Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 11:16 Moe's Bar í Jafnaseli í Breiðholti. Tröppurnar sjást glögglega á hægri hlið hússins. Moe's Bar Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52