Eldvarnir í dagsins önn Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 13. desember 2022 08:01 Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks. Alltaf að hlaða Ein algengasta orsök bruna á heimilum tengist raftækjum. Við erum sífellt að hlaða – hlaða símann, hlaða tölvuna, heyrnartól, rafhlaupahjól, bílinn. Því er mikilvægt að hafa varann á og gæta þess hvernig við hlöðum. Um hleðslutækið fer rafstraumur sem skilar sér í tækið sem um ræðir. Þetta getur skapað hita og orsakað íkveikju ef ekki er farið gætilega. Rafmagnstæki ætti aldrei að hlaða uppi í rúmi, sófa eða annars staðar þar sem hiti getur læst sig í eldfim efni. Ef sæng, teppi eða koddi eru yfir tækinu getur það ofhitnað auk þess sem þessi efni eru mikill eldsmatur. Næstum tvöfalt líklegra er að það kvikni í út frá raftækjum sem verið er að hlaða uppi í rúmi eða sófa. Mikilvægt er að hlaða þessi tæki aðeins þar sem loftar vel um þau. Ný tæki, nýjar áskoranir Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og besta forvörnin er að hlaða þau ekki innandyra. Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Útköllum slökkviliðsins vegna logandi rafhlaupahjóla og rafhjóla hefur fjölgað ár frá ári og hafa íbúðir gjöreyðilagst í eldsvoðum út frá þeim. Við hleðslu fer gífurleg orka í lítinn rafhlöðukubb og ef eitthvað klikkar í hleðslunni eða upp kemur bilun í rafhlöðunni er voðinn vís. Til dæmis gæti rafhlaðan fengið á sig högg og þegar liþíum rafhlöður fá á sig högg geta þær sprungið. Liþíum rafhlöður eru einnig viðkvæmar fyrir frosti og háum hita. Árekstur við gangstéttarkant eða galli í rafhlöðu getur skilað sér í hættulegum neista síðar meir. Skemmdir á liþíumrafhlöðum geta valdið eldsvoða og kviknað getur í þeim jafnvel þótt þær séu ekki í hleðslu. Því er mikilvægt að skipta tafarlaust út skemmdum rafhlöðum. Sprengingar í rafhlöðum geta verið öflugar og þegar rafhlöður brenna myndast vetnisgas þannig eldurinn viðheldur sér sjálfur. Hann þarf ekki súrefni. Því getur verið erfitt að slökkva í svona eldum og þarf gríðarlega mikið vatn til verksins. Þess vegna er betra að nota eldvarnateppi til að slökkva slíka elda ef mögulegt er. Rafhlaupahjól eru þó ekki einu rafmagnstækin sem kviknað getur í út frá rafhlöðu. Það sama gildir um tölvur og farsíma. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og slökkviliðin hafa hvatt fólk til að hlaða ekki tækin á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Einnig að tækin séu hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er fyrir hendi, í bílskúrum eða utandyra. Reykskynjarar í öllum rýmum Það er af sem áður var að síminn og sjónvarpið séu bara á einum stað í húsinu. Mörg heimili eru í dag stútfull af raftækjum í öllum herbergjum. Við hlöðum síma og tölvur hvar sem innstunga finnst og börn og unglingar eru oft og tíðum með fleiri en eitt tæki í sínum herbergjum. Því hefur þörfin á reykskynjurum í öllum rýmum aukist. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári. Í dag er þó líka hægt að fá reykskynjara með rafhlöðum sem endast lengur. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara eða eitt stykki reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin. Rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Aðrar brunavarnir heimilisins Mikilvægt er að huga líka að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Í kringum hátíðarnar stendur oft mikið til en framkvæmdum getur fylgt áhætta. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu en pottabrunar eru algengir. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum. Skynsamlegt er að ofhlaða ekki fjöltengi og tengja ekki fjöltengi í annað fjöltengi. Ef seríur eru skemmdar og vírar standa út í loftið er kominn tími á að lagfæra eða henda gripnum og setja í endurvinnslu. Ef farið er í burtu yfir lengri tíma er best að slökkva á ljósum innandyra. Hafa þarf gætur á opnum eldi og eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og passa að skraut og eldfim efni liggi ekki of nálægt kertum, til dæmis á aðventukrönsum. Eins þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa einnig að vera á traustu undirlagi. Á vef Eldvarnabandalagsins má finna góðar leiðbeiningar í Eldvarnir- handbók heimilisins á íslensku, ensku og pólsku. Betur má ef duga skal Í skýrslu starfshóps um stöðu brunamála hér á landi frá árinu 2020 kemur fram að staða brunamála á Íslandi sé nokkuð góð í samanburði við nágrannalöndin. Þó telja skýrsluhöfundar það áhyggjuefni að síðustu ár hafi tjón vegna bruna verið að aukast og mikilvægt sé að finna leiðir til að stöðva þá þróun. Stórefla þarf brunaeftirlit og gerð brunavarnaáætlana og nauðsynlegt er að stækka og efla slökkviliðin á landsbyggðinni. Á síðustu árum hafa verið reistar stærri, flóknari og dýrari byggingar, ný tæki eins og rafhlaupahjól hafa verið að ryðja sér til rúms og mikil orkunotkun er hjá stórorkunotendum. Einnig sýnir könnun frá Gallup að ungt fólk á aldrinum 25 til 34 ára þurfi að bæta sig er kemur að notkun nauðsynlegs eldvarnarbúnaðar. Við þurfum því að vera vel á verði því einn skæður eldsvoði er einum of mikið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Jól Slökkvilið Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Senn gengur í garð hátíð ljóss og friðar og þá tendrum við gjarnan jólaljós og spreytum okkur í eldhúsinu. Oft er minnt á mikilvægi þess að eldvarnir séu í lagi í desember þegar við bætum í rafmagns- og kertanotkun en vissulega þurfa þær að vera í lagi allan ársins hring. Ekki síst þegar við horfum á breytta virkni heimila vegna áhrifa frá lífsstíl nútímafólks. Alltaf að hlaða Ein algengasta orsök bruna á heimilum tengist raftækjum. Við erum sífellt að hlaða – hlaða símann, hlaða tölvuna, heyrnartól, rafhlaupahjól, bílinn. Því er mikilvægt að hafa varann á og gæta þess hvernig við hlöðum. Um hleðslutækið fer rafstraumur sem skilar sér í tækið sem um ræðir. Þetta getur skapað hita og orsakað íkveikju ef ekki er farið gætilega. Rafmagnstæki ætti aldrei að hlaða uppi í rúmi, sófa eða annars staðar þar sem hiti getur læst sig í eldfim efni. Ef sæng, teppi eða koddi eru yfir tækinu getur það ofhitnað auk þess sem þessi efni eru mikill eldsmatur. Næstum tvöfalt líklegra er að það kvikni í út frá raftækjum sem verið er að hlaða uppi í rúmi eða sófa. Mikilvægt er að hlaða þessi tæki aðeins þar sem loftar vel um þau. Ný tæki, nýjar áskoranir Rafhlaupahjól og rafhjól ætti helst ekki að hlaða innanhúss og besta forvörnin er að hlaða þau ekki innandyra. Veruleg hætta getur stafað af raftækjum sem eru í hleðslu inni á heimilum fólks. Útköllum slökkviliðsins vegna logandi rafhlaupahjóla og rafhjóla hefur fjölgað ár frá ári og hafa íbúðir gjöreyðilagst í eldsvoðum út frá þeim. Við hleðslu fer gífurleg orka í lítinn rafhlöðukubb og ef eitthvað klikkar í hleðslunni eða upp kemur bilun í rafhlöðunni er voðinn vís. Til dæmis gæti rafhlaðan fengið á sig högg og þegar liþíum rafhlöður fá á sig högg geta þær sprungið. Liþíum rafhlöður eru einnig viðkvæmar fyrir frosti og háum hita. Árekstur við gangstéttarkant eða galli í rafhlöðu getur skilað sér í hættulegum neista síðar meir. Skemmdir á liþíumrafhlöðum geta valdið eldsvoða og kviknað getur í þeim jafnvel þótt þær séu ekki í hleðslu. Því er mikilvægt að skipta tafarlaust út skemmdum rafhlöðum. Sprengingar í rafhlöðum geta verið öflugar og þegar rafhlöður brenna myndast vetnisgas þannig eldurinn viðheldur sér sjálfur. Hann þarf ekki súrefni. Því getur verið erfitt að slökkva í svona eldum og þarf gríðarlega mikið vatn til verksins. Þess vegna er betra að nota eldvarnateppi til að slökkva slíka elda ef mögulegt er. Rafhlaupahjól eru þó ekki einu rafmagnstækin sem kviknað getur í út frá rafhlöðu. Það sama gildir um tölvur og farsíma. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og slökkviliðin hafa hvatt fólk til að hlaða ekki tækin á nóttunni þegar allir eru sofandi eða enginn til staðar. Einnig að tækin séu hlaðin í rýmum þar sem reykskynjari er fyrir hendi, í bílskúrum eða utandyra. Reykskynjarar í öllum rýmum Það er af sem áður var að síminn og sjónvarpið séu bara á einum stað í húsinu. Mörg heimili eru í dag stútfull af raftækjum í öllum herbergjum. Við hlöðum síma og tölvur hvar sem innstunga finnst og börn og unglingar eru oft og tíðum með fleiri en eitt tæki í sínum herbergjum. Því hefur þörfin á reykskynjurum í öllum rýmum aukist. Reykskynjarinn er eitt mikilvægasta öryggistæki heimilisins og hefur bjargað mörgum mannslífum. Um er að ræða ódýrt en áhrifaríkt öryggistæki sem ætti að vera á hverju heimili, í öllum rýmum og herbergjum. Skerandi hljóðið sem skynjarinn gefur frá sér getur skipt sköpum þegar eldur kviknar. Mikilvægt er að muna eftir að prófa reykskynjara, helst mánaðarlega en minnst fjórum sinnum á ári. Einfalt er að prófa hann með því að þrýsta á þar til gerðan hnapp á reykskynjaranum, oftast merktur „test“, til að kanna hvort hann gefi frá sér hljóð. Ef reykskynjarinn gefur frá sér hljóð þegar þrýst er á hnappinn er skynjarinn virkur og í lagi. Nauðsynlegt er að skipta um rafhlöður í flestum reykskynjurum einu sinni á ári. Í dag er þó líka hægt að fá reykskynjara með rafhlöðum sem endast lengur. Þá getur verið sniðugt að skrifa á lítinn límmiða hvenær skipt var síðast um rafhlöðu og líma hann á reykskynjarann. Viðskiptavinum tryggingafélaga býðst víða að taka með sér rafhlöðu í reykskynjara eða eitt stykki reykskynjara þegar þeir heimsækja útibúin. Rafhlöðulaus eða óvirkur reykskynjari bjargar engum. Aðrar brunavarnir heimilisins Mikilvægt er að huga líka að öðrum brunavörnum heimilisins, hafa eldvarnateppi til taks í eldhúsinu og kanna hvort komið sé að yfirferð og skoðun á slökkvitæki. Gott er að fara yfir flóttaleiðir og gæta þess að þær séu nógu margar og greiðfærar. Í kringum hátíðarnar stendur oft mikið til en framkvæmdum getur fylgt áhætta. Fara þarf varlega þegar verið er að djúpsteikja og gæta þess að gleyma ekki pottum á heitri hellu en pottabrunar eru algengir. Einnig er mikilvægt að geyma ekki hluti ofan á eldavélum. Skynsamlegt er að ofhlaða ekki fjöltengi og tengja ekki fjöltengi í annað fjöltengi. Ef seríur eru skemmdar og vírar standa út í loftið er kominn tími á að lagfæra eða henda gripnum og setja í endurvinnslu. Ef farið er í burtu yfir lengri tíma er best að slökkva á ljósum innandyra. Hafa þarf gætur á opnum eldi og eftirlit með logandi kertum. Slökkva þarf tímanlega á þeim og passa að skraut og eldfim efni liggi ekki of nálægt kertum, til dæmis á aðventukrönsum. Eins þarf að gæta þess að hafa kerti ekki of nálægt hitagjafa eins og ofni eða sjónvarpi. Logandi kerti ættu aldrei að standa ofan á raftækjum og aldrei má skilja börn eða dýr ein eftir með logandi kertum. Útikerti þurfa einnig að vera á traustu undirlagi. Á vef Eldvarnabandalagsins má finna góðar leiðbeiningar í Eldvarnir- handbók heimilisins á íslensku, ensku og pólsku. Betur má ef duga skal Í skýrslu starfshóps um stöðu brunamála hér á landi frá árinu 2020 kemur fram að staða brunamála á Íslandi sé nokkuð góð í samanburði við nágrannalöndin. Þó telja skýrsluhöfundar það áhyggjuefni að síðustu ár hafi tjón vegna bruna verið að aukast og mikilvægt sé að finna leiðir til að stöðva þá þróun. Stórefla þarf brunaeftirlit og gerð brunavarnaáætlana og nauðsynlegt er að stækka og efla slökkviliðin á landsbyggðinni. Á síðustu árum hafa verið reistar stærri, flóknari og dýrari byggingar, ný tæki eins og rafhlaupahjól hafa verið að ryðja sér til rúms og mikil orkunotkun er hjá stórorkunotendum. Einnig sýnir könnun frá Gallup að ungt fólk á aldrinum 25 til 34 ára þurfi að bæta sig er kemur að notkun nauðsynlegs eldvarnarbúnaðar. Við þurfum því að vera vel á verði því einn skæður eldsvoði er einum of mikið. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun