Semja vinnureglur um einelti og kynferðislega áreitni á Alþingi Kjartan Kjartansson skrifar 5. janúar 2023 14:31 Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að vinna við verklagsreglur fyrir þingmenn hafi farið af stað í kjölfar Metoo-byltingarinnar árið 2017. Vísir/Vilhelm Umræður um sérstakar verklagsreglur um eineltis- og áreitnismál á Alþingi sem unnið hefur verið að eiga hefjast aftur í þessum mánuði. Forseti Alþingis segir að engar tilkynningar um slík mál hafi komið inn á sitt borð frá því að hann tók við embættinu. Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann. Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Vinna við verklagsreglur um hvernig taka eigi á eineltis eða kynferðislegri áreitni þingmanna hefur staðið yfir frá því á síðasta kjörtímabili. Slíkar reglur hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins en hafa ekki náð til kjörinna fulltrúa. Sú vinna er komin svo langt til stendur að kynna formönnum þingflokkanna og forsætisnefnd gögn sem starfsmenn þingsins hafa tekið saman síðar í þessum mánuði, að sögn Birgis Ármannssonar, forseta Alþingis og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Umræða um vinnureglur af þessu tagi hófst í kjölfar Metoo-byltingarinnar svonefndu. Birgir segir að flestir flokkarnir á þingi hafi sett sér sínar eigin verklagsreglur í framhaldinu á þeirri umræðu en þáverandi forseti þingsins og forsætisnefnd hafi talið eðlilegt að skoða hvernig tekið væri á málum af þessu tagi sem vörðuðu sérstaklega starfsemi Alþingis. Ráðist var í úttekt á hvernig slíkum reglum væri háttað á þingum í nágrannalöndunum og hvernig þær væru útfærðar í samspili við aðrar reglur sem væru til staðar. „Þessi vinna var komin á það stig fyrir jólin að það var hægt að kynna bæði minnisblöð og drög að verkferlum fyrir forsætisnefnd og formönnum þingflokka. Við munum taka þær umræður upp að nýju þegar komið er fram í janúar,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þurftu aðrar reglur fyrir þingmenn Tilefni þess að ráðist var í vinnu við verklagsreglurnar var ekki einstök dæmi um einelti eða áreitni heldur Metoo-umræðan almennt, að sögn Birgis. Nauðsynlegt hafi verið að móta betur verklag ef mál af þessum toga kæmu upp á vettvangi þingsins. Reglur sem hafa gilt fyrir starfsfólk þingsins taki mið af því sem gangi og gerist á stærri vinnustöðum. Birgir segir hins vegar að staða kjörinna fulltrúa sé önnur og því hafi þurft að semja sérstakar reglur um þá. „Það gilda ekki venjuleg vinnuréttarsjónarmið, ef við getum orðað það svo, þannig að það þurfti að horfa á það út frá svolítið öðrum sjónarhornum,“ segir Birgir. Engar tilkynningar hafi borist á hans borð um einelti eða kynferðislega áreitni frá því að hann tók við embætti þingforseta við upphaf kjörtímabilsins veturinn 2021. „Það hafa ekki komið nein tilvik sem myndu falla undir það sem mér er kunnugt um frá því að ég tók við sem forseti,“ segir hann.
Alþingi MeToo Kynferðisofbeldi Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira