Greindi eiginmanninn á Google eftir stutt stopp á bráðamóttöku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 13. desember 2022 15:14 Tomasz og Karen Bereza við jólatré á ánægjulegri stundu. Jólin eru í nokkurri óvissu enda Tomasz á sjúkrahúsi vegna heilahimnubólgu. „Það versta er að læknar þola ekki sjálfsgreiningar af Google, en almúginn þarf samt að greina sig sjálfur til að fá hjálp,“ segir Karen Bereza. Eiginmaður hennar var sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans með verkjalyf þrátt fyrir sárar höfuðkvalir og hnakkastífni. Þá var ekki komið í ljós að hann var með sýkingu sem veldur lífshættulegri heilahimnubólgu. Sú greining hefði eflaust ekki komið til nema vegna þess að Karen tók það upp hjá sjálfri sér að „gúgla“ einkennin. Stutt stopp eftir ferð með sjúkrabíl á bráðamóttöku Tomasz Bereza, eiginmaður Karenar er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn og það þriðja á leiðinni. Í samtali við Vísi segir Karen að Tomasz hafi veikst af flensu í síðustu viku, á sama tíma og sonur þeirra. Báðir hafi fengið eyrnabólgu og uppáskrifuð sýklalyf á læknavaktinni. Í kjölfarið hurfu einkennin hjá syninum en líðan Tomasz fór hins vegar hríðversnandi og náði hámarki í gærdag. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Verkurinn var ekki lengur i eyranu á honum heldur aftan á hausnum, hann varð stífur í hausnum og hálsinum og fékk nístandi verki,“ segir Karen. Hún afréð að lokum að hringja á sjúkrabíl, síðdegis í gær, eftir að hafa horft upp á eiginmann sinn „veinandi og grátandi af verkjum.“ Að sögn Karenar mætti sjúkrabílinn um hálftíma síðar. 45 mínútum síðar hringdi Tomasz í hana af spítalanum og hafði vakthafandi læknir þá skoðað hann. Hún segist ekki geta hugsað til enda hvað hefði getað gerst ef að Tomasz hefði ekki fengið rétta greiningu. Hún hyggst fara lengra með málið og krefjast svara frá Landlækni. „Læknirinn sem sagt athugaði einungis blóðþrýsting og hita en þreifaði ekkert á hálsinum á honum og lét heldur ekki taka úr honum blóð. Hann sagði síðan að það væri of mikið að gera hjá þeim og sendi hann svo heim með Tramadol, Parkódín og Íbúfen og sagði honum að mynda fá tíma hjá háls-nef og eyrnalækni daginn eftir. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að halda.“ Veinaði af sársauka Karen segir Tomasz hafa tekið inn verkjalyfin samviskusamlega en það hafi engu breytt. Verkirnir héldu áfram og ágerðust stöðugt. „Það vætlaði endalaust blóð úr eyranu úr honum, við skiptum milljón sinnum um grisjur og samt var rúmið allt út í blóði. Ég hélt að þetta hefði verið eyrnabólga, og hún myndi þá skána þegar hljóðhimnan myndi springa, af því að þá fer þrýstingurinn. En svo sagði hann mér að verkurinn væri ekki í eyranu, heldur í hausnum.“ Karen segir það hafa verið skelfilegt að horfa upp á eiginmann sinn veinandi af sársauka. Kvalirnar hafi verið svo miklar að hún hafi þurft að halda utan um hann eins og barn. Í kjölfarið fór hún inn á google og sló inn einkennin: stífleiki í hálsi, eyrnabólga og höfuðverkjaköst. Niðurstöðurnar sem komu upp bentu til heilahimnubólgu. „Þá fékk ég bara eitthvað svona ljósaperumóment, það passaði allt við hann sem stóð þarna.“ Vísað strax aftur á bráðavakt Karen segist hafa hringt samstundis upp á læknavakt og rætt málið við vinsamlegan hjúkrunarfræðing. Sáundraði sig á því að hvorki hefði verið tekin blóðprufa né þreifað á hnakka Tomasz á bráðamóttökunni fyrr um daginn. Í kjölfarið fóru þau beint aftur á læknavaktina þar sem þeim var vísað inn strax. Læknir sem tók á móti þeim var ekki lengi að sjá hvað amaði að eftir að hafa þreifað á hálsi Tomasz og tekið bakteríupróf. Í ljós kom að hljóðhimnan var sprungin og sýkingin úr eyranu var búin að færa sig yfir í hnakkann. Þá taldi læknirinn líklegt að um væri að ræða sýkingu í stikilbeini aftan á hnakkanum en slíkt getur leitt til lífshættulegrar heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkingar. „Læknirinn sendir okkur þá strax aftur á bráðadeildina og segist ætla að tala við sérfræðing sem er þar sem muni taka á móti okkur.“ Karen segist hafa átt von á betra viðmóti á bráðamóttökunni í þetta skiptið en annað kom þó á daginn. Þar hittu þau fyrir sama hjúkrunarfræðing og hafði tekið á móti Tomasz fyrr um daginn. Karen segir hjúkrunarfræðinginn hafa verið niðrandi í framkomu sinni við eiginmann hennar og beint orðum sínum til hans á niðurlægjandi hátt. Annar hjúkrunarfræðingur hafi þó birst að lokum og í kjölfarið var Tomasz lagður inn til rannsókna. „Læknirinn á læknavaktinni þurfti greinilega að hafa samband til að það yrði tekið eitthvað mark á þessu. Eftir það gerðist allt mjög hratt.ׅ“ Mikil óvissa Eftir margvíslegar rannsóknir var Tomasz gefin sýkalyf í æð eftir að blóðprufur sýndu fram á mikla sýkingu, sem var búin að dreifa sér frá eyranu. Í millitíðinni var honum meðal annars gefið morfín til að slá á kvalirnar. Karen segist anda örlítið léttar nú þegar maður hennar er kominn undir hendur lækna á spítalanum. Óvissan er engu að síður mikil. „Hann fer í segulómskoðun í dag svo hægt sé að sjá nákvæmlega hvar sýkingin liggur. Eins og er þá er hann bara svo þjáður að það er lítið hægt að ræða við hann. Hann þarf líklega að vera á spítalanum í einhverja daga.“ Hún segist þakklát fyrir að hafa hlustað á innsæið og lesið sér til um einkenni mannsins síns en segir farir sínar ekki sléttar af því viðmóti og þeim vinnubrögðum sem þau urðu vitni að á bráðamóttökunni. Hún segist ekki geta hugsað til enda hvað hefði getað gerst ef að Tomasz hefði ekki fengið rétta greiningu. Hún hyggst fara lengra með málið og krefjast svara frá Landlækni. „Ég vil að þessi læknir og þessi hjúkrunarfræðingur sem komu svona fram við hann fái áminningu. Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð. Ég vil líka fá að heyra það sjálf að þetta sé ekki í lagi. Ég þarf sjálf að fá lokun á þetta.“ Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Þá var ekki komið í ljós að hann var með sýkingu sem veldur lífshættulegri heilahimnubólgu. Sú greining hefði eflaust ekki komið til nema vegna þess að Karen tók það upp hjá sjálfri sér að „gúgla“ einkennin. Stutt stopp eftir ferð með sjúkrabíl á bráðamóttöku Tomasz Bereza, eiginmaður Karenar er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn og það þriðja á leiðinni. Í samtali við Vísi segir Karen að Tomasz hafi veikst af flensu í síðustu viku, á sama tíma og sonur þeirra. Báðir hafi fengið eyrnabólgu og uppáskrifuð sýklalyf á læknavaktinni. Í kjölfarið hurfu einkennin hjá syninum en líðan Tomasz fór hins vegar hríðversnandi og náði hámarki í gærdag. „Þetta gerðist allt mjög hratt. Verkurinn var ekki lengur i eyranu á honum heldur aftan á hausnum, hann varð stífur í hausnum og hálsinum og fékk nístandi verki,“ segir Karen. Hún afréð að lokum að hringja á sjúkrabíl, síðdegis í gær, eftir að hafa horft upp á eiginmann sinn „veinandi og grátandi af verkjum.“ Að sögn Karenar mætti sjúkrabílinn um hálftíma síðar. 45 mínútum síðar hringdi Tomasz í hana af spítalanum og hafði vakthafandi læknir þá skoðað hann. Hún segist ekki geta hugsað til enda hvað hefði getað gerst ef að Tomasz hefði ekki fengið rétta greiningu. Hún hyggst fara lengra með málið og krefjast svara frá Landlækni. „Læknirinn sem sagt athugaði einungis blóðþrýsting og hita en þreifaði ekkert á hálsinum á honum og lét heldur ekki taka úr honum blóð. Hann sagði síðan að það væri of mikið að gera hjá þeim og sendi hann svo heim með Tramadol, Parkódín og Íbúfen og sagði honum að mynda fá tíma hjá háls-nef og eyrnalækni daginn eftir. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að halda.“ Veinaði af sársauka Karen segir Tomasz hafa tekið inn verkjalyfin samviskusamlega en það hafi engu breytt. Verkirnir héldu áfram og ágerðust stöðugt. „Það vætlaði endalaust blóð úr eyranu úr honum, við skiptum milljón sinnum um grisjur og samt var rúmið allt út í blóði. Ég hélt að þetta hefði verið eyrnabólga, og hún myndi þá skána þegar hljóðhimnan myndi springa, af því að þá fer þrýstingurinn. En svo sagði hann mér að verkurinn væri ekki í eyranu, heldur í hausnum.“ Karen segir það hafa verið skelfilegt að horfa upp á eiginmann sinn veinandi af sársauka. Kvalirnar hafi verið svo miklar að hún hafi þurft að halda utan um hann eins og barn. Í kjölfarið fór hún inn á google og sló inn einkennin: stífleiki í hálsi, eyrnabólga og höfuðverkjaköst. Niðurstöðurnar sem komu upp bentu til heilahimnubólgu. „Þá fékk ég bara eitthvað svona ljósaperumóment, það passaði allt við hann sem stóð þarna.“ Vísað strax aftur á bráðavakt Karen segist hafa hringt samstundis upp á læknavakt og rætt málið við vinsamlegan hjúkrunarfræðing. Sáundraði sig á því að hvorki hefði verið tekin blóðprufa né þreifað á hnakka Tomasz á bráðamóttökunni fyrr um daginn. Í kjölfarið fóru þau beint aftur á læknavaktina þar sem þeim var vísað inn strax. Læknir sem tók á móti þeim var ekki lengi að sjá hvað amaði að eftir að hafa þreifað á hálsi Tomasz og tekið bakteríupróf. Í ljós kom að hljóðhimnan var sprungin og sýkingin úr eyranu var búin að færa sig yfir í hnakkann. Þá taldi læknirinn líklegt að um væri að ræða sýkingu í stikilbeini aftan á hnakkanum en slíkt getur leitt til lífshættulegrar heilahimnubólgu af völdum bakteríusýkingar. „Læknirinn sendir okkur þá strax aftur á bráðadeildina og segist ætla að tala við sérfræðing sem er þar sem muni taka á móti okkur.“ Karen segist hafa átt von á betra viðmóti á bráðamóttökunni í þetta skiptið en annað kom þó á daginn. Þar hittu þau fyrir sama hjúkrunarfræðing og hafði tekið á móti Tomasz fyrr um daginn. Karen segir hjúkrunarfræðinginn hafa verið niðrandi í framkomu sinni við eiginmann hennar og beint orðum sínum til hans á niðurlægjandi hátt. Annar hjúkrunarfræðingur hafi þó birst að lokum og í kjölfarið var Tomasz lagður inn til rannsókna. „Læknirinn á læknavaktinni þurfti greinilega að hafa samband til að það yrði tekið eitthvað mark á þessu. Eftir það gerðist allt mjög hratt.ׅ“ Mikil óvissa Eftir margvíslegar rannsóknir var Tomasz gefin sýkalyf í æð eftir að blóðprufur sýndu fram á mikla sýkingu, sem var búin að dreifa sér frá eyranu. Í millitíðinni var honum meðal annars gefið morfín til að slá á kvalirnar. Karen segist anda örlítið léttar nú þegar maður hennar er kominn undir hendur lækna á spítalanum. Óvissan er engu að síður mikil. „Hann fer í segulómskoðun í dag svo hægt sé að sjá nákvæmlega hvar sýkingin liggur. Eins og er þá er hann bara svo þjáður að það er lítið hægt að ræða við hann. Hann þarf líklega að vera á spítalanum í einhverja daga.“ Hún segist þakklát fyrir að hafa hlustað á innsæið og lesið sér til um einkenni mannsins síns en segir farir sínar ekki sléttar af því viðmóti og þeim vinnubrögðum sem þau urðu vitni að á bráðamóttökunni. Hún segist ekki geta hugsað til enda hvað hefði getað gerst ef að Tomasz hefði ekki fengið rétta greiningu. Hún hyggst fara lengra með málið og krefjast svara frá Landlækni. „Ég vil að þessi læknir og þessi hjúkrunarfræðingur sem komu svona fram við hann fái áminningu. Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð. Ég vil líka fá að heyra það sjálf að þetta sé ekki í lagi. Ég þarf sjálf að fá lokun á þetta.“
Heilbrigðismál Reykjavík Landspítalinn Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira