Blaðamenn gera skammtímasamning Árni Sæberg skrifar 6. janúar 2023 17:56 Farið var vel yfir kjarasamninginn fyrir undirritun. Blaðamannafélag Íslands/AA Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins skrifuðu undir skammtímakjarasamning í dag. Samningurinn er samhljóða þeim sem undirritaðir hafa verið á almennum markaði undanfarnar vikur. Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Blaðamannafélagsins segir að samningurinn sé afturvirkur til 1. nóvember síðastliðins og feli í sér hliðstæðar hækkanir launataxta og samið hafði verið um við stóru stéttarfélögin á síðustu vikum, VR, iðnaðarmenn og SGS. Samningurinn verði kynntur strax eftir helgi á þeim vinnustöðum sem SA semja fyrir. Það eru Ríkisútvarpið, Árvakur og Sýn. Í kjölfarið verði samningarnir bornir undir atkvæði hjá félagsfólki BÍ. Þá var einnig samið um það að dagskrárgerðarfólk á RÚV, sem eru félagar í BÍ fengi sömu grunnhækkanir, einnig afturvirkar til 1. nóvember 2022. Ekki kjaraleiðréttingin sem farið var fram á „Þetta er ekki sú kjaraleiðrétting sem við höfðum farið fram á, en vegna aðstæðna töldum við rétt að framlengja núgildandi samninga í samræmi við það sem önnur félög hafa gert,“ er haft eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni BÍ, í tilkynningu. Þá segir að samið verði um önnur atriði í upprunalegri kröfugerð BÍ á gildistíma skammtímasamningsins og tímasett áætlun um þær viðræður sé hluti af samningunum sem ritað var undir í dag. Nú þegar hafi verið boðað til fyrsta sameiginlega vinnufundar samningsaðila til að hrinda þeirri viðræðuáætlun i framkvæmd. „Við munum leggja áherslu á að áhersluatriði okkar í kröfugerðinni sem lögð var fram, munu nást fram í nýjum viðræðum sem hafa langtímsamning að markmiði. Þar er meðal annars ætlunin að endurskoða kjarasamninginn frá grunni. Þær viðræður hefjast strax í lok janúar,“ er haft eftir Sigríði Dögg. Að lokum segir að BÍ muni í framhaldinu hefja viðræður við alla þá miðla sem standa utan SA og samið er við sérstaklega.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira