Pútín skiptir um herforingja í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2023 18:10 Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, og Valery Gerasimov, nýr yfirmaður innrásarinnar í Úkraínu. Getty/Kreml Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, tilkynnti í dag að Valery Gerasimov, formaður herforingjaráðs Rússlands, muni taka yfir stjórn innrásar Rússa í Úkraínu. Gerasimov tekur við af herforingjanum Sergei Surovikin, sem hefur verið yfir innrásinni undanfarna þrjá mánuði. Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Surovikin hefur verið gerður að aðstoðarmanni Gerasimov, ásamt öðrum herforingjum, samkvæmt frétt RIA fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins. Breytingarnar eru sagðar eiga að auka skilvirkni hinnar „sértæku hernaðaraðgerðar“, eins og Rússar kalla innrásina. Áður en Surovikin tók við stjórn innrásarinnar í október var henni stjórnað af nokkrum mismunandi herforingjum. Úkraínumenn höfðu náð að frelsa umfangsmikil landsvæði í Úkraínu og átti Surovikin að snúa við taflinu. Eitt hans fyrsta verk var að hörfa frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg og lögðu Rússar í kjölfarið meiri áherslu á að sækja fram í Donetsk-héraði. Það hefur þó skilað takmörkuðum árangri og Rússar hafa ekkert sótt fram svo máli skiptir, þó þeir séu sagðir hafa náð takmörkuðum árangri í bænum Soledar, norður af Bakhmut. Gífurlega harðir bardagar hafa geisað á svæðinu og er mannfall sagt mikið hjá báðum fylkingum. Vísbendingar um deilur Málaliðahópurinn Wagner Group, sem er í eigu auðjöfursins Yevgeny Prigozin, náins bandamanns Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, hefur leitt sóknina að Bakhmut. Vísbendingar eru um ákveðnar deilur milli Prigozins og forsvarsmanna hersins, þeirra Shoigu og Gerasimovs. Prigozin hefur haldið því fram að það hafi verið málaliðar hans sem hafi náð árangri í Soledar en ekki herinn og að hermenn hafi í rauninni ekki komið að árásum á bæinn, samkvæmt frétt BBC. Á undanförnum mánuðum hefur auðjöfurinn verið mjög gagnrýninn á herinn og ítrekað gefið í skyn að Shoigu og Gerasimov ráði ekki við starfið. Herinn geti ekki náð árangri en það geti málaliðar hans. Prigozhin hefur lengi verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann hefur aukið umsvif sín í rússneskri pólitík í kjölfar innrásar Rússa Í Úkraínu og eru uppi vangaveltur um að hann vilji stilla sér upp sem mögulegum arftaka Pútíns. Deilt um hverjir sóttu fram í Soledar Reuters segir frá því að talsmenn rússneska hersins hafi sagt að það hafi verið fallhlífarhermenn sem hafi umkringt Soledar. Úkraínumenn segja hins þar að auki að enn sé barist í bænum og að liðsauki hafi verið sendur þangað. Þá hefur Reuters eftir Dmitry Peskov, talsmanni Pútíns, að enn sé of snemmt að segja til um fall Soledar. Þó árangur hafi náðst hafi hann verið mjög kostnaðarsamur. Heimildarmaður AP fréttaveitunnar í úkraínska hernum segir árásir Rússa á Soledar vera linnulausar. Árásirnar byrji á því að Rússar sendir eina eða tvær „bylgjur“ af málaliðum Wagner til að kanna varnir Úkraínumanna. Svo þegar þær árásir hafa tekið sinn toll á Úkraínumönnum og þeir eru þreyttir og með minna af skotfærum, sendi Rússar atvinnuhermenn. Það séu fallhlífarhermenn og sérsveitarmenn. Fall Bakhmut myndi opna leið fyrir Rússa til að sækja fram að hinum mikilvægu bæjum Kramatorsk og Sloviansk. Svæðið er þó mjög víggirt og óljóst er hvort Rússar hafi yfir höfuð burði til að taka bæina, í ljósi þess hvað Bakhmut hefur reynst þeim erfiður biti að kyngja.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07 Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15 Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36 Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Kallar eftir stigmögnun af hálfu bandamanna Sir Richard Shirreff, fyrrverandi hershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, segir að Bretar hefðu átt að senda Úkraínumönnum skriðdreka fyrir mörgum mánuðum. Bretar íhuga nú að senda Challenger-2 skriðdreka til Úkraínu. 10. janúar 2023 11:07
Íhuga að senda breska skriðdreka Ríkisstjórn Bretlands íhugar að senda Challenger 2 skriðdreka til Úkraínu. Málið hefur verið til skoðunar í nokkrar vikur en ef af verður verða Bretar fyrstir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka sem framleiddir eru á Vesturlöndum. 9. janúar 2023 18:15
Ekkert hæft í fullyrðingum Rússa um mikið mannfall Stjórnvöld í Úkraínu vísa alfarið á bug fullyrðingum Rússa frá því í gær sem sögðust hafa fellt 600 úkraínska hermenn á einu bretti í eldflaugaárás. 9. janúar 2023 07:36
Senda vestræna bryndreka til Úkraínu Yfirvöld Í Bandaríkjunum og Þýskalandi tilkynntu í gærkvöldi að ríkin myndu senda tugi bryndreka til Úkraínu og þjálfa áhafnir á þá á komandi vikum. Það var í kjölfar þess að Frakkar opinberuðu að þeir ætluðu að senda brynvarin farartæki. 6. janúar 2023 10:54