Rússar vilja undanþágu fyrir fatlaða íþróttamenn Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2022 11:31 Pavel Rozhkov, formaður Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. RPC Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur sótt um undanþágu frá útilokun þarlendra keppenda til Alþjóðaólympíunefndar fatlaðra. Forseti rússneska sambandsins segir þeir eigi að njóta vafans. Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Alþjóðaólympíunefnd fatlaðra (International Paralympic Committee - IPC) fór að fordæmi Alþjóðaólympíunefndarinnar og útilokaði rússneska keppendur frá þátttöku í keppnum allra þeirra íþróttasambanda sem eiga aðild að nefndinni. Bannið stafar af innrás Rússa í Úkraínu. Knattspyrnusamband Evrópu hefur farið sömu leið en rússnesk fótboltalið hafa verið útilokuð frá þátttöku í Evrópukeppnum og landslið Rússlands sömuleiðis. Karlalandslið Rússa átti að vera í riðli Íslands í Þjóðadeildinni ásamt Ísrael og Albaníu á síðasta ári en var meinuð þáttaka á sama grundvelli. Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi hefur kært útilokun IPC á rússneskum keppendum en óvíst er hvenær niðurstaða er væntanleg úr því máli. Rússar hafa nú beðið um undanþágu frá banninu á meðan þau málaferli eru útkljáð. Rússneskir keppendur geti þannig reynt við lágmörk inn á Ólympíumót fatlaðra sem fram fara í París árið 2024. Þeir fái þannig að njóta vafans á meðan útkljáð er hvort IPC hafi lagaheimild til að meina þeim þátttöku. Rússum sé mismunað „Ólympíunefnd fatlaðra í Rússlandi telur að ákvörðun aðalþings IPC brjóti ekki aðeins á réttindum nefndarinnar heldur einnig á réttindum íþróttafólks sem hefur beina hagsmuni af viðsnúningi ákvörðunarinnar. Hún sviptir þá af rétt þeirra til að taka þátt í keppnum IPC og gefur skýrlega til kynna mismununar til samanburðar við fatlaða íþróttamenn frá öðrum löndum,“ segir Pavel Rozhkov, forseti Ólympíunefndar fatlaðra í Rússlandi. Hvít-Rússar fóru sömu leið og Rússar en báðum þjóðum var meinuð þátttaka á Vetrarólympíuleikum fatlaðra í Peking fyrr á árinu. Þeir hvítrússnesku hafa áfrýjað ákvörðuninni, rétt eins og Rússar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira