Stéttarfélög Tengdar fréttir Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54 Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Maraþonfundur hjá sáttasemjara stendur enn Enn einn daginn er fundað fram á kvöld í kjaradeilu Samtaka Atvinnulífsins við VR, LÍV og samflot iðn- og tæknifólks. Samkvæmt heimildum fréttastofu er allt eins líklegt að fundað verði áfram inn í nóttina. 11. desember 2022 22:54
Spennuþrungið andrúmsloft í Karphúsinu og viðræður á viðkvæmu stigi Ljóst er að fundað verður fram á kvöld í Karphúsinu en fjölmiðlabann er þar í gildi að beiðni ríkissáttarsemjara. 11. desember 2022 19:59