Nú hægt að fylgjast með íbúðauppbyggingu í rauntíma Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2022 12:16 Með nýju korti HMS verða upplýsingar um íbúðauppbyggingu birtar í rauntíma en ekki tvisvar á ári líkt og gert var áður fyrr. Vísir/Vilhelm Nýtt gagnvirkt Íslandskort Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) er komið í loftið. Þar er hægt að skoða öll byggingaráform á landinu í rauntíma sem og skoða allar íbúðir í byggingu. Hingað til hafa upplýsingarnar einungis verið birtar tvisvar á ári. Tölfræðingur hjá HMS segir að kortið verði mikilvægt stjórntæki á sviði húsnæðismála. Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Nýja kortið sýnir rauntímaupplýsingar um fjölda íbúða í byggingu samkvæmt mannvirkjaskrá. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt er að sjá fjölda íbúða í byggingu á einum stað. Með kortinu geta sveitarfélög, verktakar, lánastofnanir og fleiri byggt áætlanir sýnar á nákvæmari tölum en áður. Þorsteinn Arnalds, tölfræðingur hjá HMS, segir nýja kortið vera grundvöllur fyrir að geta séð hvernig byggingamarkaður er að þróast. „Þetta verður mikilvægt stjórntæki bæði, á sviði húsnæðismála til þess að gera raunhæfar áætlanir, og einnig til þess að fylgjast með í byggingareftirliti sem tryggir það að verið sé að fylgjast með þeim framkvæmdum sem eru í gangi. Það er hægt að sjá í fyrsta lagi fjöldann sem er í byggingu, svo er hægt að sjá hvar þær eru. Í mannvirkjaskrá er einnig hægt að sjá stöðu allra bygginga, sama hvort þær eru í byggingu eða eru fullbúnar. Bæði byggingarleyfi og úttektir sem farið hafa fram á byggingunum,“ segir Þorsteinn í samtali við fréttastofu. Á opnum fundi sem fer nú fram í húsnæði stofnunarinnar í Borgartúni er fjallað um þetta nýja kort en einnig íbúðaþörf á Íslandi. Þorsteinn segir að miðað við áætlanir þeirra sé einhver óuppfyllt íbúðaþörf en fjallað verður um hvað hefur áhrif á metna íbúðaþörf og helstu óvissuþætti hennar. „Það hefur verið fyrirferðarmikið í umræðunni hugsanlegt ofmat á mannfjölda. Það sem skiptir meira máli fyrir framtíðaríbúðaþörf er þróun á mannfjölda, hversu mikið og hratt okkur fjölgar. Það hefur undanfarið verið megindrifkrafturinn í því hvernig við leggjum mat á þörf fyrir nýjar íbúðir. Í meginatriðum hefur matið verið mjög sambærilegt frá árinu 2019 þegar við byrjuðum á þessu. Til þess að fullnægja þörf fyrir íbúðir þá þyrfti að byggja um þrjú til fjögur þúsund íbúðir á ári næstu fimm árin,“ segir Þorsteinn. Miðað við áætlanir HMS þá er einhver óuppfyllt íbúðaþörf en Þorsteinn segir það erfitt að átta sig á því í núinu hversu mikill skortur sé á íbúðum. Eftirspurn á fasteignamarkaði ráðist oft til skamms tíma, sérstaklega út af þáttum eins og vöxtum og kaupmætti.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira