Svona hafa Strákarnir okkar spilað í vetur - Fyrri hluti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. janúar 2023 10:01 Ýmir Örn Gíslason spilar aðallega vörnina hjá Rhein-Neckar Löwen. getty/Simon Hofmann Vísir fer yfir hvernig leikmenn íslenska handboltalandsliðsins hafa spilað með sínum félagsliðum í vetur. Í fyrri hluta yfirferðarinnar verður fjallað um markverðina, horna- og línumennina í HM-hópnum. Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent. Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson er elsti og reynslumesti leikmaðurinn í íslenska hópnum. Hann er líka sá eini sem leikur í Olís-deildinni. Í henni hefur Björgvin varið 10,9 skot að meðaltali í leik, eða 33,3 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Valur er með fjögurra stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Björgvin hefur spilað sex leiki með Val í Evrópudeildinni og varið í þeim samtals sjötíu skot (27 prósent). Aðeins einn markvörður (Niklas Kraft hjá Ystad) hefur varið fleiri skot (85) í keppninni í vetur. Valsmenn eru með fimm stig í 4. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar. Björgvin Páll Gústavsson í leik Vals og Flensburg á Hlíðarenda.vísir/vilhelm Hinn markvörðurinn í íslenska hópnum, Viktor Gísli Hallgrímsson, leikur með Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Þar hefur hann spilað átta leiki og varið í þeim samtals 76 skot, eða 32,6 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Eftir fimmtán umferðir er Nantes í 3. sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, tveimur stigum á eftir Montpellier og Paris Saint-Germain. Í fimm leikjum í Meistaradeild Evrópu hefur Viktor varið 44 skot, eða 26,5 prósent þeirra skota sem hann hefur fengið á sig. Nantes er í 3. sæti B-riðils með tólf stig, sjö stigum á eftir toppliði Barcelona. Sigvaldi Guðjónsson leikur með Kolstad sem er með fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar. Sigvaldi er nítjándi markahæsti leikmaður deildarinnar með sextíu mörk í fjórtán leikjum. Óðinn Þór Ríkharðsson hefur raðað inn mörkum fyrir Kadetten Schaffhausen í vetur.getty/Martin Rose Óðinn Þór Ríkharðsson er á sínu fyrsta tímabili með Kadetten Schaffhausen. Liðið er í 2. sæti svissnesku úrvalsdeildarinnar með þrjátíu stig, þremur stigum á eftir toppliði Kriens en á leik til góða. Óðinn hefur farið mikinn í svissnesku úrvalsdeildinni og skorað 82 mörk í tíu leikjum, eða 8,2 mörk að meðaltali í leik. Þrátt fyrir að hafa misst af rúmlega helmingi leikja liðsins vegna meiðsla er hann næstmarkahæsti leikmaður þess í deildinni. Kadetten Schaffhausen er í 3. sæti A-riðils Evrópudeildarinnar. Þar hefur Óðinn skorað 28 mörk. Bjarki Már Elísson og félagar hans í Veszprém hafa unnið alla þrettán leiki sína í ungversku úrvalsdeildinni og eru á toppi hennar. Þeir eru í 2. sæti A-riðils Meistaradeildarinnar með sextán stig, jafn mörg og topplið PSG. Bjarki hefur skorað 54 mörk í tólf leikjum í ungversku úrvalsdeildinni og sextán mörk í tíu leikjum í Meistaradeildinni. Hákon Daði Styrmisson hefur staðið sig vel á fyrsta tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni.getty/Martin Rose Hákon Daði Styrmisson leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach. Nýliðarnir eru í 9. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar með átján stig. Hákon er fimmti markahæsti leikmaður Gummersbach með 46 mörk í sextán leikjum. Skotnýting hans er 67,7 prósent. Sveitungi Hákons og samherji hjá Gummersbach, Elliði Snær Viðarsson, hefur skorað 76 mörk í átján deildarleikjum í vetur. Hann er með 65 prósent skotnýtingu. Hinir tveir línumennirnir í íslenska hópnum leika einnig í þýsku úrvalsdeildinni. Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen eru í 3. sæti deildarinnar með 29 stig. Gamli Valsmaðurinn hefur aðeins skorað níu mörk í vetur, úr tólf skotum (75 prósent). Arnar Freyr Arnarsson verst í leiknum gegn Þýskalandi í fyrradag.getty/Martin Rose Í 6. sæti þýsku deildarinnar er Melsungen sem Arnar Freyr Arnarsson leikur með. Hann er fimmti markahæsti leikmaður liðsins í vetur með 39 mörk. Skotnýting Arnars er 75 prósent.
Landslið karla í handbolta Handbolti HM 2023 í handbolta Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira