Framkvæmdastjóri Toyota: Hljóður meirihluti óviss um að rafmagn sé eina svarið Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 21. desember 2022 07:01 Akio Toyoda framkvæmdastjóri Toyota. „Vegna þess að rétta svarið er óljóst, ættum við ekki að takmarka okkur við einungis einn möguleika,“ sagði Akio Toyoda, framkvæmdastjóri Toyota við kynningu á raf-Hilux hugmyndabílnum í Tælandi. „Ég tel að við þurfum sem samfélag að horfa raunsætt á hlutina þegar við ræðum um hvort við erum fær um að notast eingöngu við rafhlöðudrifna rafbíla og hvort innviðir okkar höndli slíka innleiðingu. Rétt eins sjálfkeyrandi bílarnir sem við eigum öll að vera að nota á þessum tímapunkti, þá held ég að rafbílar muni taka lengri tíma til að verða meginkosturinn en fjölmiðlar vilja láta okkur trúa. Í sannleika sagt eru rafbílar ekki eina leiðin til að ná kolefnishlutleysismarkmiðum heimsins,“ bætti Toyoda við. Hilux-inn sem var kynntur virkaði eins og hann væri skammt frá því að vera tilbúinn til framleiðslu. Toyota gaf hins vegar ekkert upp um nein tæknileg atriði bílsins. Toyoda sagði að Hilux-inn væri „hannaður til að stuðla að kolefnishlutleysi og betra umhverfi fyrir alla.“ Toyota vill fara varlega í að veðja öllu sínu á rafbílavæðinguna. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni RonsRides News. „Meðal fólks sem starfar í bílaiðnaðinum er hljóður meirihluti sem hefur efasemdir um hvort rafbílar séu raunverulega eina svarið. En þessi meirihluti sér að það er í tísku svo það er erfitt að tala gegn því,“ sagði Toyoda. General Motors, Volkswagen og Honda, stórir keppinautar Toyota hafa á hinn bóginn sett sér tímaramma til að rafvæða allt sitt vöruframboð. Toyota hefur á móti fjárfest í fjölbreyttari lausnum, þar á meðal í vetnisknúnum rafbílum og tvinnbílum. En þrátt fyrir það all, þá ætlar Toyota að setja á Evrópumarkað fimm hreina rafbíla í viðbót við bZ4X fyrir lok árs 2026. Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent
„Ég tel að við þurfum sem samfélag að horfa raunsætt á hlutina þegar við ræðum um hvort við erum fær um að notast eingöngu við rafhlöðudrifna rafbíla og hvort innviðir okkar höndli slíka innleiðingu. Rétt eins sjálfkeyrandi bílarnir sem við eigum öll að vera að nota á þessum tímapunkti, þá held ég að rafbílar muni taka lengri tíma til að verða meginkosturinn en fjölmiðlar vilja láta okkur trúa. Í sannleika sagt eru rafbílar ekki eina leiðin til að ná kolefnishlutleysismarkmiðum heimsins,“ bætti Toyoda við. Hilux-inn sem var kynntur virkaði eins og hann væri skammt frá því að vera tilbúinn til framleiðslu. Toyota gaf hins vegar ekkert upp um nein tæknileg atriði bílsins. Toyoda sagði að Hilux-inn væri „hannaður til að stuðla að kolefnishlutleysi og betra umhverfi fyrir alla.“ Toyota vill fara varlega í að veðja öllu sínu á rafbílavæðinguna. Meðfylgjandi er myndband af YouTube-rásinni RonsRides News. „Meðal fólks sem starfar í bílaiðnaðinum er hljóður meirihluti sem hefur efasemdir um hvort rafbílar séu raunverulega eina svarið. En þessi meirihluti sér að það er í tísku svo það er erfitt að tala gegn því,“ sagði Toyoda. General Motors, Volkswagen og Honda, stórir keppinautar Toyota hafa á hinn bóginn sett sér tímaramma til að rafvæða allt sitt vöruframboð. Toyota hefur á móti fjárfest í fjölbreyttari lausnum, þar á meðal í vetnisknúnum rafbílum og tvinnbílum. En þrátt fyrir það all, þá ætlar Toyota að setja á Evrópumarkað fimm hreina rafbíla í viðbót við bZ4X fyrir lok árs 2026.
Vistvænir bílar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent