Vilja tryggja brotaþolum sálfræðistuðning eftir skýrslutöku Kjartan Kjartansson skrifar 14. desember 2022 18:33 Lögreglustöðin við Hverfisgötu. Þolendum kynferðisofbeldi verður boðið upp á sálfræðistuðning eftir skýrslutöku með verkefni dóms- og heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Dóms- og heilbrigðisráðherra ætla að vinna að því að tryggja brotaþolum kynferðisofbeldis stuðning hjá sálfræðingi að lokinni skýrslutöku hjá lögreglu. Einnig ætla þeir að auka samvinnu lögreglu og heilbrigðiskerfisins um þjónustu vegna kynferðisofbeldis. Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Í tilkynningu sem birt var á vef stjórnarráðsins í gær kom fram að dómsmálaráðherra hefði ákveðið að styrkja reglubundið samráð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og starfsmanna neyðarmóttöku og áfallateymis Landspítalans um þjónustu við brotaþola kynferðisofbeldis. Samráðið snerist meðal annars um hvernig lögregla skuli standa að tilvísun sem tryggi brotaþolum stuðningsviðtal sálfræðings að lokinni skýrslutöku og miðlun upplýsinga um meðferð mála innan réttarvörslukerfisins til brotaþola. Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við Háskólann á Akureyri gerir úttekt á árangri af samstarfinu með því að taka viðtöl við einstaklinga sem leggja fram kæru hjá lögreglu vegna kynferðisleg ofbeldis. Metin verður reynsla kærenda af skýrslutöku og stuðningsviðtali hjá sálfræðingi í kjölfarið. Einnig verður gerð úttekt á reynslu lögreglu og heilbrigðisstarfsfólks af samstarfinu. Verkefnið er í anda aðgerðaáætlunar um bætta meðferð kynferðisbrota í réttarvörslukerfinu fyrir árin 2018 til 2022 en þar kemur fram að tryggja þurfi brotaþolum viðeigandi stuðning innan kerfisins, þar á meðal sálfræðimeðferð innan heilbrigðiskerfisins eða önnur úrræði óháð búsetu og efnahag, meðal annars eftir skýrslutöku hjá lögreglu. Vinnuhópur heilbrigðisráðherra um samræmingu verklags vegna kynferðisofbeldis á að kynna niðurstöður sinnar vinnu innan skamms, að því er segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira