Tveir leituðu læknisaðstoðar eftir að maður gekk berserksgang í Kringlunni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. janúar 2023 19:53 Framkvæmdastjóri segir manninn fljótlega hafa verið yfirbugaðan. Vísir/Vilhelm Karlmaður gekk berserksgang í Kringlunni í dag og kýldi meðal annars konu sem við það féll í gólfið og slasaðist. Hún var flutt með sjúkrabíl á bráðamóttöku. Öryggisvörðum tókst að yfirbuga manninn en einn öryggisvörður þurfti að leita á sjúkrahús eftir átökin. Atvikið átti sér stað skömmu fyrir lokun í verslunarmiðstöðinni, seinnipartinn í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun maðurinn hafa misst stjórn á sér inni í verslun H&M á annarri hæð Kringlunnar og barið niður gínur sem stóðu í versluninni. Því næst hafi hann farið niður á fyrstu hæð og kýlt gesti og gangandi. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar staðfestir atvikið í samtali við Vísi. „Hann lendir í einhverjum ryskingum á leið sinni niður á neðri hæð, hann er ekki lengi án þess að verða yfirbugaður. Ég held að það séu einhverjar þrjár til fjórar mínútur frá því að tilkynning berst í stjórnstöð.“ „Á leið sinni frá annarri hæð niður að fyrstu þá verða einhverjar ryskingar að minnsta kosti á tveimur stöðum skilst okkur. Hann er yfirbugaður þar af öryggisvörðum og lögregla kölluð til. Hún kom mjög hratt á staðinn skildist mér,“ segir Sigurjón Örn. Öryggisverðir hafi haldið manninum í taki þar til lögregla mætti á vettvang. Eins og fyrr segir slasaðist öryggisvörður í átökunum en Sigurjón Örn segist ekki hafa upplýsingar um líðan annarra gesta. „Öryggisvörður sem átti í útistöðum við viðkomandi þurfti að leita lækninga. En það er víst ekki alvarlegt en engu að síður auðvitað alltaf alvarlegt þegar menn verða fyrir hnjaski.“ Kringlan Verslun Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu fyrir lokun í verslunarmiðstöðinni, seinnipartinn í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu mun maðurinn hafa misst stjórn á sér inni í verslun H&M á annarri hæð Kringlunnar og barið niður gínur sem stóðu í versluninni. Því næst hafi hann farið niður á fyrstu hæð og kýlt gesti og gangandi. Sigurjón Örn Þórsson framkvæmdastjóri Kringlunnar staðfestir atvikið í samtali við Vísi. „Hann lendir í einhverjum ryskingum á leið sinni niður á neðri hæð, hann er ekki lengi án þess að verða yfirbugaður. Ég held að það séu einhverjar þrjár til fjórar mínútur frá því að tilkynning berst í stjórnstöð.“ „Á leið sinni frá annarri hæð niður að fyrstu þá verða einhverjar ryskingar að minnsta kosti á tveimur stöðum skilst okkur. Hann er yfirbugaður þar af öryggisvörðum og lögregla kölluð til. Hún kom mjög hratt á staðinn skildist mér,“ segir Sigurjón Örn. Öryggisverðir hafi haldið manninum í taki þar til lögregla mætti á vettvang. Eins og fyrr segir slasaðist öryggisvörður í átökunum en Sigurjón Örn segist ekki hafa upplýsingar um líðan annarra gesta. „Öryggisvörður sem átti í útistöðum við viðkomandi þurfti að leita lækninga. En það er víst ekki alvarlegt en engu að síður auðvitað alltaf alvarlegt þegar menn verða fyrir hnjaski.“
Kringlan Verslun Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira