Eyþór: Ég er bara gríðarlega vonsvikinn Hinrik Wöhler skrifar 15. janúar 2023 22:15 Eyþór Lárusson var svekktur með frammistöðu síns liðs. Vísir/Pawel Cieslikewicz Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss í Olís-deild kvenna, hefur átt betri daga á tímabilinu en lið hans tapaði á móti Fram 31-19 í Úlfarsárdalnum í kvöld. Selfyssingar sitja í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið HK. „Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“ Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega vonsvikinn ef ég segi eins og er. Leikurinn var í fínu jafnvægi og við klikkuðum eftir 25 mínútur þegar leikurinn er 9-8 fyrir þeim. Mér fannst við eiga inni sóknarlega á þeim tímapunkti. Hafdís var búin að verja þrjú dauðafæri og Cornelia sömuleiðis búin að verja nokkra bolta hjá okkur. Síðan verður bara röð mistaka í lok fyrri hálfleiks sem þær nýta sér og komast fimm mörkum yfir og við komum ekki nægilega sterkt inn í seinni hálfleikinn.“ sagði Eyþór að leik loknum. Jafnræði var með liðunum þangað til að fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá hrundi sóknarleikur Selfyssinga og Framkonur gengu á lagið með hraðaupphlaupum og vel útfærðum sóknarleik. Stefnan var sett á að byrja seinni hálfleikinn betur en það reyndist ekki raunin „Við ætluðum að koma sterkar inn í seinni hálfleikinn og reyna að komast aftur inn í leikinn. Við fundum engan takt eftir að þær að breyttu í fimm-einn vörn“ bætir Eyþór við. Selfyssingar skoruðu aðeins nítján mörk í kvöld en Roberta Stropé og Katla María Magnúsdóttir voru þær einu með lífsmarki í sóknarleik Selfyssinga í kvöld. „Í þessum leik var sóknarleikurinn í heild sinni áhyggjuefni eftir að þær breyta um vörn og mér fannst við mjög ragar. Við skorum bara engin mörk ef sóknarleikurinn er þetta hægur og ómarkviss. Þannig ég held að við ættum ekki að miða við þennan leik varðandi þetta.“ sagði Eyþór þegar hann var spurður hvort að hann hefði áhyggjur af sóknarleiknum. Selfyssingar fá erfitt verkefni á laugardag þegar þær mæta sterku liði ÍBV sem hafa verið á miklu skriði að undanförnu. „Það er bara næsta verkefni og næsta æfingarvika. Ég er alltaf spenntur og það verður bara frábært verkefni. Við fáum bara að svara fyrir leikinn og mæta heitasta liði deildarinnar, þær hafa unnið níu leiki í röð og eru á flottum stað. Við bara förum bara inn í krafti inn í vikuna og mætum tilbúnar á laugardaginn.“
Olís-deild kvenna Fram UMF Selfoss Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Sjá meira