Vantar reglugerð svo hægt sé að sporna af alvöru við útblæstri Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2023 15:00 Heilbrigðisfulltrúi hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. Vísir/Vilhelm Mengunarský er nú yfir Reykjavík og loftgæði sums staðar talin óholl. Heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti borgarinnar segir að reglugerð skorti svo hægt sé að grípa til róttækari aðgerða til að sporna gegn útblæstri. Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“ Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Köfnunarefnisdíóxíð fór yfir heilsuvernarmörk í Reykjavík í gær og er nú á uppleið eftir morgunumferðina. Þá fara gildi brennisteinsvetnis einnig hækkandi en það kemur frá jarðhitavirkjunum í nágrenni Reykjavíkur. Íbúar borgarinnar munu því finna fyrir tvenns konar megnun í dag. Áfram mengun næstu daga Búast má við svipuðu ástandi næstu daga enda lítill vindur í kortum og mikið frost. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hvetur fólk til að draga úr umferð. Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. „Þeir sem geta ættu að reyna að fækka bílferðum, nota vistvæna samgöngumáta. Þeir sem hafa tök á að vinna heima að nýta sér það til að fækka bílum í umferð.“ Hún hvetur fólk einnig til að forðast útivist nálægt stórum umferðargötum. „Því við áreynslu þá drögum við meira af lofti inn í lungun okkar og fáum meira af mengunarefnunum.“ Í reglugerð kemur fram að einungis megi fara yfir sólarhringsheilsuverndarmörk sjö sinnum á ári en engin viðurlög, ef svo má að orði komast, fylgja í kjölfarið. Þurfa aðkomu lögreglu Svava segir að í viðbragðsáætlun hjá borginni sé kveðið á um umferðastýringu. „En það vantar enn reglugerð byggða á umferðarlögunum sem tilgreinir hvernig eigi að standa að slíkri stýringu og meðan við höfum hana ekki þá eigum við erfitt með að beita slíkum aðgerðum því við þurfum lögregluna til að aðstoða með það og það vantar þessa leiðbeiningu.“ Hún segir að betri árangur gæfist ef heilbrigðiseftirlitið hefði róttækari tól í höndunum. Í Lundúnum sé til dæmis ákveðið svæði sem óheimilt er að keyra inn á mengandi bifreið nema gegn greiðslu. Í Osló sé díselbílum óheimilt að aka á ákveðnum dögum. „Til að minka umferðina þá hefur það verið gert á sumum stöðum að þá mega kannski bara bílar með oddatölu í enda bílnúmers keyra þann dag. Hinir verða að hvíla bílinn.“
Loftslagsmál Reykjavík Umferð Loftgæði Tengdar fréttir Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Sjá meira
Mengunarský yfir Reykjavík og fólk minnt á Strætó Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs mælist mjög hár í borginni í dag samkvæmt mælingum í mælistöðinni við Grensásveg. Klukkan eitt var klukkutímagildi köfnunarefnisdíoxíðs við Grensásveg 246,2 míkrógrömm á rúmmetra og var styrkurinn einnig yfir 200 míkrógrömmum klukkan ellefu og tólf. 4. janúar 2023 15:20