Skoða að opna fljótandi gufubað á Pollinum Bjarki Sigurðsson skrifar 28. desember 2022 11:18 Fjórmenningarnir sem standa að verkefninu. Frá vinstri: Óli Rafn Kristinsson, Tinna Rún Snorradóttir, Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson. Aðsend Fjórir Ísfirðingar vilja opna fljótandi gufubað við bryggju bæjarins. Gufubaðið er af norskri fyrirmynd og myndi nýtast heimamönnum sem og ferðamönnum sem koma til bæjarins. Hægt verður að nota gufubaðið allan ársins hring. Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Tvö ísfirsk pör, annars vegar Elena Dís Víðisdóttir og Gauti Geirsson og hins vegar Óli Rafn Kristinsson og Tinna Rún Snorradóttir, hafa í sameiningu reynt upp á síðkastið að fá leyfi til þess að byggja fljótandi gufubað við gamla olíumúlann á Ísafirði. Hafnarstjórn bæjarins hefur tekið vel í hugmyndina og staðsetninguna en nú er það undir hafnarstjóra að meta kostnað við verkefnið. Í samtali við fréttastofu segir Elena Dís að hún og Gauti hafi fengið hugmyndina eftir að hafa stundað nám í Tromsö í norðurhluta Noregs. „Þar eru bæði svona sánuklúbbar sem eru með sína sánu og svo eins og við erum að pæla, svona opnar sánur sem hægt er að bóka sér pláss í. Ég og Gauti vorum í Tromsö sem er miklu norðar en Ísafjörður, á 69 breiddargráðu. Þar er þetta mjög vinsælt allt árið í kring. Við prófuðum þetta þar og fannst þetta algjör snilld,“ segir Elena Dís. Svona lítur gufubaðið í Tromsö út á sumrin.Aðsend Hún segir að þeir sem þau hafa rætt við um hugmyndina hafi almennt tekið vel í hana. Gufubaðið henti öllum aldurshópum. Skíðamenn muni mögulega vilja sækjast í þetta á veturna og sjósundfólk eftir góðan sundsprett við fjörðinn. „Þetta gæti verið á floti allt árið, sama hvort Pollurinn sé ísilagður eða ekki. Þá bara velur maður hvort maður treysti sér að stinga sér til sunds eða ekki. Við myndum hafa það á floti við flotbryggju þannig það hangir við og fer með flóði og fjöru. Þetta liggur í raun eins og bátur við bryggju. Svo er alltaf möguleiki að draga þetta út á Poll og festa með akkeri á góðviðrisdögum,“ segir Elena Dís. Til að byrja með stefna þau að einu gufubaði með plássi fyrir tíu til tólf manns í einu. Líklega verður svipað fyrirkomulag og í Tromsö, það er að meirihluta dags verður hægt að bóka stakt pláss í gufubaðinu en á kvöldin verður hægt að leigja það í heild sinni fyrir hópa eða annað slíkt. Gufubaðið í Tromsö með borgina í vetrarbúning í bakgrunninum.Aðsend
Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira