Vinnueftirlitið hefur farið í 253 athuganir í leikskóla frá 2015 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. janúar 2023 10:54 Vinnueftirlitið var meðal annars kallað út á leikskólann Sólborg í Reykjavík. Reykjavíkurborg Frá árinu 2015 hefur Vinnueftirlitið farið í 253 vettvangsathuganir í leikskóla á landinu til að sinna eftirlitshlutverki sínu á grundvelli laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Í 27 tilvikum voru gerðar athugasemdir vegna vinnurýmis starfsfólks. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent. Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Vinnueftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu. Þar segir að í 15 af þessum 27 tilvikum voru gefnar út ábendingar að taka þyrfti tillit til bæði fjölda starfsfólks og barna. Hins vegar hafi ekki verið gefin bein fyrirmæli um fækkun barna. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um það hversu margir leikskólar hefðu leitað til Vinnueftirlitsins vegna óviðunandi aðstæðna, hvort sem er vegna skorts á starfsmönnum eða myglu. Samkvæmt heimildum Vísis hafa stjórnendur eða starfsmenn að minnsta kosti sex leikskóla í Reykjavík leitað til Vinnueftirlitsins, eftir að hafa mætt fálæti af hálfu skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Í svörum Vinnueftirlitsins segir að stofnunin tæki við ábendingum um ætlaðan vanbúnað á vinnustöðum frá starfsfólki og öðrum sem verða hans áskynja. Vinnueftirlitinu sé hins vegar óheimilt að upplýsa um hvort því hafi borist ábendingar eða umkvartanir um einstaka vinnustaði. „Á það einnig við um ákveðna tegundir vinnustaða á innlendum vinnumarkaði enda oft um tiltölulega fáa vinnustaði að ræða,“ segir í svörunum en afar mikilvægt sé að starfsfólk geti leitað til stofnunarinnar án þess að óttast að eiga það á hættu að stofnuninni verði gert skylt að upplýsa atvinnurekandann eða aðra um kvörtunina. Fréttastofa ræddi í september síðastliðnum við Guðrúnu Jónu Thorarensen, leikskólastjóra á Sólborg og samráðsfulltrúa leikskólastjórnenda í Reykjavík, þar sem hún greindi frá því að hún hefði leitað til Vinnueftirlitsins vegna fjölda barna á leikskólanum. Tilefnið var boðuð reglugerðabreyting menntamálaráðherra sem fól meðal annars í sér að ef ágreiningur kæmi upp um fjölda barna á leikskóla þá væri endanleg ákvörðun á forræði sveitarstjórnar. 136 umsagnir bárust um tillöguna og var hún dregin til baka. Í kjölfar heimsóknar Vinnueftirlitsins á Sólborg var börnunum á leikskólanum fækkað um 20 prósent.
Leikskólar Reykjavík Vinnustaðurinn Skóla - og menntamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira