Hrapandi lýðræðiseinkunn þjóðar S. Maggi Snorrason skrifar 13. janúar 2023 10:30 Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Giskaðu nú á hvað það var sem Ísland fékk hvorki meira né minna en 9,18 í einkunn af 10 árið 2021. Jú, auðvitað lýðræðið sem við höldum svo mikið upp á. Sú einkunn setur okkur í fimmta sæti á heimsvísu og þar erum við umkringd öðrum Norðurlöndum sem saman tróna á toppnum. Sú staða hljómar vel þar til við skoðum aftur í tímann og sjáum okkur í öðru sæti árið 2018 með 9,58 og þegar skráning hófst árið 2006 vorum við með einkunnina 9,71 [1]. Í því samhengi þá kemur upp töluvert dekkri mynd sem sýnir þjóð að dragast aftur úr. Að því sögðu fylgjum við í takt við heimsþróun í þessum málum og eins og fjallað var um á ráðstefnunni World Forum for Democracy seint á síðasta ári þá eru allir heimshlutar búnir að lækka í einkunn. Mikið hefur gengið á í heiminum þar sem ríki hafa fallið í einræðisstjórn, fólk misst trú á núverandi lýðræðislegum kerfum, nýjar áskoranir skapast vegna mikils hraða í tækniþróun og nýjungum, auk fleiri þátta sem ræddir voru á ráðstefnunni [2]. Þær upplýsingar sem eru til um aðrar þjóðir eiga mögulega ekki við um okkur þar sem lýðræðislegar áskoranir okkar og annarra þjóða geta verið gríðarlega mismunandi. Þrátt fyrir lélegt gengi lýðræðis annars staðar þá tel ég að við eigum ekki að afsaka okkar frammistöðu með því. Það er mikilvægt að við stöndum vörð um það lýðræði sem við búum við og leitum leiða til þess að efla það enn frekar. Það er verkefni sem mun vonandi aldrei líða undir lok því ef það endar þá hefur eitthvað farið rækilega úrskeiðis með lýðræðið. En þá má spyrja sig hvað það er sem þarf að standa vörð um. Á ráðstefnunni kom fram hugleiðing um hvort það sé í raun og veru lýðræði að kjósa bara á fjögurra ára fresti og svo ekkert meir. Niðurstaðan sem komist var að þá var að aðeins fulltrúalýðræði, þar sem eina aðkoma lýðsins að stjórnun þjóðar er í gegnum kosningarnar, er ekki nóg heldur þurfi aðkoma fólks að yfirvöldum að vera tryggð á fleiri vegu. Ég tel að við þurfum að passa okkur á að líta ekki á lýðræðið sem aðeins kosningar heldur heildarmöguleika almennings til að hafa áhrif í samfélaginu og þegar við veltum fyrir okkur hvað það er sem þurfi að standa vörð um þá tel ég það vera skyldu þeirra sem fara með völd að leita stöðugt til þjóðarinnar í allri ákvörðunartöku með viðeigandi og aðgengilegum hætti. Fólkið sjálft þarf að gera þessa kröfu til valdhafa og það er meira en að segja það að almenningur geti verið það aðhald sem þarf í lýðræðisríki. Fólk þarf að vita hvar og hvernig það getur haft áhrif og fengið réttar upplýsingar. Öll heimsins bestu tól verða gagnslaus ef enginn notar þau eða kann að nota þau. Þess vegna skiptir máli í framhaldinu að bæði fjölga og bæta þær leiðir sem standa fólki til boða til að hafa áhrif og samhliða þeim að efla lýðræðisvitund í samfélaginu. Þar komum við að ákveðnu lykilatriði: ungu fólki. Ungt fólk er framtíð hverrar þjóðar og keyrir áfram þær breytingar sem nauðsynlegar eru fyrir framþróun hvers samfélags. Ef við komum fram við ungt fólk af virðingarleysi og hlustum ekki á það, ölum við upp kynslóð sem lætur vaða yfir sig. Þá kynslóð sitjum við svo uppi með í heila lífstíð. Hins vegar, ef við treystum ungu fólki fyrir ábyrgð, gefum því rými til að tjá sig og hlustum á það þá gefst þar risastórt tækifæri fyrir þau til að læra og öðlast lýðræðisvitundina sem þarf fyrir heilbrigt lýðræðisríki. Ungt fólk áttar sig alveg á því þegar það er ekki hlustað á það, jafnvel þó það fái að tala. Þess háttar framkoma í þeirra garð dregur úr trausti, letur það frá lýðræðisþátttöku og leiðir til ævarandi raddleysis. Upp á síðkastið hefur verið vinsælt að sýna ungt fólk taka þátt í verkefnum og það má sjá alls konar ungmennaráð undir ýmsum stofnunum og samtökum. Nú verða þeir aðilar að hugsa sig um hvort þetta séu ungmenni sem eru til skrauts og valfrjálsrar ráðleggingar, eða séu raunverulega að koma að ákvörðunartöku, sé haldið vel upplýstum um gang mála og aðstoðuð við að færa eitthvað raunverulegt að borðinu. Þá má hafa eftirfarandi mynd í huga sem sýnir mismunandi þrep stöðu ungmenna í átt að öflugri og uppbyggjandi ungmennaþátttöku sem sjá má efst í stiganum. Það sem ungt fólk þarf er aðkoma og þátttaka í öllu sem kemur þeim við. Til dæmis má velta fyrir sér: Væri betra að stofna ungmennaráð Alþingis fyrir 16-30 ára eða einfaldlega hafa ungt fólk á þingi? Hið síðara er augljóslega betri kosturinn ef við horfum á efsta þrepið. Ég sé ekki betur en að framtíð lýðræðis þjóðarinnar sé í höndum næstu kynslóða og það muni alltaf vera þannig. Ef við viljum styrkja lýðræðið þá er fjárfesting í ungu fólki oftar en ekki góð fjárfesting eins og í svo mörgu öðru. Höldum áfram að taka fleiri og stærri skref í að koma ungu fólki að, valdefla það svo það sé vel undirbúið þegar það tekur loks við keflinu og gefum þeim þau tól sem þau þurfa í þeirra vegferð. Það er mín lausn á hrapandi lýðræðiseinkunn Íslendinga. Höfundur er lýðræðisfulltrúi Landssambands ungmennafélaga. Heimildir: [1] Democracy Index 2021: The China challenge (London: EIU, 2022). [2] “Time for Facts 2022.” World Forum for Democracy, Council of Europe, tekið upp 7. nóvember, 2022. Myndband af ráðstefnu, 3:01:37. Sótt af https://www.coe.int/en/web/world-forum-democracy/time-for-facts-2022.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun