„Skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. janúar 2023 23:00 Darri Freyr Atlason hélt langa ræðu um hringavitleysuna í kringum Stjörnuna og Ahmad Gilbert. Vísir/Stöð 2 Sport Ahmad Gilbert var mikið í umræðunni í aðdraganda leiks Stjörnunnar og Vals síðastliðinn fimmtudag þar sem Stjörnunni tókst að fá hann á lán bæði í deild og bikar. Gilbert mun allt í allt gera fjögur félagsskipti milli Stjörnunnar og Hrunamanna. „Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Mér finnst mjög skrítið að þetta sé hægt og reglan er skrítin. Mér finnst líka skrítin regla að Keflavík og Breiðablik geti verið með fimm útlendinga, mér finnst líka skrítin regla að Haukar hafi unnið Tindastól í bikarnum og mér finnst þetta allt mjög furðulegt,“ sagði Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í viðtali eftir leikinn. „Reglan er þannig að hann má þetta og við megum þetta. Það er ekkert óheiðarlegt við eitt né neitt í þessu heldur eru þetta íslensk vinnulöggjöf og reglur KKÍ.“ „Mér þætti eðlilegt ef reglurnar væru þannig að ef þú skiptir um lið mættirðu ekki skipta aftur fyrr en eftir 30 daga. Mér finnst þriggja ára reglan algjört bíó. Mér er alveg sama um fjölda útlendinga og þessi þriggja ára regla er algjör trúða sýning. Það eru leikmenn sem félög vildu ekki sjá hjá sér en eftir formannafund vildu þeir halda þeim eftir að þeir fréttu að þeir yrðu íslendingar og það er miklu alvarlega.“ Arnar hélt áfram að tala um félagsskipti Ahmad Gilbert og sagði að ef menn geta lesið sér til gagns þá er ekkert sem bannar þetta. „Menn sem geta lesið sér til gagns, geta lesið um að Gilbert mátti spila með Stjörnunni í kvöld þar sem pappírunum var skilað inn og hann má spila með Hrunamönnum á morgun. Ég ætla að vera ósammála að þetta sé siðferðilega rangt og niðurlæging á íþróttina.“ Klippa: KBK: Arnar Guðjóns viðtal og Darri um Ahmad Gilbert „Rosalega neikvæð þróun“ Darri Freyr Atlason, sérfræðingur Körfuboltakvölds, var í setti eftir leik Stjörnunnar og Vals og hann tekur undir með Arnari að vissulega sé það skrýtið að þetta sér hægt. „Mér var var kennt í fermingarfræðslu að maður ætti ekki að réttlæta eitt ranglæti með öðru ranglæti þannig mér finnst þessi málflutningur um að það séu líka aðrar asnalegar reglur og þess vega sé eðlilegt að nýta sér þessa asnalegu reglu frekar valtur,“ sagði Darri. „Mér finnst í sjálfu sér ekkert það alvarlegasta í þessu að þeir hafi gert þetta og að þetta sé einhver orðsporshnekkur fyrir körfuna. Mér finnst alvarlegast í þessu að Hilmar, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, hefur verið málsvari það sem er að mínu mati mjög mikilvægar breytingar sem við þurfum að fara í.“ Þær mikilvægu breytingar sem Darri talar um eru reglur um útlendinga í liðum deildarinnar þar sem hann telur að íslenskir leikmenn fái alltaf færri og færri mínútur í deildinni. „Eins og ég skil tilgang deildarinnar þá er það rosalega neikvæð þróun.“ „Ástæðan fyrir því að það er alvarlegt að þetta sé Stjarnan sem er að ákveða að fara þessa leið er að þau hafa verið málsvari og Reykjavíkurblokk á þessum körfuboltaþingum þar sem við erum að ákveða þessa hringavitleysu. Það er ótrúlega fyndið að hver einasti stjórnarmaður og þjálfari hafi bara verið að glugga í lagabók eftir Þuríði til að rifja upp hugtök eins og meginreglur laga og réttarheimildir til þess að skilja hvaða leikmenn þeir mega hafa í liðinu eða hversu lengi þeir mega vera inná.“ „Þetta er eitthvað sem við þurfum að laga því þetta er asnalegt og skemmir vöruna og rýrir trúverðugleika deildarinnar,“ sagði Darri og hélt lengi áfram, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Subway-deild karla Stjarnan Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira