„Vonandi helst ljósið á“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 21:30 Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Rariks segir að neyðarástand hafa skapast þegar rafmagn fór af Reyðarfirði í dag. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi segir að fólk hafi fljótt farið að finna fyrir kuldanum í rafmagnsleysinu. Vísir/Sigurjón Neyðarástand skapaðist þegar Reyðarfjörður og nágrenni var án hita og rafmagns í fimm klukkustundir í dag, að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Rariks. Bæjarfulltrúi segir íbúum hafa brugðið enda mikið frost á svæðinu. Vísbendingar eru um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið. Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Það var klukkan tuttugu mínútur í átta í morgun sem allt rafmagn fór af Reyðarfirði og nágrenni en það er líka notað til húshitunar á svæðinu. Rafmagnsleysið kom á slæmum tíma en gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og mikið frost. Helga Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri hjá rekstrarsviði Rariks segir að hratt hafi verið brugðist við. „Þetta var skilgreint sem neyðarástand. Það er náttúrulega alltaf sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar fólk er bæði rafmagnslaust og húsin verða köld. Þannig að við fórum í fullt viðbragð og það var allt gert til að reyna að koma þessu inn eins hratt og auðið var,“ segir Helga. Um var að ræða bilun í spenni á spennistöðinni Stuðlum en hann var svo settur aftur í gang rétt fyrir tvö í dag. „Við vitum ekki ástæðu bilunarinnar en það getur auðvitað haft áhrif að það er búið að vera mjög kalt, mikill snjór og mikið álag. Á sama tíma hafa mörg varaplön verið ákveðin hjá okkur. Það er verið að skoða að færa varavélar á staðinn, aflspenni og varaaflspenni. Við höfum líka verið í sambandi við Landsnet um að fá að tengja okkur inn á þeirra spenni ef á þarf að halda,“ segir hún. Eskfirðingar voru tilbúnir fyrir vini sína Þrátt fyrir rafmagnsleysið í morgun voru einhverjir sem létu sig hafa það að versla í Krónunni. Þá mátti sjá myndbönd frá Reyðfirðingum í morgun sem lásu með höfuðljósi, notuðu batterí og sýndu draugalegan Reyðarfjörð í rafmagnsleysi. Ragnar Sigurðsson bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð var feginn að fá rafmagnið aftur á í dag. „Maður fann að það byrjaði að kólna ansi hratt í húsinu og ég heyrði í nokkrum íbúum sem töluðu um að vindkælingin væri farin að kæla húsin þeirra niður,“ segir hann. Hann segir að fólk hafi þegar byrjað að undirbúa sig fyrir langt rafmagnsleysi. „Hér var allt lokað og það var byrjað að reyna að bjarga verðmætum í kælum og öðru. Þá voru vinir okkar á Eskifirði tilbúnir að opna fyrir okkur félagsheimili og annað,“ segir hann. „Það er mjög slæmt þegar svona kemur upp. Við vitum hvað þetta er erfitt fyrir fólkið. Við erum mjög fegin að það tókst að koma þessu í lag og vonandi helst ljósið á,“ segir Helga framkvæmdastjóri hjá Rarik að lokum. Í tilkynningu frá Rarik frá því að rafmagni var aftur komið á, kemur fram að vísbendingar séu um að bilunar gæti enn og rafmagn gæti því dottið aftur út tímabundið.
Fjarðabyggð Orkumál Tengdar fréttir „Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Það kólnar hratt í húsunum núna“ Allur Reyðarfjörður er rafmagnslaus vegna bilunar og rafmagni verður líklegast ekki komið á aftur fyrr en í kvöld, að sögn bæjarfulltrúa á staðnum. Bærinn sé í raun lamaður en íbúar beri sig vel, þrátt fyrir að enginn hiti sé í húsum. 29. desember 2022 11:47