Flautan á hilluna vegna svívirðinga: „Meinaði fjölskyldunni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. janúar 2023 18:00 Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna. Vísir/Bára Körfuboltadómarinn Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson hefur ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir að hafa starfað við dómgæslu undanfarin sjö ár. Hann segir ástæðuna vera svívirðingar, dónaskap og persónuníð sem hann hefur mátt þola á sínum dómaraferli. Bjarni birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Þar segir hann að hinn 22. desember síðastliðinn hafi hann ákveðið að láta af dómgæslu. Bjarni tekur sérstaklega fram að hann hafi ekki starfað sem dómari peninganna vegna, heldur fyrst og fremst vegna þess að hann hafi gaman að körfubolta. Þá tekur hann enn fremur fram að ástæða þess að pistill hans sé skrifaður í þátíð sé sú að gleðin sem fylgdi dómgæslunni hafi nær algerlega horfið. „Í tæplega 7 ár hef ég starfað sem dómari í körfubolta. Hinn 22. desember síðastliðinn ákvað ég hins vegar að láta af dómgæslu,“ ritar Bjarni. „Í þessi 7 ár hef ég látið svívirðingar, persónuníð og dónaskap yfir mig ganga. Ég var ekki í dómgæslu peninganna vegna heldur fyrst og fremst vegna þess að ég hafði gaman af körfubolta. Þetta er skrifað í þátíð þar sem sú gleði sem fylgdi dómgæslunni hefur nær algerlega horfið og þess í stað hefur komið kvíði og leiði.“ Þá bendir Bjarni einnig á að hann hafi ekki treyst sér til að leyfa fjölskyldu sinni að mæta á þá leiki sem hann dæmdi. „Í 7 ár meinaði ég fjölskyldu minni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi. Þetta kom til vegna þess að ég vildi ekki að börnin mín heyrðu áhorfendur öskra ítrekað að pabbi þeirra væri ýmist hálfviti, fáviti eða aumingi svo fáein orð séu nefnd. Ýmis mun verri orð hafa verið sögð sem ekki er vert að hafa eftir hér.“ Færslu Bjarna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan, en kveikjan að færslunni er grein sem birtist á Karfan.is þar sem pistlahöfundur furðar sig á því hversu auðvelt fólk á með að gera lítið úr dómurum hér á landi. Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Bjarni birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Þar segir hann að hinn 22. desember síðastliðinn hafi hann ákveðið að láta af dómgæslu. Bjarni tekur sérstaklega fram að hann hafi ekki starfað sem dómari peninganna vegna, heldur fyrst og fremst vegna þess að hann hafi gaman að körfubolta. Þá tekur hann enn fremur fram að ástæða þess að pistill hans sé skrifaður í þátíð sé sú að gleðin sem fylgdi dómgæslunni hafi nær algerlega horfið. „Í tæplega 7 ár hef ég starfað sem dómari í körfubolta. Hinn 22. desember síðastliðinn ákvað ég hins vegar að láta af dómgæslu,“ ritar Bjarni. „Í þessi 7 ár hef ég látið svívirðingar, persónuníð og dónaskap yfir mig ganga. Ég var ekki í dómgæslu peninganna vegna heldur fyrst og fremst vegna þess að ég hafði gaman af körfubolta. Þetta er skrifað í þátíð þar sem sú gleði sem fylgdi dómgæslunni hefur nær algerlega horfið og þess í stað hefur komið kvíði og leiði.“ Þá bendir Bjarni einnig á að hann hafi ekki treyst sér til að leyfa fjölskyldu sinni að mæta á þá leiki sem hann dæmdi. „Í 7 ár meinaði ég fjölskyldu minni að mæta á þá leiki sem ég dæmdi. Þetta kom til vegna þess að ég vildi ekki að börnin mín heyrðu áhorfendur öskra ítrekað að pabbi þeirra væri ýmist hálfviti, fáviti eða aumingi svo fáein orð séu nefnd. Ýmis mun verri orð hafa verið sögð sem ekki er vert að hafa eftir hér.“ Færslu Bjarna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan, en kveikjan að færslunni er grein sem birtist á Karfan.is þar sem pistlahöfundur furðar sig á því hversu auðvelt fólk á með að gera lítið úr dómurum hér á landi.
Subway-deild karla Subway-deild kvenna Körfubolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Ráða njósnara á Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira