Jóhanna Sigurðardóttir þakkar Vigdísi Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2022 22:44 Jóhanna Sigurðardóttir var forsætisráðherra þegar þáverandi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Vigdís Finnbogadóttir segir forseta aldrei mega fara gegn meirihlutavilja Alþingis. samsett/vísir Jóhanna Sigurðardóttir fyrrverandi forsætisráðherra þakkar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands fyrir einlægt viðtal sem sýnt var á Stöð 2 fyrr í kvöld. Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís. Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Í viðtalinu var Vigdís meðal annars spurð út í valdsvið forseta Ísland. Hún sagði forseta ekki eiga að fara fram gegn vilja Alþingis. Það væri þingræði í landinu og forsetinn væri algerlega valdalaus. „Forsetinn er bara einstaklingur sem er kosinn, ekki með pólitískt vald, en kosinn með þetta einkennilega stjórnarskrárákvæði að undirrita lögin. Hann verður að hafa það ljóst í sínum huga hver eru hans takmörk alveg frá byrjun,” sagði Vigdís í viðtalinu. Sjá einnig: Eins og að hoppa út í djúpu laugina Ólafur Ragnar Grímsson sem tók við forsetaembættinu á eftir Vigdísi synjaði hins vegar þrennum lögum staðfestingar. Fyrst fjölmiðlalögum í tíð stjórnar Davíðs Oddssonar og lögum í tengslum við Icesave í tvígang í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Davíð dró sín lög til baka en Icesave lögin fóru í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem þeim var hafnað. Jóhanna þakkar Vigdísi fyrir viðtalið á Facebook-síðu Vísis. „Mig langaði að þakka þér fyrir skemmtilegt viðtal í kvöld. Þú varst frábær og ég dáist að þér hvað þú stóðst þig vel. Það hef ég reyndar gert lengi og ekki síst síðustu ár hvað þú mætir vel á marga viðburði, þjóð þinni örugglega til mikillar gleði,“ skrifar Jóhanna í athugasemd undir frétt um viðtalið Stóð með flugfreyjum Jóhanna var flugfreyja hjá Loftleiðum á árunum 1962 til 1971 áður en hún fór í stjórnmálin og um tíma var hún formaður Flugfreyjufélags Íslands. Flugfreyjur fóru í verkfall árið 1985 í forsetatíð Vigdísar. Í þættinum ræðir Vigdís samþykkt laga sem bönnuðu verkfallið en hún tók sér nokkrar klukkustundir í að staðfesta lögin. „Ætli það hafi ekki verið til að sýna flugfreyjum að ég stæði svo einlæglega með þeim,“ sagði Vigdís. Matthías Bjarnason þáverandi samgönguráðherra hótað að segja af sér staðfesti forseti ekki lögin. Sáttir náðust þó að lokum milli þeirra Vigdísar og Matthíasar. „Við sættumst heilum sáttum. Ég er mikill sáttasemjari,“ sagði Vigdís.
Vigdís Finnbogadóttir Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira