Starfsmenn Akureyrarbæjar hafi ekki efni á að nýta jólagjöfina Árni Sæberg skrifar 24. desember 2022 10:55 Niceair flýgur til fjögurra áfangastaða frá Akureyri. Ekki er öruggt að allir starfsmenn Akureyrar muni þiggja far á þá eftir jól. Vísir/Tryggvi Páll Starfsmenn Akureyrar fengu gjafabréf hjá norðlenska flugfélaginu Niceair í jólagjöf í ár. Mikil óánægja er meðal starfsfólks með gjöfina enda telur það sig margt hvert ekki hafa efni á að nýta hana. Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur. Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Í Fréttablaði dagsins er rætt við Heimi Örn Árnason, forseta bæjarstjórnar á Akureyri, um málið. Hann segir jólagjöfina klaufalega og að mistök hafi verið gerð við val á henni. Í Fréttablaðinu segir að hefðin sé að starfsmenn Akureyrarbæjar fái hangikjöt í jólapakkann en að í ár hafi verið ákveðið að sýna Niceair stuðning með því að kaupa gjafabréf af félaginu. Gjafabréfið hljóðar upp á 12.500 krónur og áætla má að það hafi kostað bæinn um fimmtán til tuttugu milljónir króna að gefa hverjum starfsmanni eitt stykki. Á vef Niceair má sjá að ódýrasta flugfarið kostar 25 þúsund krónu, aðra leið til Kaupmannahafnar. Því dugar jólagjöf Akureyrarbæjar fyrir hálfu fargjaldi aðra leið fyrir einn til Kaupmannahafnar. Þá á eftir að taka kostnað vegna gistingar og uppihalds inn í reikninginn. Sá kostnaður er ekki lágur í Kaupmannahöfn. Í samtali við Fréttablaðið segist Heimir Örn hafa lagt til í bæjarstjórn að starfsmenn fengju að velja á milli gjafabréfs og hangikjöts. Sóley Björk Stefánsdóttir, fyrrverandi bæjarfulltrúi Vinstri grænna í minnihluta bæjarstjórnar, slær á sömu strengi og segir ákjósanlegt að fólki standi tveir eða þrír kostir til boða. Heimir Örn segir að sömu mistök verði aldrei gerð aftur.
Niceair Jól Akureyri Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31 Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Segir alla elska Akureyrarflugvöll Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn. 17. október 2022 20:31
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3. nóvember 2022 11:56