Þriðjungur vill sjá Kristrúnu sem fjármálaráðherra Snorri Másson skrifar 31. desember 2022 14:52 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, virðist ná til kjósenda samkvæmt könnunum. Vísir Maskína spurði í nýlegri könnun um frammistöðu formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi á yfirstandandi kjörtímabili og niðurstöðurnar voru um margt forvitnilegar. Þá var spurt hver eigi að vera forsætisráðherra og hver fjármálaráðherra. Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu. Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Greint var frá niðurstöðunum í Kryddsíld Stöðvar 2. Kristrún Frostadóttir brýst fram á sviðið sem nokkuð óumdeildur leiðtogi stjórnarandstöðunnar. Hún skorar hæst allra flokksleiðtoga á þingi; 42% segja hana hafa staðið sig vel, enginn fær eins góða einkunn; og aðeins 20% segja hana hafa staðið sig illa, enginn sleppur eins vel frá þeim sleggjudómi. Fast á hæla Kristrúnar fylgir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, 37,5% segja hana hafa staðið sig vel en 35,9% segja hana hafa staðið sig illa. Næstur er Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins en tæp 30 prósent segja hann hafa staðið sig vel en 27,8% illa. Svo er Inga Sæland á svipuðum slóðum og Sigurður Ingi en eilítið fleirum finnst hún hafa staðið sig illa, 34 prósentum. Næst kemur Þorgerður Katrín; hún stóð sig vel samkvæmt tuttugu og tveimur prósentum fólks. Gamall flokksbróðir Þorgerðar, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, er samkvæmt 21% fólks sagður hafa staðið sig vel. Um hann eru greinilega deildari meiningar en flesta aðra stjórnmálamenn því að meira en helmingur manna, 53%, segja Bjarna hafa staðið sig illa. Neðstur á listanum er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, sem bíður óumdeilanlegan ósigur í þessari óformlegu vinsældakosningu; 11% segja hann hafa staðið sig vel á kjörtímabilinu en 62,3% illa. Kristrún skýst upp listann Maskína spurði þátttakendur í könnuninni þeirrar einföldu spurningar: Hver væri besti forsætisráðherrann að þínu mati? Katrín Jakobsdóttir sitjandi forsætisráðherra skorar þar hæst með 33,9% en tíðindum sætir að Kristrún Frostadóttir skýst þar upp í annað sætið með 22,9% sem telja að hún væri besti forsætisráðherrann. Næstur á eftir Kristrúnu kemur Bjarni Benediktsson með 7,6%, Þorgerður Katrín með 6,2% og svo Sigurður Ingi, Sigmundur Davíð og Inga Sæland á svipuðum slóðum. Um 4 prósent velja Pírata og meira en 10% fólk sem ekki er á þessum lista. Og skákar Bjarna Fólk var einnig spurt hver yrði besti fjármálaráðherrann að þeirra mati og þar fer einn stjórnmálamaður með afgerandi forystu, nefnilega Kristrún Frostadóttir. 31,3% aðspurðra telja að Kristrún væri besti fjármálaráðherrann. Á eftir Kristrúnu kemur sitjandi fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson með 23,7% kosningu. Þar á eftir er Þorgerður Katrín með 9%, Katrín Jakobsdóttir og Inga Sæland með um 6%, Sigmundur Davíð með tæp fimm prósent og restin fær enn minni kosningu.
Skoðanakannanir Samfylkingin Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira