Heard hættir við áfrýjun eftir samkomulag Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2022 16:33 Amber Heard var dæmd til að greiða Johnny Depp, fyrrverandi eiginmanni sínum, um tvo milljarða króna fyrir meiðyrði. EPA/EVELYN HOCKSTEIN Leikkonan Amber Heard hefur tilkynnt að hún hafi gert samkomulag um að hætta við áfrýjun í meiðyrðamál Johnny Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún var í fyrra dæmd til að greiða Depp um tvo milljarða króna í skaðabætur vegna greinar sem hún skrifaði í Washington Post árið 2018, þar sem hún sagðist hafa verið fórnarlamb heimilisofbeldis. Depp (59) stefndi Heard (36) fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Réttarhöldin voru sýnd í beinni útsendingu á netinu og vöktu þau gríðarlega mikla athygli á heimsvísu. Lögmannateymi Heard fór nýverið fram á að dóminum yrði snúið við eða málið tekið upp að nýju því réttarhöldin hefðu verið haldin í Virginíu. Lögmennirnir sögðu að málið hefði ekki átt að fara fyrir rétt í Bandaríkjunum því breskir dómstólar hefðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Depp hefði beitt Heard ofbeldi. Sjá einnig: Amber Heard vill áfrýja Heard tilkynnti svo í dag að hún hefði hætt við þá áfrýjun á grunni samkomulags. Í færslu á Instagram segir hún að samkomulagið feli ekki í sér játningu á nokkurri sekt og samkomulaginu fylgi ekki þagnarbindindi. „Það er mikilvægt fyrir mig að segja að ég kaus þetta aldrei. Ég varði minn sannleik og við það var lífi mínu eins og ég þekkti það rústað,“ skrifaði Heard. Hún hafi verið teiknuð upp sem dusilmenni á samfélagsmiðlum og nú hafi hún loks tækifæri til að slíta sig frá sambandi sem hún hafi reynt að losna frá í rúm sex ár. Hún geti nú gert það á ásættanlegum forsendum. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið mjög erfiða. View this post on Instagram A post shared by Amber Heard (@amberheard) Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Dómari hafnaði kröfum Heard Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. 14. júlí 2022 13:00 Heard vill úrskurðinn gegn sér felldan niður Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa farið fram á það við dómara að úrskurðurinn í máli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni verði felldur niður og ný réttarhöld fari fram. Hún var nýverið dæmd til að greiða honum tæpar tvo milljarða króna í skaðabætur fyrir meiðyrði. 4. júlí 2022 23:38 Segir umræðuna á samfélagsmiðlum ósanngjarna Leikkonan Amber Heard segir að samfélagsmiðlar hafi leikið sig grátt varðandi réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni. Hún var nýverið dæmd til að greiða Depp tæpa tvo milljarða króna í skaðabætur. 13. júní 2022 14:32 Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. 1. júní 2022 18:07 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Depp (59) stefndi Heard (36) fyrir meiðyrði og krafðist fimmtíu milljóna dala í miskabætur, sem samsvarar um 6,5 milljörðum íslenskra króna. Réttarhöldin voru sýnd í beinni útsendingu á netinu og vöktu þau gríðarlega mikla athygli á heimsvísu. Lögmannateymi Heard fór nýverið fram á að dóminum yrði snúið við eða málið tekið upp að nýju því réttarhöldin hefðu verið haldin í Virginíu. Lögmennirnir sögðu að málið hefði ekki átt að fara fyrir rétt í Bandaríkjunum því breskir dómstólar hefðu áður komist að þeirri niðurstöðu að Depp hefði beitt Heard ofbeldi. Sjá einnig: Amber Heard vill áfrýja Heard tilkynnti svo í dag að hún hefði hætt við þá áfrýjun á grunni samkomulags. Í færslu á Instagram segir hún að samkomulagið feli ekki í sér játningu á nokkurri sekt og samkomulaginu fylgi ekki þagnarbindindi. „Það er mikilvægt fyrir mig að segja að ég kaus þetta aldrei. Ég varði minn sannleik og við það var lífi mínu eins og ég þekkti það rústað,“ skrifaði Heard. Hún hafi verið teiknuð upp sem dusilmenni á samfélagsmiðlum og nú hafi hún loks tækifæri til að slíta sig frá sambandi sem hún hafi reynt að losna frá í rúm sex ár. Hún geti nú gert það á ásættanlegum forsendum. Hún sagði ákvörðunina þó hafa verið mjög erfiða. View this post on Instagram A post shared by Amber Heard (@amberheard)
Bandaríkin Hollywood Heimilisofbeldi Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Dómari hafnaði kröfum Heard Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. 14. júlí 2022 13:00 Heard vill úrskurðinn gegn sér felldan niður Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa farið fram á það við dómara að úrskurðurinn í máli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni verði felldur niður og ný réttarhöld fari fram. Hún var nýverið dæmd til að greiða honum tæpar tvo milljarða króna í skaðabætur fyrir meiðyrði. 4. júlí 2022 23:38 Segir umræðuna á samfélagsmiðlum ósanngjarna Leikkonan Amber Heard segir að samfélagsmiðlar hafi leikið sig grátt varðandi réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni. Hún var nýverið dæmd til að greiða Depp tæpa tvo milljarða króna í skaðabætur. 13. júní 2022 14:32 Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. 1. júní 2022 18:07 Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49 „Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Dómari hafnaði kröfum Heard Bandarískur dómari neitaði í gær að fella niður tíu milljóna dala miskabætur sem leikkonunni Amber Heard hefur verið gert að greiða fyrrverandi eiginmanni sínum, Johnny Depp, fyrir meiðyrði. Depp vann meiðyrðamál gegn Heard í síðasta mánuði en það sneri að grein sem hún skrifaði á vef Washington Post þar sem hún sagðist hafa orðið fyrir heimilisofbeldi. 14. júlí 2022 13:00
Heard vill úrskurðinn gegn sér felldan niður Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa farið fram á það við dómara að úrskurðurinn í máli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni verði felldur niður og ný réttarhöld fari fram. Hún var nýverið dæmd til að greiða honum tæpar tvo milljarða króna í skaðabætur fyrir meiðyrði. 4. júlí 2022 23:38
Segir umræðuna á samfélagsmiðlum ósanngjarna Leikkonan Amber Heard segir að samfélagsmiðlar hafi leikið sig grátt varðandi réttarhöld í meiðyrðamáli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni. Hún var nýverið dæmd til að greiða Depp tæpa tvo milljarða króna í skaðabætur. 13. júní 2022 14:32
Depp hafði betur í meiðyrðamálinu gegn Heard Kviðdómur í Bandaríkjunum tók afstöðu með leikaranum Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn Amber Heard, leikkonu og fyrrverandi eiginkonu. Heard var dæmd til að greiða Depp alls 15 milljónir dala í skaðabætur, eða sem nemur tæplega tveimur milljörðum króna. 1. júní 2022 18:07
Segist ekki getað lifað með því að fólk haldi hann beita heimilisofbeldi Leikarinn Johnny Depp segist ekki hafa getað lifað með því að fólk héldi að hann beitti heimilisofbeldi. Þess vegna hafi hann ákveðið að stefna Amber Heard fyrrverandi eiginkonu sinni fyrir ærumeiðingar, eftir að hún sakaði hann um að hafa beitt sig ofbeldi. 20. apríl 2022 13:49
„Ég hugsaði, svona mun ég deyja“ Amber Heard brast nokkrum sinnum í grát í réttarsal vestanhafs í dag er hún lýsti mörgum meintum árásum Johnnys Depp, fyrrverandi eiginmanns hennar. Hún sakaði hann meðal annars um að hafa kýlt sig í andlitið og nauðga sér með flösku. 5. maí 2022 23:53