Missti konuna sína og varð valdur að dauða annarrar á nokkrum vikum Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 18. desember 2022 07:01 Frá vettvangi slyssins. Vísir/Vilhelm Snemma að morgni 25. nóvember 2021 fór Kristinn Eiðsson strætisvagnabílstjóri í vinnuna. Hann átti ekki von á því að nokkrum klukkustundum síðar myndi hann sitja í yfirheyrslu hjá lögreglu eftir að hafa orðið valdur að banaslysi. Lögregla tók málið til rannsóknar en felldi málið í framhaldinu niður. Í sumar var rannsókn tekin upp að nýju og á meðan upplifir Kristinn algjöra óvissu. Um er að ræða annað af tveimur áföllum sem dundu yfir Kristinn á nokkurra mánaða tímabili. Þremur mánuðum eftir banaslysið greindist eiginkona hans með ólæknandi krabbamein. Hún lést örfáum vikum seinna. Aldrei áður orðið valdur að slysi Umræddan morgun í nóvember ók Kristinn strætisvagni á konu á sjötugsaldri sem var á leið yfir gangbraut við Gnoðarvog. Konan hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. „Það er erfitt að lýsa upplifun minni af þessu slysi þó segja megi að hún sé í raun ónot og sorg sem aldrei mun úr huga mínum fara. Ég mun þurfa að læra að lifa með þessum atburði svo lengi sem ég lífi,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Kristinn byrjaði að vinna sem verktaki hjá Kynnisferðum árið 2016. Hann hafði því unnið sem strætisvagnabílstjóri í tæp fimm ár þegar slysið varð. „Ég var áður að vinna hjá Endurvinnslunni. Svo var ég að vinna hjá SVR, frá 1996 til 2002. Svo lenti ég í því að veikjast, varð illa haldinn af þunglyndi og vann ekki í nokkur ár.“ Kristinn segist aldrei hafa komist í kast við lögin og aldrei valdið tjóni í umferðinni. Ekki fyrr en umræddan morgun. „Ég er búinn að vera með bílpróf síðan ég var 18 ára og er núna orðin 65 ára gamall. Ég hafði aldrei áður lent í slysi eða neitt, aldrei keyrt á neinn. Það hefur reyndar tvisvar verið keyrt á mig en í bæði skiptin var ég í rétti.“ Man eftir högginu Dagurinn hófst eins og hver annar venjulegur vinnudagur hjá Kristni. Hann hafði margsinnis áður keyrt þessa sömu leið. Klukkan var rúmlega hálf níu að morgni. Hann ók strætisvagninum suðvestur Skeiðarvog, stöðvaði við biðstöð, ók síðan af stað og beygði til norðvesturs inn á Gnoðarvog. Í nýlegri skýrslu Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er aðstæðum þennan morgun lýst svo: „Strætisvagninum var ekið suðvestur Skeiðarvog og var stöðvaður á biðstöð skammt norðan gatnamóta við Gnoðarvog. Fjöldi farþega fór þar út, einkum nemendur í nálægum skólum. Síðan var vagninum ekið rólega að gatnamótunum sem voru ljósastýrð. Nokkur fjöldi fólks gekk meðfram vagninum, stöðvaði við gangstéttarbrúnina og beið þar eftir að komast suðaustur yfir Skeiðarvog á nokkuð inn á gatnamótin áður en hann gat beygt til að koma í veg fyrir að afturhjól strætisvagnsins færu upp á gangstéttina og jafnframt tryggja að vinstra framhorn hans rækist ekki í umferðarljós á miðeyjunni á Gnoðarvogi. Því færðist hlið vagnsins til hægri í beygjunni.“ Á öðrum stað segir að vegfarandinn hafi gengið á á grænu gönguljósi út á gangbraut sem liggur þvert yfir Gnoðarvog rétt vestan gatnamótanna við Skeiðarvog. Strætisvagninum var á sama tíma ekið suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri, einnig á grænu ljósi, norðvestur inn á Gnoðarvog. Vegfarandinn varð undir hægri hlið strætisvagnsins og lést í slysinu. „Vegfarandinn var í yfirhöfn með loðkragahettu sem náði fram fyrir andlitið og gæti hafa byrgt honum sýn. Sennilega sá hann ekki strætisvagninn aka inn á gatnamótin. Að sögn ökumanns strætisvagnsins sá hann ekki vegfarandann. Þegar vagninum var ekið inn á gangbrautina rakst hægri hlið vagnsins á vegfarandann sem varð undir honum.“ Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að „ökumaður, sem var á grænu ljósi, hafi ekki virt skyldu um bið á gatnamótunum í hægri beygju og ekið á gangandi vegfaranda sem var á grænu ljósi á gangbraut.“ Þá kemur fram að „ökumaður strætisvagnsins hafi ekki séð gangandi vegfarandann.“ Á öðrum stað vekur nefndin athygli á því að staðsetning bæði biðstöðvar og gangbrautar á slysstað sé „varhugaverð og ytri aðstæður krefjandi.“ Lítil og smágerð Kristinn minnist mikils áreitis þennan morgun. Fjölmargir nemendur úr Vogaskóla hafi verið á ferli. „Það var myrkur og rigning og mikil umferð. Öll ljós spegluðust af götunni og framan í mann.“ Hann man eftir að hafa fundið skyndilega fyrir höggi. „En það er eins og ég hafi blokkerast. Það kemur fram í skýrslunni að ég hafi stoppað, opnað hurðina, farið að gangstéttinni, horft meðfram vagninum og þá séð hana. Samkvæmt myndakerfinu stoppa ég, opna hurðina og fer út á kantinn. Ég man samt ekkert eftir að hafa gert það.“ Kristinn hélt í fyrstu að manneskjan sem lá á götunni væri barn, skólabarn úr Vogaskóla. „Af því að hún var svo lítil og smágerð. Ég mun aldrei gleyma gallanum sem hún var í konan, blessuð sé minning hennar, og hvernig hún lá við afturdekkið. Ég vissi um leið að konan var dáin. Áður en ég vissi af birtist kennari úr Vogaskóla sem fór inn í vagninn og sagði öllum að vera kyrrum inni í vagninum, þetta væri barn úr hennar skóla. Hún sem sagt hélt líka að þetta væri barn sem lá þarna. Ég brotna alveg niður en tekst samt að hringja í 112. Ég fékk mikla hjálp frá sjúkraflutningamönnunum. Þeir voru mjög hlýlegir og hjálplegir.“ Ósammála rannsóknarnefnd Kristinn segir ákveðið atriði vanta í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, atriði sem hann telur skipta miklu máli. „Þegar ég var að leggja af stað frá stoppistöðinni þá gekk skyndilega einn nemandinn úr hópnum fyrir vagninn þannig að ég þurfti nánast að snarstoppa. Ekki það að ég sé að kenna honum um, það get ég ekki gert. En ég tel það hafa haft áhrif á að ég gæti lagt af stað á gula ljósinu eins og flestir gera og að mínu mati hefði ég verið farinn frá staðnum þegar slysið varð. Þeir hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sögðu að það hafi verið rautt ljós á mig og þess vegna ekki skipt máli. Ég er og var ósammála þeirri frásögn þeirra því ég hefði getað verið kominn að ljósunum og tilbúinn að fara yfir um leið og gult ljós kæmi því það líða bara örfáar sekúndur þar til græna ljósið kemur. Ég hefði farið af stað um leið og gula ljósið kom því þá var þegar komið rautt ljós á aðra. Ef það hefði komið gult ljós þá hefði ég farið yfir, og þá hefði ég verið farinn þegar þetta gerðist. Og konan væri væntanlega enn á lífi í dag. Ég sá hana ekki. Það hefði verið auðveldara fyrir gangandi vegfaranda að sjá langan gulan strætó.“ Brotnaði saman Kristinn var fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni svo hægt væri að ganga úr skugga um að hann hefði ekki verið undir áhrifum þegar slysið varð. Enginn prómill mældust. Síðan var hann yfirheyrður. Sem sakborningur. „Þetta var allt saman svo óraunverulegt. Að hafa lent í þessu og þurfa að stramma mig af á meðan yfirheyrslan stóð yfir. Um leið og það var búið að slökkva á upptökunni brotnaði ég algjörlega saman. Þeir spurðu hvort ég vildi tala við lögfræðing og ég sagði þeim að ég hefði ekki efni á slíkum. Það að ég hélt að þetta væri barn braut mig algerlega niður því að verða barni að bana er líklega það hryllilegasta sem nokkur getur lent í. Svo sagði rannsóknarlögreglan mér að þetta hafi verið kona á sjötugs aldri sem var ef svo má segja verið léttari fregn en að þetta hafi verið barn. Síðan fer lögreglan með mig til Rauða Krossins til að fá áfallahjálp. Þegar þangað var komið var hins vegar enginn starfsmaður á staðnum til að veita slíka hjálp. Ég talaði við starfsmann þar sem viðurkenndi strax að hann væri ekki þjálfaður í að veita slíka aðstoð. Sonur minn sótti mig síðan niður í Rauða Krossinn. Ég var algjörlega ómögulegur. Ég grét bara og grét og var gjörsamlega niðurbrotinn.“ Kristinn segir Kynnisferðir ekki hafa veitt sér neina sérstaka aðstoð í þessum aðstæðum. Hann hafi því sjálfur þurft að bera sig eftir björginni. „Það gerðist ekkert fyrr en konan mín heitin hringdi í Heilsugæsluna og ræddi þar við hjúkrunarfræðing sem leiðbeindi okkur áfram. Þannig komust við í samband við mann sem er sérfræðingur í áföllum. Það var yndislegt að tala við hann.“ Stendur uppi sem ekkill Þórunn Haraldsdóttir, eiginkona Kristins, stóð þétt við bakið á sínum manni þegar áfallið dundi yfir. Þau hjónin höfðu verið gift í áratugi. Þau eignuðust tvo syni og ætluðu að verða gömul saman. Þórunn, eða Tóta hafði verið verkjuð í marga mánuði áður en banaslysið í Gnoðarvogi átti sér stað. „Hún var búin að fara í margar rannsóknir. Læknarnir sögðu alltaf að þetta væru bólgur og sögðu henni að fara til sjúkraþjálfara. Hún gerði það samviskusamlega en það breytti engu og hún var alltaf kvalin. Þrátt fyrir að taka sterk verkjalyf allan þennan tíma og að vera hjá sjúkraþjálfara, þá löguðust verkirnir ekki og ekkert kom út úr þessum rannsóknum sem hún fór í. Hún notaði einnig hita og kælimeðferð á verkina en ekkert dugði.“ Þann 25. janúar síðastliðinn, tveimur mánuðum eftir að Kristinn varð valdur að slysinu, ákvað hann að fylgja konu sinni á Heilsugæsluna í Ögurhvarfi. Hann ætlaði að fá útskýringu. Í bréfi sem Kristinn skrifaði Landlækni á sínum tíma rekur hann nánar þá atburðarás sem leiddi til að Tóta var í kjölfarið greind með ólæknandi krabbamein. Blettir á myndinni „Læknirinn þar hafði samband strax daginn eftir, 26. janúar, og óskaði eftir því að Þórunn færi upp á spítala til frekari greiningar þar sem hann sagðist sjá bletti á myndinni auk sýkingar í blóðinu. Ég hringi um leið á sjúkrabíl og hún er flutt á bráðadeild Borgarspítala. Þar er hún í tvo daga í rannsóknum og í framhaldinu svo send á nýrnadeild LSH þar sem hún er í nokkra daga, þar til hún er lögð á gjörgæsludeild vegna mikils hita sem hún fékk (40°) og sýkingar. Þar var hún í þrjá daga þar til hún er send á krabbameinsdeild þar sem hún lést 24. febrúar síðastliðinn, tæpum mánuði eftir að hún var fyrst lögð inn. Það sem kom í ljós, var að hún var með krabbamein í nýrum, sem hafði svo dreift sér yfir í lifrina. Sem segir manni það að meinið hafði verið að vaxa í langan tíma. Á þeim tíma var hún búin að fara í áðurnefndar rannsóknir og myndatökur.“ Í bréfinu bendir Kristinn á að konan hans hafi þurft að kveljast í yfir tvö ár þar til greining fékkst á veikindum hennar. Tóta lést tæpum mánuði eftir innlögnina. Huggaði feðgana meðfram eigin áfalli „Hún var svo sterk í þessu öllu að hún þurfti að hugga okkur feðgana þrjá, fremur en við hana. Hún að sjálfsögðu grét vegna áfallsins, sem hún fékk þegar læknirinn á krabbameinsdeildinni sagði henni frá meininu og að ekkert væri hægt að gera. Meinið var ekki skurðtækt, ekki hægt að nota geisla né lyf við því. Þannig að það var bara líknandi meðferð sem hún fékk.“ Í bréfinu til Landlæknis á sínum tíma krafðist Kristins þess að andlát Tótu yrði rannsakað í þaula. Það hefur ekki verið gert. „Að læknirinn hennar hafi ekki skoðað gögnin hennar betur, ef hann hefur þá gert það yfirleitt, eða séð hversu mikið heilsu hennar hrakaði, er mér óskiljanlegt. Að ónefndum öllum þeim sem gerðu á henni rannsóknir. Konan mín hefði ekki þurft að deyja svona fljótt, það hefði átt að vera hægt að bjarga henni með betri greiningu og meðhöndlun, sem var bara ekki gert.“ Kristinn spurði Landlækni einnig í bréfinu hversu margir þyrftu að deyja áður en að læknar byrja að skoða öll gögn sem þeim eru send og koma þannig í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Að hans mati ollu alvarleg mistök og vanhæfni lækna því að eiginkona hans var greind of seint, og líf hennar endaði of snemma. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Upplifði upplýsingaóreiðu á spítalanum „Að þessu öllu sögðu, þá spyr ég einnig; hvers vegna þurfa aðstandendur að standa í stappi við að fá gögn afhent við missi ástvina sinna? Af hverju er ekki til miðlægur gagnagrunnur þar sem læknar geta flett upp nauðsynlegum gögnum um sjúklinga og skoðað þegar á þarf að halda Samkvæmt samtali við lækni á krabbameinsdeildinni, þá er svona gagnagrunnur ekki til. Þeir þurfa sjálfir að leitast eftir gögnum sem þeir þurfa á að halda. Einnig varð ég var við mikið samskiptaleysi milli deilda á LSH meðan konan mín var þar inni. Upplýsingar um það sem átti sér stað á einni deild, voru ekki aðgengilegar á þeirri næstu. Mikilvægar upplýsingar um ástand konunnar minnar og það sem á undan hafði gengið. Að árið sé 2022 og slíkur gagnagrunnur sé ekki til, er með öllu óafsakanlegt.“ Kristinn á erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar andlát eiginkonu hans berst í tal og þarf nokkrum sinnum að gera hlé á frásögninni. Eftir að ljóst var að Tóta var með ólæknandi krabbamein var tvennt sem hún þráði meira en allt annað: Að lifa nógu lengi til þess að sjá nýjasta barnabarnið sem var væntanlegt í heiminn, og vera viðstödd fermingu elsta barnabarnsins. „Hún náði hvorugu. Nýja barnabarnið fæddist fjórum dögum eftir að hún dó.“ Skammvinnur léttir Sviplegt andlát Tótu var reiðarslag og á þessum tíma var Kristinn enn þá að bíða eftir því að fá að vita hvort hann yrði ákærður vegna slyssins sem hafði átt sér stað þremur mánuðum fyrr, þar sem önnur kona hafði einnig týnt lífinu. Þegar rannsókn málsins dróst á langinn ákváðu Kynnisferðir að segja Kristni upp störfum. „Þetta tók greinilega það langan tíma að þeir höfðu ekki þolinmæði í að bíða.“ Í mars á þessu ári fékk Kristinn síðan bréf um að lögregla hefði fellt málið niður. „Það var náttúrulega viss léttir, sérstaklega út af öllu sem var búið að gerast fyrir utan þetta slys. Ég missi konuna mína og mér er sagt upp vinnunni.“ Kristinn lét Kynnisferðir vita um leið og tilkynningin barst og ákvað fyrirtækið þá að draga uppsögnina til baka. Í kjölfarið sneri Kristinn aftur til vinnu. Vending í málinu Það liðu þó ekki nema nokkrar vikur þar til annað áfall reið yfir. Kristni var tjáð á sínum að málið yrði ekki tekið upp að nýju nema einhver ný atriði myndu koma í ljós sem þyrfti að rannsaka nánar. Í byrjun ágúst barst honum hins vegar bréf frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að dóttir konunnar hefði lagt fram kæru og málið hefði verið sent aftur til lögreglunnar. Kristinn setti sig í kjölfarið í samband við lögreglufulltrúann sem sér um málið en segir það þó hafa verið talsvert basl að hafa uppi á réttum aðila. „Ég þurfti að skrifa mörg bréf enda var ekkert símanúmer eða netfang hjá ákærusviði til að hafa samband við út af málinu. Ég þurfti sjálfur að grafa eftir öllu. Ég náði svo sambandi við hann, afar indæll maður. Ég skrifaði honum og spurði hvað þetta nýja væri sem hefði komið í ljós vegna þess að mér hafði ekki verið kynnt neitt um það. Þá segir hann að það sé verið að skoða eitt atriði, sjónarhornið. Það er sem sagt það eina sem verið að rannsaka nánar.“ Röð áfalla undanfarna mánaða hefur tekið sinn toll. Í eitt skipti gerði Kristinn tilraun til að enda líf sitt. Hann sá enga aðra leið út. Honum var þó bjargað í tæka tíð. „Það var eftir að ég fór í skýrslutöku hjá lögreglunni. Það varð mér gjörsamlega ofviða. Ég fór heim, tók inn heilan pakka af svefntöflum og drakk ofan í það.“ Rétt áður en Kristinn tók inn töflur hafði hann skrifað ljóð sem hann birti á Facebook síðu sinni. Í ljóðinu lýsti hann hugarástandi sínu og líðan. Það var honum til happs að mágkona hans sá færsluna og las út úr ljóðinu að Kristinn væri kominn á vonarvöl. „Hún hafði samband við son minn sem kom heim til mín og fann mig. Ég endaði uppi á gjörgæslu, meðvitundarlaus.“ Allir dagar eins Núna er miður desember og Kristinn bíður enn eftir niðurstöðu frá ríkissaksóknara. „Málinu ætti í raun að vera lokið þar sem þeir gefa sér þrjá mánuði til að ljúka málinu eftir að hafa fengið send gögnin aftur. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta hefur þurft að hanga yfir mér lengi. Og það hefur varla þurft fjóra mánuði til að senda gögn milli aðila. Það er rosalega vont að lifa í þessari óvissu og vita aldrei hvenær niðurstaðan kemur. Ef að þeir eru bara að skoða þetta eina sjónarhorn þá skil ég ekki hvað tekur svona langan tíma. Mér finnst að þeir skilji kannski ekki að það eru manneskjur á bak við þetta mál. Það væri annað ef þetta mál snerist um einhverja veraldlega, dauða hluti. Maður upplifir sig eins og maður sé bara eitthvað skýrslunúmer fyrir þeim. Það er ekkert mannlegt við þetta. Fólk skilur held ég ekki hvernig það er að vera endalaust með þetta hangandi yfir sér. Öll þessi bið og öll þessi óvissa.“ Kristinn hefur ekki unnið síðustu mánuði. Frá og með 1. janúar er hann á örorku. Fer varla úr húsi „Síðan þetta allt skeði hef ég nánast ekkert farið út fyrir hússins dyr nema til þess að kaupa í matinn, eða ef mér hefur verið boðið eitthvert. Fyrir mér eru allir dagar eins. Tíminn er ekki lengur til fyrir mér, það rennur allt saman í eitt einhvern veginn. Stundum brotna ég niður alveg fyrirvaralaust. En það er gott að leyfa því þá að koma. Ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég skammast mín ekkert fyrir að gráta fyrir framan fólk.“ Kristinn dreifir huganum meðal annars við handverk. „Ég er þrisvar í viku með eldri borgurum að skera út.“ Hann bendir á viðarplatta á veggnum, íslenska skjaldarmerkið. Við hliðina á honum er handskorinn viðarstafur. Hann fær líka útrás fyrir hlutina með að skrifa. „Sérstaklega í sambandi við andlát konunnar minnar. Ég hef alltaf skrifað mikið, svona skúffuljóð. Hugsanir mínar til hennar. Fólk hefur sagt við mig að ég sé góður penni. Ég á eiginlega miklu auðveldara með að skrifa um hlutina heldur en að tala um þá.“ Fjölskyldan hefur einnig veitt honum stuðning og reynst honum haldreipi. „Fólk hringir og spyr hvernig mér líður. Hvetur mig til að koma í heimsókn. Ég hef reyndar alltaf verið voða heimakær. Sonur minn og tengdadóttir eru dugleg að fá mig í mat. Áður en systir konunnar minnar dó hringdi hún alltaf reglulega í mig, bara til að athuga hvernig ég hefði það. Ef ég hefði ekki þennan stuðning þá væri ég ekki hér. Ég væri örugglega dauður. Það er bara þannig.“ Óvissan erfiðust Hann hugsar oft um slysið. „Þá kemur myndin upp í hausinn á mér, ég sé það alltaf fyrir mér þegar hún lá í götunni. Hvernig hún lá, svona einhvern veginn samankuðluð í myrkrinu. Þetta fer aldrei úr hausnum á mér. Ég verð að lifa með þessu. Það er ekki hægt að setja þetta atvik bara niður í skúffu og loka.“ Kristinn lýsir því hvernig atburðirnir sækja á hugann, sérstaklega á nóttunni þegar það er þögn og myrkur. „Þá fer hausinn á milljón og hugsanirnar æða út um allt. Ég reyni að slökkva á því með að gleyma mér yfir sjónvarpinu. Það er komið rúmt ár síðan þetta gerðist og síðan þá er ég búinn að sofa í stofustólnum fyrir framan sjónvarpið.“ Stundum þarf ekki nema eitt augnablik til að lífið taki algjöra kollsteypu. Líklega vita fáir það betur en Kristinn. „Þetta var auðvitað ekkert annað en slys. Þetta getur komið fyrir alla, að lenda í þessari stöðu. Einn lögreglumaðurinn sagði við mig: „Þetta hefði getað verið ég.“ Þetta voru þannig aðstæður að ef það hefði munað einu sekúndubroti þá hefði þetta ekki gerst. Núna er liðið rúmt ár en enn hugsa ég um þennan atburð og hvernig það hefði verið ef eitt og annað hefði verið öðruvísi þennan dag. Þó svo að ég geti ekki tekið þetta slys til baka þá held ég að ég hafi hlotið refsingu sem mun fylgja mér það sem ég á eftir ólifað.“ Strætó Lögreglumál Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjórinn virti ekki biðskyldu í banaslysinu Ökumaður strætisvagnsins virti ekki biðskyldu í banaslysi sem varð á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í nóvember í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefnda samönguslysa sem birt hefur skýrslu sína um málið. 14. nóvember 2022 11:35 Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38 Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi. 26. nóvember 2021 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Lögregla tók málið til rannsóknar en felldi málið í framhaldinu niður. Í sumar var rannsókn tekin upp að nýju og á meðan upplifir Kristinn algjöra óvissu. Um er að ræða annað af tveimur áföllum sem dundu yfir Kristinn á nokkurra mánaða tímabili. Þremur mánuðum eftir banaslysið greindist eiginkona hans með ólæknandi krabbamein. Hún lést örfáum vikum seinna. Aldrei áður orðið valdur að slysi Umræddan morgun í nóvember ók Kristinn strætisvagni á konu á sjötugsaldri sem var á leið yfir gangbraut við Gnoðarvog. Konan hlaut banvæna fjöláverka og lést í slysinu. „Það er erfitt að lýsa upplifun minni af þessu slysi þó segja megi að hún sé í raun ónot og sorg sem aldrei mun úr huga mínum fara. Ég mun þurfa að læra að lifa með þessum atburði svo lengi sem ég lífi,“ segir Kristinn í samtali við Vísi. Kristinn byrjaði að vinna sem verktaki hjá Kynnisferðum árið 2016. Hann hafði því unnið sem strætisvagnabílstjóri í tæp fimm ár þegar slysið varð. „Ég var áður að vinna hjá Endurvinnslunni. Svo var ég að vinna hjá SVR, frá 1996 til 2002. Svo lenti ég í því að veikjast, varð illa haldinn af þunglyndi og vann ekki í nokkur ár.“ Kristinn segist aldrei hafa komist í kast við lögin og aldrei valdið tjóni í umferðinni. Ekki fyrr en umræddan morgun. „Ég er búinn að vera með bílpróf síðan ég var 18 ára og er núna orðin 65 ára gamall. Ég hafði aldrei áður lent í slysi eða neitt, aldrei keyrt á neinn. Það hefur reyndar tvisvar verið keyrt á mig en í bæði skiptin var ég í rétti.“ Man eftir högginu Dagurinn hófst eins og hver annar venjulegur vinnudagur hjá Kristni. Hann hafði margsinnis áður keyrt þessa sömu leið. Klukkan var rúmlega hálf níu að morgni. Hann ók strætisvagninum suðvestur Skeiðarvog, stöðvaði við biðstöð, ók síðan af stað og beygði til norðvesturs inn á Gnoðarvog. Í nýlegri skýrslu Rannsóknarnefndar Samgönguslysa er aðstæðum þennan morgun lýst svo: „Strætisvagninum var ekið suðvestur Skeiðarvog og var stöðvaður á biðstöð skammt norðan gatnamóta við Gnoðarvog. Fjöldi farþega fór þar út, einkum nemendur í nálægum skólum. Síðan var vagninum ekið rólega að gatnamótunum sem voru ljósastýrð. Nokkur fjöldi fólks gekk meðfram vagninum, stöðvaði við gangstéttarbrúnina og beið þar eftir að komast suðaustur yfir Skeiðarvog á nokkuð inn á gatnamótin áður en hann gat beygt til að koma í veg fyrir að afturhjól strætisvagnsins færu upp á gangstéttina og jafnframt tryggja að vinstra framhorn hans rækist ekki í umferðarljós á miðeyjunni á Gnoðarvogi. Því færðist hlið vagnsins til hægri í beygjunni.“ Á öðrum stað segir að vegfarandinn hafi gengið á á grænu gönguljósi út á gangbraut sem liggur þvert yfir Gnoðarvog rétt vestan gatnamótanna við Skeiðarvog. Strætisvagninum var á sama tíma ekið suðvestur Skeiðarvog og beygt til hægri, einnig á grænu ljósi, norðvestur inn á Gnoðarvog. Vegfarandinn varð undir hægri hlið strætisvagnsins og lést í slysinu. „Vegfarandinn var í yfirhöfn með loðkragahettu sem náði fram fyrir andlitið og gæti hafa byrgt honum sýn. Sennilega sá hann ekki strætisvagninn aka inn á gatnamótin. Að sögn ökumanns strætisvagnsins sá hann ekki vegfarandann. Þegar vagninum var ekið inn á gangbrautina rakst hægri hlið vagnsins á vegfarandann sem varð undir honum.“ Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að „ökumaður, sem var á grænu ljósi, hafi ekki virt skyldu um bið á gatnamótunum í hægri beygju og ekið á gangandi vegfaranda sem var á grænu ljósi á gangbraut.“ Þá kemur fram að „ökumaður strætisvagnsins hafi ekki séð gangandi vegfarandann.“ Á öðrum stað vekur nefndin athygli á því að staðsetning bæði biðstöðvar og gangbrautar á slysstað sé „varhugaverð og ytri aðstæður krefjandi.“ Lítil og smágerð Kristinn minnist mikils áreitis þennan morgun. Fjölmargir nemendur úr Vogaskóla hafi verið á ferli. „Það var myrkur og rigning og mikil umferð. Öll ljós spegluðust af götunni og framan í mann.“ Hann man eftir að hafa fundið skyndilega fyrir höggi. „En það er eins og ég hafi blokkerast. Það kemur fram í skýrslunni að ég hafi stoppað, opnað hurðina, farið að gangstéttinni, horft meðfram vagninum og þá séð hana. Samkvæmt myndakerfinu stoppa ég, opna hurðina og fer út á kantinn. Ég man samt ekkert eftir að hafa gert það.“ Kristinn hélt í fyrstu að manneskjan sem lá á götunni væri barn, skólabarn úr Vogaskóla. „Af því að hún var svo lítil og smágerð. Ég mun aldrei gleyma gallanum sem hún var í konan, blessuð sé minning hennar, og hvernig hún lá við afturdekkið. Ég vissi um leið að konan var dáin. Áður en ég vissi af birtist kennari úr Vogaskóla sem fór inn í vagninn og sagði öllum að vera kyrrum inni í vagninum, þetta væri barn úr hennar skóla. Hún sem sagt hélt líka að þetta væri barn sem lá þarna. Ég brotna alveg niður en tekst samt að hringja í 112. Ég fékk mikla hjálp frá sjúkraflutningamönnunum. Þeir voru mjög hlýlegir og hjálplegir.“ Ósammála rannsóknarnefnd Kristinn segir ákveðið atriði vanta í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, atriði sem hann telur skipta miklu máli. „Þegar ég var að leggja af stað frá stoppistöðinni þá gekk skyndilega einn nemandinn úr hópnum fyrir vagninn þannig að ég þurfti nánast að snarstoppa. Ekki það að ég sé að kenna honum um, það get ég ekki gert. En ég tel það hafa haft áhrif á að ég gæti lagt af stað á gula ljósinu eins og flestir gera og að mínu mati hefði ég verið farinn frá staðnum þegar slysið varð. Þeir hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa sögðu að það hafi verið rautt ljós á mig og þess vegna ekki skipt máli. Ég er og var ósammála þeirri frásögn þeirra því ég hefði getað verið kominn að ljósunum og tilbúinn að fara yfir um leið og gult ljós kæmi því það líða bara örfáar sekúndur þar til græna ljósið kemur. Ég hefði farið af stað um leið og gula ljósið kom því þá var þegar komið rautt ljós á aðra. Ef það hefði komið gult ljós þá hefði ég farið yfir, og þá hefði ég verið farinn þegar þetta gerðist. Og konan væri væntanlega enn á lífi í dag. Ég sá hana ekki. Það hefði verið auðveldara fyrir gangandi vegfaranda að sjá langan gulan strætó.“ Brotnaði saman Kristinn var fluttur á lögreglustöð þar sem tekið var blóðsýni svo hægt væri að ganga úr skugga um að hann hefði ekki verið undir áhrifum þegar slysið varð. Enginn prómill mældust. Síðan var hann yfirheyrður. Sem sakborningur. „Þetta var allt saman svo óraunverulegt. Að hafa lent í þessu og þurfa að stramma mig af á meðan yfirheyrslan stóð yfir. Um leið og það var búið að slökkva á upptökunni brotnaði ég algjörlega saman. Þeir spurðu hvort ég vildi tala við lögfræðing og ég sagði þeim að ég hefði ekki efni á slíkum. Það að ég hélt að þetta væri barn braut mig algerlega niður því að verða barni að bana er líklega það hryllilegasta sem nokkur getur lent í. Svo sagði rannsóknarlögreglan mér að þetta hafi verið kona á sjötugs aldri sem var ef svo má segja verið léttari fregn en að þetta hafi verið barn. Síðan fer lögreglan með mig til Rauða Krossins til að fá áfallahjálp. Þegar þangað var komið var hins vegar enginn starfsmaður á staðnum til að veita slíka hjálp. Ég talaði við starfsmann þar sem viðurkenndi strax að hann væri ekki þjálfaður í að veita slíka aðstoð. Sonur minn sótti mig síðan niður í Rauða Krossinn. Ég var algjörlega ómögulegur. Ég grét bara og grét og var gjörsamlega niðurbrotinn.“ Kristinn segir Kynnisferðir ekki hafa veitt sér neina sérstaka aðstoð í þessum aðstæðum. Hann hafi því sjálfur þurft að bera sig eftir björginni. „Það gerðist ekkert fyrr en konan mín heitin hringdi í Heilsugæsluna og ræddi þar við hjúkrunarfræðing sem leiðbeindi okkur áfram. Þannig komust við í samband við mann sem er sérfræðingur í áföllum. Það var yndislegt að tala við hann.“ Stendur uppi sem ekkill Þórunn Haraldsdóttir, eiginkona Kristins, stóð þétt við bakið á sínum manni þegar áfallið dundi yfir. Þau hjónin höfðu verið gift í áratugi. Þau eignuðust tvo syni og ætluðu að verða gömul saman. Þórunn, eða Tóta hafði verið verkjuð í marga mánuði áður en banaslysið í Gnoðarvogi átti sér stað. „Hún var búin að fara í margar rannsóknir. Læknarnir sögðu alltaf að þetta væru bólgur og sögðu henni að fara til sjúkraþjálfara. Hún gerði það samviskusamlega en það breytti engu og hún var alltaf kvalin. Þrátt fyrir að taka sterk verkjalyf allan þennan tíma og að vera hjá sjúkraþjálfara, þá löguðust verkirnir ekki og ekkert kom út úr þessum rannsóknum sem hún fór í. Hún notaði einnig hita og kælimeðferð á verkina en ekkert dugði.“ Þann 25. janúar síðastliðinn, tveimur mánuðum eftir að Kristinn varð valdur að slysinu, ákvað hann að fylgja konu sinni á Heilsugæsluna í Ögurhvarfi. Hann ætlaði að fá útskýringu. Í bréfi sem Kristinn skrifaði Landlækni á sínum tíma rekur hann nánar þá atburðarás sem leiddi til að Tóta var í kjölfarið greind með ólæknandi krabbamein. Blettir á myndinni „Læknirinn þar hafði samband strax daginn eftir, 26. janúar, og óskaði eftir því að Þórunn færi upp á spítala til frekari greiningar þar sem hann sagðist sjá bletti á myndinni auk sýkingar í blóðinu. Ég hringi um leið á sjúkrabíl og hún er flutt á bráðadeild Borgarspítala. Þar er hún í tvo daga í rannsóknum og í framhaldinu svo send á nýrnadeild LSH þar sem hún er í nokkra daga, þar til hún er lögð á gjörgæsludeild vegna mikils hita sem hún fékk (40°) og sýkingar. Þar var hún í þrjá daga þar til hún er send á krabbameinsdeild þar sem hún lést 24. febrúar síðastliðinn, tæpum mánuði eftir að hún var fyrst lögð inn. Það sem kom í ljós, var að hún var með krabbamein í nýrum, sem hafði svo dreift sér yfir í lifrina. Sem segir manni það að meinið hafði verið að vaxa í langan tíma. Á þeim tíma var hún búin að fara í áðurnefndar rannsóknir og myndatökur.“ Í bréfinu bendir Kristinn á að konan hans hafi þurft að kveljast í yfir tvö ár þar til greining fékkst á veikindum hennar. Tóta lést tæpum mánuði eftir innlögnina. Huggaði feðgana meðfram eigin áfalli „Hún var svo sterk í þessu öllu að hún þurfti að hugga okkur feðgana þrjá, fremur en við hana. Hún að sjálfsögðu grét vegna áfallsins, sem hún fékk þegar læknirinn á krabbameinsdeildinni sagði henni frá meininu og að ekkert væri hægt að gera. Meinið var ekki skurðtækt, ekki hægt að nota geisla né lyf við því. Þannig að það var bara líknandi meðferð sem hún fékk.“ Í bréfinu til Landlæknis á sínum tíma krafðist Kristins þess að andlát Tótu yrði rannsakað í þaula. Það hefur ekki verið gert. „Að læknirinn hennar hafi ekki skoðað gögnin hennar betur, ef hann hefur þá gert það yfirleitt, eða séð hversu mikið heilsu hennar hrakaði, er mér óskiljanlegt. Að ónefndum öllum þeim sem gerðu á henni rannsóknir. Konan mín hefði ekki þurft að deyja svona fljótt, það hefði átt að vera hægt að bjarga henni með betri greiningu og meðhöndlun, sem var bara ekki gert.“ Kristinn spurði Landlækni einnig í bréfinu hversu margir þyrftu að deyja áður en að læknar byrja að skoða öll gögn sem þeim eru send og koma þannig í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Að hans mati ollu alvarleg mistök og vanhæfni lækna því að eiginkona hans var greind of seint, og líf hennar endaði of snemma. Hún var 64 ára gömul þegar hún lést. Upplifði upplýsingaóreiðu á spítalanum „Að þessu öllu sögðu, þá spyr ég einnig; hvers vegna þurfa aðstandendur að standa í stappi við að fá gögn afhent við missi ástvina sinna? Af hverju er ekki til miðlægur gagnagrunnur þar sem læknar geta flett upp nauðsynlegum gögnum um sjúklinga og skoðað þegar á þarf að halda Samkvæmt samtali við lækni á krabbameinsdeildinni, þá er svona gagnagrunnur ekki til. Þeir þurfa sjálfir að leitast eftir gögnum sem þeir þurfa á að halda. Einnig varð ég var við mikið samskiptaleysi milli deilda á LSH meðan konan mín var þar inni. Upplýsingar um það sem átti sér stað á einni deild, voru ekki aðgengilegar á þeirri næstu. Mikilvægar upplýsingar um ástand konunnar minnar og það sem á undan hafði gengið. Að árið sé 2022 og slíkur gagnagrunnur sé ekki til, er með öllu óafsakanlegt.“ Kristinn á erfitt með að halda aftur af tilfinningum sínum þegar andlát eiginkonu hans berst í tal og þarf nokkrum sinnum að gera hlé á frásögninni. Eftir að ljóst var að Tóta var með ólæknandi krabbamein var tvennt sem hún þráði meira en allt annað: Að lifa nógu lengi til þess að sjá nýjasta barnabarnið sem var væntanlegt í heiminn, og vera viðstödd fermingu elsta barnabarnsins. „Hún náði hvorugu. Nýja barnabarnið fæddist fjórum dögum eftir að hún dó.“ Skammvinnur léttir Sviplegt andlát Tótu var reiðarslag og á þessum tíma var Kristinn enn þá að bíða eftir því að fá að vita hvort hann yrði ákærður vegna slyssins sem hafði átt sér stað þremur mánuðum fyrr, þar sem önnur kona hafði einnig týnt lífinu. Þegar rannsókn málsins dróst á langinn ákváðu Kynnisferðir að segja Kristni upp störfum. „Þetta tók greinilega það langan tíma að þeir höfðu ekki þolinmæði í að bíða.“ Í mars á þessu ári fékk Kristinn síðan bréf um að lögregla hefði fellt málið niður. „Það var náttúrulega viss léttir, sérstaklega út af öllu sem var búið að gerast fyrir utan þetta slys. Ég missi konuna mína og mér er sagt upp vinnunni.“ Kristinn lét Kynnisferðir vita um leið og tilkynningin barst og ákvað fyrirtækið þá að draga uppsögnina til baka. Í kjölfarið sneri Kristinn aftur til vinnu. Vending í málinu Það liðu þó ekki nema nokkrar vikur þar til annað áfall reið yfir. Kristni var tjáð á sínum að málið yrði ekki tekið upp að nýju nema einhver ný atriði myndu koma í ljós sem þyrfti að rannsaka nánar. Í byrjun ágúst barst honum hins vegar bréf frá ríkissaksóknara. Þar kom fram að dóttir konunnar hefði lagt fram kæru og málið hefði verið sent aftur til lögreglunnar. Kristinn setti sig í kjölfarið í samband við lögreglufulltrúann sem sér um málið en segir það þó hafa verið talsvert basl að hafa uppi á réttum aðila. „Ég þurfti að skrifa mörg bréf enda var ekkert símanúmer eða netfang hjá ákærusviði til að hafa samband við út af málinu. Ég þurfti sjálfur að grafa eftir öllu. Ég náði svo sambandi við hann, afar indæll maður. Ég skrifaði honum og spurði hvað þetta nýja væri sem hefði komið í ljós vegna þess að mér hafði ekki verið kynnt neitt um það. Þá segir hann að það sé verið að skoða eitt atriði, sjónarhornið. Það er sem sagt það eina sem verið að rannsaka nánar.“ Röð áfalla undanfarna mánaða hefur tekið sinn toll. Í eitt skipti gerði Kristinn tilraun til að enda líf sitt. Hann sá enga aðra leið út. Honum var þó bjargað í tæka tíð. „Það var eftir að ég fór í skýrslutöku hjá lögreglunni. Það varð mér gjörsamlega ofviða. Ég fór heim, tók inn heilan pakka af svefntöflum og drakk ofan í það.“ Rétt áður en Kristinn tók inn töflur hafði hann skrifað ljóð sem hann birti á Facebook síðu sinni. Í ljóðinu lýsti hann hugarástandi sínu og líðan. Það var honum til happs að mágkona hans sá færsluna og las út úr ljóðinu að Kristinn væri kominn á vonarvöl. „Hún hafði samband við son minn sem kom heim til mín og fann mig. Ég endaði uppi á gjörgæslu, meðvitundarlaus.“ Allir dagar eins Núna er miður desember og Kristinn bíður enn eftir niðurstöðu frá ríkissaksóknara. „Málinu ætti í raun að vera lokið þar sem þeir gefa sér þrjá mánuði til að ljúka málinu eftir að hafa fengið send gögnin aftur. Þú getur rétt ímyndað þér hvað þetta hefur þurft að hanga yfir mér lengi. Og það hefur varla þurft fjóra mánuði til að senda gögn milli aðila. Það er rosalega vont að lifa í þessari óvissu og vita aldrei hvenær niðurstaðan kemur. Ef að þeir eru bara að skoða þetta eina sjónarhorn þá skil ég ekki hvað tekur svona langan tíma. Mér finnst að þeir skilji kannski ekki að það eru manneskjur á bak við þetta mál. Það væri annað ef þetta mál snerist um einhverja veraldlega, dauða hluti. Maður upplifir sig eins og maður sé bara eitthvað skýrslunúmer fyrir þeim. Það er ekkert mannlegt við þetta. Fólk skilur held ég ekki hvernig það er að vera endalaust með þetta hangandi yfir sér. Öll þessi bið og öll þessi óvissa.“ Kristinn hefur ekki unnið síðustu mánuði. Frá og með 1. janúar er hann á örorku. Fer varla úr húsi „Síðan þetta allt skeði hef ég nánast ekkert farið út fyrir hússins dyr nema til þess að kaupa í matinn, eða ef mér hefur verið boðið eitthvert. Fyrir mér eru allir dagar eins. Tíminn er ekki lengur til fyrir mér, það rennur allt saman í eitt einhvern veginn. Stundum brotna ég niður alveg fyrirvaralaust. En það er gott að leyfa því þá að koma. Ég skammast mín ekkert fyrir það. Ég skammast mín ekkert fyrir að gráta fyrir framan fólk.“ Kristinn dreifir huganum meðal annars við handverk. „Ég er þrisvar í viku með eldri borgurum að skera út.“ Hann bendir á viðarplatta á veggnum, íslenska skjaldarmerkið. Við hliðina á honum er handskorinn viðarstafur. Hann fær líka útrás fyrir hlutina með að skrifa. „Sérstaklega í sambandi við andlát konunnar minnar. Ég hef alltaf skrifað mikið, svona skúffuljóð. Hugsanir mínar til hennar. Fólk hefur sagt við mig að ég sé góður penni. Ég á eiginlega miklu auðveldara með að skrifa um hlutina heldur en að tala um þá.“ Fjölskyldan hefur einnig veitt honum stuðning og reynst honum haldreipi. „Fólk hringir og spyr hvernig mér líður. Hvetur mig til að koma í heimsókn. Ég hef reyndar alltaf verið voða heimakær. Sonur minn og tengdadóttir eru dugleg að fá mig í mat. Áður en systir konunnar minnar dó hringdi hún alltaf reglulega í mig, bara til að athuga hvernig ég hefði það. Ef ég hefði ekki þennan stuðning þá væri ég ekki hér. Ég væri örugglega dauður. Það er bara þannig.“ Óvissan erfiðust Hann hugsar oft um slysið. „Þá kemur myndin upp í hausinn á mér, ég sé það alltaf fyrir mér þegar hún lá í götunni. Hvernig hún lá, svona einhvern veginn samankuðluð í myrkrinu. Þetta fer aldrei úr hausnum á mér. Ég verð að lifa með þessu. Það er ekki hægt að setja þetta atvik bara niður í skúffu og loka.“ Kristinn lýsir því hvernig atburðirnir sækja á hugann, sérstaklega á nóttunni þegar það er þögn og myrkur. „Þá fer hausinn á milljón og hugsanirnar æða út um allt. Ég reyni að slökkva á því með að gleyma mér yfir sjónvarpinu. Það er komið rúmt ár síðan þetta gerðist og síðan þá er ég búinn að sofa í stofustólnum fyrir framan sjónvarpið.“ Stundum þarf ekki nema eitt augnablik til að lífið taki algjöra kollsteypu. Líklega vita fáir það betur en Kristinn. „Þetta var auðvitað ekkert annað en slys. Þetta getur komið fyrir alla, að lenda í þessari stöðu. Einn lögreglumaðurinn sagði við mig: „Þetta hefði getað verið ég.“ Þetta voru þannig aðstæður að ef það hefði munað einu sekúndubroti þá hefði þetta ekki gerst. Núna er liðið rúmt ár en enn hugsa ég um þennan atburð og hvernig það hefði verið ef eitt og annað hefði verið öðruvísi þennan dag. Þó svo að ég geti ekki tekið þetta slys til baka þá held ég að ég hafi hlotið refsingu sem mun fylgja mér það sem ég á eftir ólifað.“
Strætó Lögreglumál Banaslys við Gnoðarvog Tengdar fréttir Strætóbílstjórinn virti ekki biðskyldu í banaslysinu Ökumaður strætisvagnsins virti ekki biðskyldu í banaslysi sem varð á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í nóvember í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefnda samönguslysa sem birt hefur skýrslu sína um málið. 14. nóvember 2022 11:35 Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38 Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi. 26. nóvember 2021 12:14 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Strætóbílstjórinn virti ekki biðskyldu í banaslysinu Ökumaður strætisvagnsins virti ekki biðskyldu í banaslysi sem varð á gatnamótum Skeiðarvogs og Gnoðarvogs í nóvember í fyrra. Þetta er meðal niðurstaðna Rannsóknarnefnda samönguslysa sem birt hefur skýrslu sína um málið. 14. nóvember 2022 11:35
Rannsókn lögreglu á banaslysinu í Gnoðarvogi lokið Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á banaslysinu sem varð á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í Reykjavík 25. nóvember síðastliðinn. Þar lést gangandi vegfarandi, kona á sjötugsaldri, eftir að hún varð fyrir strætisvagni. 20. janúar 2022 07:38
Hin látna í Vogunum á sjötugsaldri Konan sem lést þegar strætisvagni var ekið á hana við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í gær var á sjötugsaldri, af erlendum uppruna og búsett hér á landi. 26. nóvember 2021 12:14