„Tómur“ Hamilton sá eini sem tók ekki þátt Valur Páll Eiríksson skrifar 29. desember 2022 12:16 Lewis Hamilton er vonsvikinn með síðustu leiktíð í Formúlunni. Getty Images Ökuþórinn Lewis Hamilton hefur lýst yfir tómleika tilfinningu eftir nýafstaðna leiktíð í Formúlu 1. Hann segir þetta fyrstu leiktíðina frá því hann var barn sem hann fagnar ekki einum einasta sigri. Hamilton átti erfitt ár líkt og allt lið Mercedes sem tókst illa á við miklar breytingar sem gerðar voru á Formúlubílum fyrir leiktíð ársins. Mikið skopp (e. porpoising) á bíl Mercedes og önnur tengd vandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Það rétti þó úr kútnum eftir því sem á leið. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, sem varð fjórði í heildarkeppninni, komst átta sinnum á pall og vann eina keppni, í Brasilíu í næst síðasta kappakstri ársins. Hamilton varð sjötti og komst níu sinnum á pall en vann ekki eina einustu keppni. Fyrsta sigurlausa tímabilið í 21 ár „Ég er viss um að ég hafi átt sigurlausar leiktíðir áður - það var líklega í kartinu árið 2001,“ segir Hamilton í viðtali við Bild, en þá var hann 16 ára gamall. „Við vildum augljóslega keppa um heimsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurftum að horfast í augu við stöðuna snemma. Þrátt fyrir það fannst manni sum úrslit vera sigrar, þó þau væru það raunverulega ekki,“ „Það voru hins vegar svo mörg högg sem dundu á okkur í aðdraganda þess að góðu úrslitin skildu eftir sig tómleikatilfinningu,“ segir Hamilton. Sá eini sem ekki kaus Í gær var tilkynnt um kjör í ökuþóri ársins í Formúlu 1, sem kjörinn er af keppendum hvers tímabils. Hamilton lenti nokkuð óvænt í þriðja sæti, ásamt liðsfélaga sínum Russell. Þeir enduðu fyrir ofan Sergio Pérez á Red Bull og Carlos Sainz á Ferrari, sem báðir enduðu ofar í töflunni en Hamilton. Heimsmeistarinn Max Verstappen var kjörinn bestur, líkt og von var á, en Charles Leclerc, sem varð annar í keppni ökuþóra, lenti í sama sæti í kjörinu. Athygli vakti að Hamilton var eini ökuþórinn sem ekki tók þátt í kjörinu. Hann virðist hafa kúplað sig út eftir aðra erfiðu leiktíðina í röð þar sem hann hefur þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Verstappen. Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton átti erfitt ár líkt og allt lið Mercedes sem tókst illa á við miklar breytingar sem gerðar voru á Formúlubílum fyrir leiktíð ársins. Mikið skopp (e. porpoising) á bíl Mercedes og önnur tengd vandræði gerðu liðinu erfitt fyrir. Það rétti þó úr kútnum eftir því sem á leið. Liðsfélagi Hamiltons, George Russell, sem varð fjórði í heildarkeppninni, komst átta sinnum á pall og vann eina keppni, í Brasilíu í næst síðasta kappakstri ársins. Hamilton varð sjötti og komst níu sinnum á pall en vann ekki eina einustu keppni. Fyrsta sigurlausa tímabilið í 21 ár „Ég er viss um að ég hafi átt sigurlausar leiktíðir áður - það var líklega í kartinu árið 2001,“ segir Hamilton í viðtali við Bild, en þá var hann 16 ára gamall. „Við vildum augljóslega keppa um heimsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð en þurftum að horfast í augu við stöðuna snemma. Þrátt fyrir það fannst manni sum úrslit vera sigrar, þó þau væru það raunverulega ekki,“ „Það voru hins vegar svo mörg högg sem dundu á okkur í aðdraganda þess að góðu úrslitin skildu eftir sig tómleikatilfinningu,“ segir Hamilton. Sá eini sem ekki kaus Í gær var tilkynnt um kjör í ökuþóri ársins í Formúlu 1, sem kjörinn er af keppendum hvers tímabils. Hamilton lenti nokkuð óvænt í þriðja sæti, ásamt liðsfélaga sínum Russell. Þeir enduðu fyrir ofan Sergio Pérez á Red Bull og Carlos Sainz á Ferrari, sem báðir enduðu ofar í töflunni en Hamilton. Heimsmeistarinn Max Verstappen var kjörinn bestur, líkt og von var á, en Charles Leclerc, sem varð annar í keppni ökuþóra, lenti í sama sæti í kjörinu. Athygli vakti að Hamilton var eini ökuþórinn sem ekki tók þátt í kjörinu. Hann virðist hafa kúplað sig út eftir aðra erfiðu leiktíðina í röð þar sem hann hefur þurft að horfa á eftir titlinum í hendur Verstappen.
Akstursíþróttir Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira